Innlent

Gríðarlegur stuðningur við þjóðarávarp til Breta

Fjöldahreyfing til að breyta ímynd Íslands í Bretlandi hefur hafið starfsemi og opnað heimasíðu.

Slóð síðunnar er indefence.is. Þar er lögð áhersla á að Íslendingar séu ekki hryðjuverkamenn en að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hafi á óréttmætan hátt beitt hryðjuverkavarnarlögum til að þjóna pólitískum skammtímahagsmunum sínum. Sú aðgerð hafi breytt grafalvarlegri stöðu í efnahagshrun.

Á síðunni er ávarp til Breta um að standa með almenningi á Íslandi í þeirri viðleitni að binda enda á diplómatískar erjur milli ríkissstjórna landanna. Það sé von þeirra að hægt verði að koma í veg fyrir frekara efnahagslegt tjón í löndunum tveimur og uppbygging geti hafist og það tjón sem orðið hefur fengist bætt.

Fólk getur skráð nafn sitt á undir þetta skjal á síðunni. Einnig er hægt að prenta út undirskriftalistalista sem sendir verða til yfirvalda og hvetja aðstandendur síðunnar fólk og vinnustaði til að gera slíkt. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hægt er að nálgast undirskriftarlistann hér.


























Fleiri fréttir

Sjá meira


×