Innlent

Fimm prósenta kaupmáttarrýrnun á 12 mánuðum

Kaupmáttur hér á landi hefur rýrnað um fimm prósent á síðustu tólf mánuðum ef mið er tekið af þróun launavísitölu og verðbólgu.

Launavísitalan í september hækkaði um 0,5 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Gætir þar áhrifa miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármálaráðherra, samnings stéttarfélags lögfræðinga við ríkið og framhaldsskólakennara og ríkisins. Þá gætir einnig hækkunar á launum æðstu embættismanna landsins sem heyra undir kjararáð.

Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um níu prósent en verðbólga í september reyndist 14 prósent og því nemur kaupmáttarrýrnunin fimm prósentum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×