Innlent

Þrjú þúsund vilja Davíð burt - Mótmæli á Austurvelli í dag

Á þriðja þúsund manns hafa skrifað nafn sitt á síðu þar sem þess er krafist að Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir af sér.

Á undirskriftarlistanum segir að Davíð verði að segja af sér til að fólk öðlist traust á aðgerðum Seðlabankans. Þar kemur fram að allir erlendir seðlabankar hafi menntaða hagfræðinga við stjórnvölinn.

Davíð Oddsson sé fagmaður þega kemur að pólitík en hann hafi ekki sýnt nægilegt innsæi í alþjóðleg fjármálaviðskipti til að takast á við vandann sem við er að etja. Efnt verður til mótmælafundar á Austurvelli í dag, þar sem þess er krafist að Davíð verði vikið frá störfum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×