Innlent

Vill koma í veg fyrir eignamissi fjölda fólks

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, vill að verðtrygging lána verði afnumin næstu þrjá mánuði til þess að koma í veg fyrir eignamissi fjölda fólks sem hann segir enga ábyrgð bera á núverandi ástandi.

Guðjón skrifaði grein um málið í Morgunblaðið þar sem hann gerir grein fyrir hugmyndum sínum. Í stuttu máli vill leggur Guðjón til að verðtrygging lána verði afnumin næstu þrjá mánuði, vísitalan tekin úr sambandi til hækkunar lána og gengisbreyting á afborganir lána fryst til sama tíma.

Að sögn Guðjóns gæfist þannig ráðrúm og tími til þess að vinna að lausnum sem kæmu í veg fyrir eignamissi fjölda fólks sem enga ábyrgð ber á núverandi ástandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×