Segja viðskiptaráðherra hafa gefið afsvar án þess að hafa allar upplýsingar 18. október 2008 16:20 Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra ræðir við fréttamenn í gær. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, sem óskað höfðu eftir viðræðum um kaup á hlut í Kaupþingi, fullyrða að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi gefið afsvar um málið án þess að hafa vitað um heildstætt áhættumat lífeyrissjóðanna vegna kaupanna. Þeir segja að til hafi staðið að bjóða öllum lífeyrissjóðum landins að koma að kaupunum og að ráðherrar hafi tekið vel í hugmyndina um kaup á fundi snemma í vikunni. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í gær að tilboði lífeyrissjóðanna varðandi Kaupþing hefði verið hafnað. Lífeyrissjóðirnir hafa bent á að þeir hafi ekki gert tilboð heldur óskað eftir viðræðum við ríkið um kaup á yfir helmingshlut í nýjum Kaupþing banka. Í yfirlýsingu frá lífeyrissjóðunum í dag er farið yfir atvikaröð mála. Þar kemur fram að: „1. Á laugardeginum 11. október áttu fulltrúar lífeyrissjóðanna fund með forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME) þar sem honum var greint frá fyrirætlun lífeyrissjóðanna um hugsanleg kaup á rekstri Kaupþings. 2. Á sunnudeginum 12. október áttum við fund með forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra þar sem aðeins eitt mál var til umræðu þ.e. aðkoma lífeyrissjóðanna að Kaupþingi. Viðbrögð ráðherranna voru afar jákvæð svo ekki sé kveðið fastar að orði.3. Á hádegi þriðjudaginn 14. okt. var FME sent bréflega erindi fimm lífeyrissjóða þar sem óskað var viðræðna um kaup á rekstri Kaupþings enda gáfu fyrri fundir til undirbúnings erindi sjóðanna ástæðu til bjartsýni um að málaleitan lífeyrissjóðanna yrði vel tekið.4. Miðvikudaginn 15. okt. áttu fulltrúar fjárfestahópsins fund með stjórn og forstjóra eftirlitsins þar sem gerð var grein fyrir ástæðu þess að óskað var eftir viðræðum og jafnframt gerðum við stuttlega grein fyrir viðskiptaáætlun fjárfestahópsins. Skýrt kom fram í fundarlok að ekki bæri að líta á fundinn sem svar við erindi sjóðanna um viðræður. Af viðbrögðum FME mátti þó ráða að vonlítið var að erindi sjóðanna yrði tekið með jákvæðum hætti.5. Síðdegis fimmtudaginn 16. okt. barst sjóðunum bréf FME þar sem þakkað er fyrir erindi þeirra og þeim greint frá því að FME væri að meta heildstætt beiðni sjóðanna og þau gögn sem lögð voru fram á fundi aðila deginum áður. FME óskaði eftir að heildstætt áhættumat yrði lagt fram fyrir alla þá fimm lífeyrissjóði sem stóðu að erindinu auk þess sem skoða þyrfti eignarhald lífeyrissjóðanna með tilliti til tiltekinna hlutfalla í lífeyrissjóðalögunum. Sjóðunum var gefinn frestur til 12 á hádegi næsta dags, þ.e. föstudags, til að bregðast við erindi FME.6. Forstjóri FME kvittaði fyrir móttöku svars lífeyrissjóðanna kl 11:50 á föstudeginum.7. Skömmu áður en forstjóri móttók svar lífeyrissjóðanna með upplýsingum um heildstætt áhættumat og öðrum upplýsingum svaraði viðskiptaráðherra spurningum fréttamanna um málið með þeim hætti "að tilboði lífeyrissjóðanna hefði verið hafnað."Eins og atvikaröðin ber með sér gerðu lífeyrissjóðirnir ekki tilboð í Kaupþing. Niðurstaðan sem ráðherrann greindi frá var ekki byggð á upplýsingum um heildstætt áhættumat lífeyrissjóðanna þar sem þær upplýsingar bárust ekki til FME fyrr en eftir að ráðherrann lýsir því að tilboðinu hafi verið hafnað.Fundur með öllum lífeyrissjóðum landsins hafði verið boðaður til að bjóða þeim aðkomu að fjárfestingunni í Kaupþingi með fyrirvara um að samkomulag tækist um kaupin. Af fundinum varð ekki þar sem aðkomu lífeyrissjóðanna að Kaupþingi var hafnað af viðskiptaráðherra stuttu fyrir fundinn. Að endingu viljum við taka fram að fyrrum formaður og forstjóri Kaupþings áttu ekki aðild að kauptilraun sjóðanna," segir í tilkynningunni. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, sem óskað höfðu eftir viðræðum um kaup á hlut í Kaupþingi, fullyrða að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi gefið afsvar um málið án þess að hafa vitað um heildstætt áhættumat lífeyrissjóðanna vegna kaupanna. Þeir segja að til hafi staðið að bjóða öllum lífeyrissjóðum landins að koma að kaupunum og að ráðherrar hafi tekið vel í hugmyndina um kaup á fundi snemma í vikunni. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í gær að tilboði lífeyrissjóðanna varðandi Kaupþing hefði verið hafnað. Lífeyrissjóðirnir hafa bent á að þeir hafi ekki gert tilboð heldur óskað eftir viðræðum við ríkið um kaup á yfir helmingshlut í nýjum Kaupþing banka. Í yfirlýsingu frá lífeyrissjóðunum í dag er farið yfir atvikaröð mála. Þar kemur fram að: „1. Á laugardeginum 11. október áttu fulltrúar lífeyrissjóðanna fund með forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME) þar sem honum var greint frá fyrirætlun lífeyrissjóðanna um hugsanleg kaup á rekstri Kaupþings. 2. Á sunnudeginum 12. október áttum við fund með forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra þar sem aðeins eitt mál var til umræðu þ.e. aðkoma lífeyrissjóðanna að Kaupþingi. Viðbrögð ráðherranna voru afar jákvæð svo ekki sé kveðið fastar að orði.3. Á hádegi þriðjudaginn 14. okt. var FME sent bréflega erindi fimm lífeyrissjóða þar sem óskað var viðræðna um kaup á rekstri Kaupþings enda gáfu fyrri fundir til undirbúnings erindi sjóðanna ástæðu til bjartsýni um að málaleitan lífeyrissjóðanna yrði vel tekið.4. Miðvikudaginn 15. okt. áttu fulltrúar fjárfestahópsins fund með stjórn og forstjóra eftirlitsins þar sem gerð var grein fyrir ástæðu þess að óskað var eftir viðræðum og jafnframt gerðum við stuttlega grein fyrir viðskiptaáætlun fjárfestahópsins. Skýrt kom fram í fundarlok að ekki bæri að líta á fundinn sem svar við erindi sjóðanna um viðræður. Af viðbrögðum FME mátti þó ráða að vonlítið var að erindi sjóðanna yrði tekið með jákvæðum hætti.5. Síðdegis fimmtudaginn 16. okt. barst sjóðunum bréf FME þar sem þakkað er fyrir erindi þeirra og þeim greint frá því að FME væri að meta heildstætt beiðni sjóðanna og þau gögn sem lögð voru fram á fundi aðila deginum áður. FME óskaði eftir að heildstætt áhættumat yrði lagt fram fyrir alla þá fimm lífeyrissjóði sem stóðu að erindinu auk þess sem skoða þyrfti eignarhald lífeyrissjóðanna með tilliti til tiltekinna hlutfalla í lífeyrissjóðalögunum. Sjóðunum var gefinn frestur til 12 á hádegi næsta dags, þ.e. föstudags, til að bregðast við erindi FME.6. Forstjóri FME kvittaði fyrir móttöku svars lífeyrissjóðanna kl 11:50 á föstudeginum.7. Skömmu áður en forstjóri móttók svar lífeyrissjóðanna með upplýsingum um heildstætt áhættumat og öðrum upplýsingum svaraði viðskiptaráðherra spurningum fréttamanna um málið með þeim hætti "að tilboði lífeyrissjóðanna hefði verið hafnað."Eins og atvikaröðin ber með sér gerðu lífeyrissjóðirnir ekki tilboð í Kaupþing. Niðurstaðan sem ráðherrann greindi frá var ekki byggð á upplýsingum um heildstætt áhættumat lífeyrissjóðanna þar sem þær upplýsingar bárust ekki til FME fyrr en eftir að ráðherrann lýsir því að tilboðinu hafi verið hafnað.Fundur með öllum lífeyrissjóðum landsins hafði verið boðaður til að bjóða þeim aðkomu að fjárfestingunni í Kaupþingi með fyrirvara um að samkomulag tækist um kaupin. Af fundinum varð ekki þar sem aðkomu lífeyrissjóðanna að Kaupþingi var hafnað af viðskiptaráðherra stuttu fyrir fundinn. Að endingu viljum við taka fram að fyrrum formaður og forstjóri Kaupþings áttu ekki aðild að kauptilraun sjóðanna," segir í tilkynningunni.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira