Fleiri fréttir

Ráðherrar funduðu í Stjórnarráðinu

Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar funduðu í dag í stjórnarráðinu. Auk Geirs H. Haarde forsætisráðherra sátu Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra og Árni M. Mathiessen fjármálaráðherra fundinn.

Boða aftur mótmæli eftir viku

Talið er að nokkur hundruð manns hafi komið saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag þar sem fram fóru mótmæli og þess var krafist að Davíð Oddssyni seðlabankastjóra yrði vikið frá störfum.

Segir Evrópu hafa breyst og kallar eftir samstöðu

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir ekki athugasemdir við að áhugahópur innan flokksins um Evrópumál hafi látið gera skoðanakönnun á fylgi við Evrópusambandsaðild og segir frelsi í flokknum. Hann telur hins vegar að við núverandi aðstæður hugsi menn fyrst og fremst um það hvernig íslensk þjóð muni bjarga sér.

Enginn á ofurlaunum í Nýja Glitni

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis, segir að algjörlega ný launauppbygging sé í hinum nýja banka og þar sé enginn maður á ofurlaunum. Í samtali við fréttamann Markaðarins vildi hún hins vegar ekki gefa upp eigin laun.

Kreppan ekki tæki til að slaka á í umhverfisvernd

Kreppan er ekki tæki til að slaka á í umhverfisvernd, segir framkvæmdastjjóri Vottunarstofunnar Túns. Hann varar við því í stóriðjumálunum að stjórnmálamenn láti umhverfismál mæta afgangi.

Vill koma í veg fyrir eignamissi fjölda fólks

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, vill að verðtrygging lána verði afnumin næstu þrjá mánuði til þess að koma í veg fyrir eignamissi fjölda fólks sem hann segir enga ábyrgð bera á núverandi ástandi.

Halldór: Fer ekki burt úr starfi með fúlgur fjár

Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist ekki vera að hverfa frá starfi sínu með fúlgur fjár og telur sig ekki bera ábyrgð á því hvernig fór fyrir bankanum.

Ungt fólk mótar tækifæri framtíðarinnar

Búast má við ungt fólk fjölmenni í Háskólabíó nú klukkan ellefu þegar verkefninu Hugsprettu verður hleypt af stokkunum. Þar á að móta tækifæri framtíðarinnar og finna og byggja upp hugmyndir um möguleika Íslands.

Tíu milljarða bakreikningur vegna skila á lóðum

Kostnaður sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, vegna skila á byggingarlóðum sem sveitarfélögin höfðu áður úthlutað, nemur um 10 milljörðum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Vill að verðtryggingin verði afnumin í þrjá mánuði

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, leggur til í grein í Morgunblaðinu í dag að verðtrygging lána verði afnumin næstu þrjá mánuði, vísitalan tekin úr sambandi til hækkunar lána og gengisbreyting á afborganir lána fryst til sama tíma.

Bíll út af Þingvallavegi

Bíll hafnaði utan vegar á Þingvallavegi nú á tíunda tímanum að líkindum vegna hálku.

Þrír bílar höfnuðu utan vegar á Suðurlandi

Þrír bílar höfnuðu utan vegar á Suðurlandi í morgun en þar er víða mikil hálka á vegum. Bifreið fór út af á Biskupstungnabraut við Þrastarlund og sakaði ökumann bílsins, sem var einn á ferð, ekki alvarlega.

Framboð til Öryggisráðs SÞ eins og Ólympíuþjálfun

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist hafa talið það rétt að taka þátt í kosningabaráttu fyrir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það væri eins og að þjálfa fyrir Olympíuleika. Þettta segir ráðherra á vefsíðu sinni.

Vel gengur að taka niður fíkniefnaverksmiðjuna í Hafnarfirði

Slökkviliðsmenn hafa unnið með lögreglunni að því í allan dag að taka niður fíkniefnaverksmiðjuna sem lögreglan upprætti í gær. Þær upplýsingar fengust hjá slökkviliðinu að um 6-8 starfsmenn hefðu verið að störfum þar í dag og að verkið væri nánast klárað.

Koníaksflaska á 300 þúsund krónur í ÁTVR

Það er líklega frábær fjárfesting að kaupa dýrustu flöskuna í ÁTVR. Hún er forláta koníak og kostar þrjúhundruð þúsund krónur, sem þykir víst afar ódýrt.

Ísland stendur sterkt þrátt fyrir að hafa ekki náð kjöri

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir Ísland standi sterkt þrátt fyrir að landið hafi ekki náð kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. Geir ræddi við blaðamenn eftir fund sinn með Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu, þar sem efnahagserfiðleikarnir á Íslandi voru til umræðu og möguleg aðstoð Belga.

Alltaf vonbrigði að ná ekki tilætluðum árangri

Auðvitað eru það alltaf vonbrigði þegar maður nær ekki þeim árangri í kosningabaráttu sem vonast var eftir, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í samtali við Evu Bergþóru Guðbergsdóttur á Stöð 2.

Vorum aðeins sex atkvæðum frá annarri atkvæðagreiðslu

Kristín Árnadóttir, sem stjórnað hefur framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, segir Ísland langt því frá að vera óþekkta stærð þrátt fyrir að hafa ekki náð kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ísland sé með sterka utanríkisþjónustu og skoða verði hvernig hægt verði að nýta það tengslanet sem byggt hafi verið upp í þágu framtíðar Íslands.

Viðtalið eftirminnilega við Jónas Inga

Jónas Ingi Ragnarsson, sem grunaður er um stórfellda amfetamínframleiðslu í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði, vakti þjóðarathygli þegar líkfundarmálið svokallaða bar sem hæst árið 2004. Þar var Jónas dæmdur ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa komið líkinu af Vaidasi Juciviciusi fyrir í höfninni í Neskaupstað í febrúar í fyrra og fannst mikið af amfetamíni í líkinu.

Vilja ítarlega rannsókn á skuldsetningu bankakerfisins

Aðalfundur BSRB hafnar því að almennt launafólk beri allan herkostnað af bruðli og óhófi undangenginna ára og vill ítarlega rannsókn á því hverjir eru ábyrgir fyrir skuldsetningu bankakerfisins og þar með þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun bandalagsins sem samþykkt var í dag.

Markmið með setu í Öryggisráðinu óljós

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, segist vonast til þess að utanríkisþjónusta Íslendinga geti einbeitt sér að koma samskiptum við Breta í betra horf og stjórnvöld geti komið gjaldeyrismálum í lag nú þegar kosningabaráttan um Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er frá.

Hefðum verið sterkari með sigri

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins segir niðurstöðu kosninga um sæti í Öryggisráð Sþ ekki koma sér á óvart. Eins og Vísir hefur greint frá höfnuðu Íslendingar í þriðja sæti í kosningu um sæti í Öryggisráðinu fyrir stundu og náðu því ekki kjöri.

Ýmsar þjóðir sem höfðu lofað stuðningi sneru við okkur baki

Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir utanríkisráðherra segir það mikil vonbrigði að Ísland hafi ekki náð kjöri í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ísland hlaut aðeins 87 atkvæði kosningunum í New York í dag en Austurríkismenn og Tyrkir tryggðu sér sæti Vestur-Evrópu í ráðinu.

Ekki var staðið við gefin loforð

Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ljóst að gefin loforð um stuðning við framboð Íslendinga til öryggisráðsráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki haldið. Hann telur ljóst að gjörningaveður undafarinna vikna hafi haft áhrif á framboð Íslands. ,,En það kemur dagur eftir þennan dag."

Ísland ekki í öryggisráðið

Ísland fær ekki sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 til 2010. Þetta kom í ljós við atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu fyrir stundu.

Hjálpa atvinnulausum bankamönnum að skapa ný störf

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins hafa gert með sér samstarfssamning sem miðar að því að auka atvinnusköpun fyrir félagsmenn í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Sjá næstu 50 fréttir