Segja viðskiptaráðherra hafa gefið afsvar án þess að hafa allar upplýsingar 18. október 2008 16:20 Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra ræðir við fréttamenn í gær. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, sem óskað höfðu eftir viðræðum um kaup á hlut í Kaupþingi, fullyrða að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi gefið afsvar um málið án þess að hafa vitað um heildstætt áhættumat lífeyrissjóðanna vegna kaupanna. Þeir segja að til hafi staðið að bjóða öllum lífeyrissjóðum landins að koma að kaupunum og að ráðherrar hafi tekið vel í hugmyndina um kaup á fundi snemma í vikunni. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í gær að tilboði lífeyrissjóðanna varðandi Kaupþing hefði verið hafnað. Lífeyrissjóðirnir hafa bent á að þeir hafi ekki gert tilboð heldur óskað eftir viðræðum við ríkið um kaup á yfir helmingshlut í nýjum Kaupþing banka. Í yfirlýsingu frá lífeyrissjóðunum í dag er farið yfir atvikaröð mála. Þar kemur fram að: „1. Á laugardeginum 11. október áttu fulltrúar lífeyrissjóðanna fund með forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME) þar sem honum var greint frá fyrirætlun lífeyrissjóðanna um hugsanleg kaup á rekstri Kaupþings. 2. Á sunnudeginum 12. október áttum við fund með forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra þar sem aðeins eitt mál var til umræðu þ.e. aðkoma lífeyrissjóðanna að Kaupþingi. Viðbrögð ráðherranna voru afar jákvæð svo ekki sé kveðið fastar að orði.3. Á hádegi þriðjudaginn 14. okt. var FME sent bréflega erindi fimm lífeyrissjóða þar sem óskað var viðræðna um kaup á rekstri Kaupþings enda gáfu fyrri fundir til undirbúnings erindi sjóðanna ástæðu til bjartsýni um að málaleitan lífeyrissjóðanna yrði vel tekið.4. Miðvikudaginn 15. okt. áttu fulltrúar fjárfestahópsins fund með stjórn og forstjóra eftirlitsins þar sem gerð var grein fyrir ástæðu þess að óskað var eftir viðræðum og jafnframt gerðum við stuttlega grein fyrir viðskiptaáætlun fjárfestahópsins. Skýrt kom fram í fundarlok að ekki bæri að líta á fundinn sem svar við erindi sjóðanna um viðræður. Af viðbrögðum FME mátti þó ráða að vonlítið var að erindi sjóðanna yrði tekið með jákvæðum hætti.5. Síðdegis fimmtudaginn 16. okt. barst sjóðunum bréf FME þar sem þakkað er fyrir erindi þeirra og þeim greint frá því að FME væri að meta heildstætt beiðni sjóðanna og þau gögn sem lögð voru fram á fundi aðila deginum áður. FME óskaði eftir að heildstætt áhættumat yrði lagt fram fyrir alla þá fimm lífeyrissjóði sem stóðu að erindinu auk þess sem skoða þyrfti eignarhald lífeyrissjóðanna með tilliti til tiltekinna hlutfalla í lífeyrissjóðalögunum. Sjóðunum var gefinn frestur til 12 á hádegi næsta dags, þ.e. föstudags, til að bregðast við erindi FME.6. Forstjóri FME kvittaði fyrir móttöku svars lífeyrissjóðanna kl 11:50 á föstudeginum.7. Skömmu áður en forstjóri móttók svar lífeyrissjóðanna með upplýsingum um heildstætt áhættumat og öðrum upplýsingum svaraði viðskiptaráðherra spurningum fréttamanna um málið með þeim hætti "að tilboði lífeyrissjóðanna hefði verið hafnað."Eins og atvikaröðin ber með sér gerðu lífeyrissjóðirnir ekki tilboð í Kaupþing. Niðurstaðan sem ráðherrann greindi frá var ekki byggð á upplýsingum um heildstætt áhættumat lífeyrissjóðanna þar sem þær upplýsingar bárust ekki til FME fyrr en eftir að ráðherrann lýsir því að tilboðinu hafi verið hafnað.Fundur með öllum lífeyrissjóðum landsins hafði verið boðaður til að bjóða þeim aðkomu að fjárfestingunni í Kaupþingi með fyrirvara um að samkomulag tækist um kaupin. Af fundinum varð ekki þar sem aðkomu lífeyrissjóðanna að Kaupþingi var hafnað af viðskiptaráðherra stuttu fyrir fundinn. Að endingu viljum við taka fram að fyrrum formaður og forstjóri Kaupþings áttu ekki aðild að kauptilraun sjóðanna," segir í tilkynningunni. