Innlent

Játuðu innbrot í söluskála

Þrír menn, sem lögreglan í Reykjavík handtók í fyrrinótt að beiðni lögreglunnar á Selfossi, játuðu við yfirheyrslur undir kvöld í gær að hafa brotist inn í söluskála við Árnes og stolið þaðan talsverðum verðmætum fyrir nokkrum dögum.

Talsvert af þýfinu fannst í bíl fjögurra ungmenna sem Selfosslögreglan stöðvaði í fyrrinótt, og leiddi það til handtöku þremenninganna. Þeim var sleppt þegar játning lá fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×