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, sem óskað höfðu eftir viðræðum um kaup á hlut í Kaupþingi, fullyrða að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi gefið afsvar um málið án þess að hafa vitað um heildstætt áhættumat lífeyrissjóðanna vegna kaupanna. Þeir segja að til hafi staðið að bjóða öllum lífeyrissjóðum landins að koma að kaupunum og að ráðherrar hafi tekið vel í hugmyndina um kaup á fundi snemma í vikunni. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í gær að tilboði lífeyrissjóðanna varðandi Kaupþing hefði verið hafnað. Lífeyrissjóðirnir hafa bent á að þeir hafi ekki gert tilboð heldur óskað eftir viðræðum við ríkið um kaup á yfir helmingshlut í nýjum Kaupþing banka. Í yfirlýsingu frá lífeyrissjóðunum í dag er farið yfir atvikaröð mála. Þar kemur fram að: „1. Á laugardeginum 11. október áttu fulltrúar lífeyrissjóðanna fund með forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME) þar sem honum var greint frá fyrirætlun lífeyrissjóðanna um hugsanleg kaup á rekstri Kaupþings. 2. Á sunnudeginum 12. október áttum við fund með forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra þar sem aðeins eitt mál var til umræðu þ.e. aðkoma lífeyrissjóðanna að Kaupþingi. Viðbrögð ráðherranna voru afar jákvæð svo ekki sé kveðið fastar að orði.3. Á hádegi þriðjudaginn 14. okt. var FME sent bréflega erindi fimm lífeyrissjóða þar sem óskað var viðræðna um kaup á rekstri Kaupþings enda gáfu fyrri fundir til undirbúnings erindi sjóðanna ástæðu til bjartsýni um að málaleitan lífeyrissjóðanna yrði vel tekið.4. Miðvikudaginn 15. okt. áttu fulltrúar fjárfestahópsins fund með stjórn og forstjóra eftirlitsins þar sem gerð var grein fyrir ástæðu þess að óskað var eftir viðræðum og jafnframt gerðum við stuttlega grein fyrir viðskiptaáætlun fjárfestahópsins. Skýrt kom fram í fundarlok að ekki bæri að líta á fundinn sem svar við erindi sjóðanna um viðræður. Af viðbrögðum FME mátti þó ráða að vonlítið var að erindi sjóðanna yrði tekið með jákvæðum hætti.5. Síðdegis fimmtudaginn 16. okt. barst sjóðunum bréf FME þar sem þakkað er fyrir erindi þeirra og þeim greint frá því að FME væri að meta heildstætt beiðni sjóðanna og þau gögn sem lögð voru fram á fundi aðila deginum áður. FME óskaði eftir að heildstætt áhættumat yrði lagt fram fyrir alla þá fimm lífeyrissjóði sem stóðu að erindinu auk þess sem skoða þyrfti eignarhald lífeyrissjóðanna með tilliti til tiltekinna hlutfalla í lífeyrissjóðalögunum. Sjóðunum var gefinn frestur til 12 á hádegi næsta dags, þ.e. föstudags, til að bregðast við erindi FME.6. Forstjóri FME kvittaði fyrir móttöku svars lífeyrissjóðanna kl 11:50 á föstudeginum.7. Skömmu áður en forstjóri móttók svar lífeyrissjóðanna með upplýsingum um heildstætt áhættumat og öðrum upplýsingum svaraði viðskiptaráðherra spurningum fréttamanna um málið með þeim hætti "að tilboði lífeyrissjóðanna hefði verið hafnað."Eins og atvikaröðin ber með sér gerðu lífeyrissjóðirnir ekki tilboð í Kaupþing. Niðurstaðan sem ráðherrann greindi frá var ekki byggð á upplýsingum um heildstætt áhættumat lífeyrissjóðanna þar sem þær upplýsingar bárust ekki til FME fyrr en eftir að ráðherrann lýsir því að tilboðinu hafi verið hafnað.Fundur með öllum lífeyrissjóðum landsins hafði verið boðaður til að bjóða þeim aðkomu að fjárfestingunni í Kaupþingi með fyrirvara um að samkomulag tækist um kaupin. Af fundinum varð ekki þar sem aðkomu lífeyrissjóðanna að Kaupþingi var hafnað af viðskiptaráðherra stuttu fyrir fundinn. Að endingu viljum við taka fram að fyrrum formaður og forstjóri Kaupþings áttu ekki aðild að kauptilraun sjóðanna," segir í tilkynningunni.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira