Fleiri fréttir

Milljörðum minni afborganir en gert var ráð fyrir

Ríkisendurskoðun áformar að ljúka stjórnsýsluúttekt á starfsemi Þróunarfélagsins á Keflavíkurflugvelli fyrir miðja febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni fjárlaganefndar, Gunnari Svavarssyni, en nefndin fjallaði um málið á fundi sínum í morgun.

Óskar segir nýjan meirihluta ýta málum á undan sér

"Þetta staðfestir það sem ég óttaðist að deiluskipulag miðborgarinnar væri í uppnámi," segir Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokks eftir að meirihlutinn samþykkti á fundi Skipulagsráðs í dag að skipa vinnuhóp og stofna miðborgarteymi vegna endurskoðunar á deiliskipulagi Laugavegsreits.

Fordæmdu pyntingar Bandaríkjamanna

Þingmenn allra flokka fordæmdu í dag pyntingar Bandaríkjamanna í Guantanamo-búðunum og farið var fram á að tillaga Vinstri - grænna um yfirlýsingar frá Alþingi þessa efnis yrði hraðað í gegnum þingið.

Alyson Bailes fær sænska orðu fyrir störf sín

Karl Gústaf Svíakonungur hefur ákveðið að veita Alyson Bailes, sendiherra og gestaprófessor við Háskóla Íslands, viðurkenningu með Stórriddarakrossi hinnar konunglegu sænsku Norðurstjörnuorðu.

Furðuverur á sveimi í borginni

Öskudagurinn er í dag og á þessum degi má búast við að sjá ýmsar furðuverur á sveimi um borg og bæ, syngjandi í von um góðgæti.

Segir hross tekin fram yfir sjómenn

„Það er greinilegt á þessum viðbrögðum að Landhelgisgæslan, með tilliti til þarfa fyrir þyrluaðstoð að hross eru tekin fram yfir sjómenn,“ skrifar Bergþór Gunnlaugsson yfirstýrimaður og afleysingarskiptsjóri á Hrafni GK 111.

Illa farið með hesta

Veðrið hefur verið óblítt við útigangshross undanfarnar vikur. Bæði mikil óveður og svo snjókoma og frost með tilheyrandi jarðbanni.

Árbæjarlaug lokuð um miðjan dag

Lokað er í Árbæjarlaug frá tólf til hálf fimm í dag vegna starfsdags. Laugin verður þá opnuð aftur og verður opin til hálfellefu.

Vilja öll helstu launþegasamtök inn á sama ramma

Samtök atvinnulífsins freista þess nú að fá öll helstu launþegasamtökin til að gangast inn á samningaramma sem þegar liggur fyrir í kjaraviðræðum þeirra við Flóann og Starfsgreinasambandið.

Grindavíkurbær gleymdi að sækja um byggingarleyfi

„Bærinn er nú að byggja þetta sjálfur en það urðu mistök með að afgreiða byggingarleyfið formlega,“ segir Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri í Grindavík um byggingarleyfi sem gleymdist að sækja um fyrir byggingu fjölnota íþrótahúss í bænum.

Ofbeldismaður fékk skilorð vegna seinagangs

Rúmlega þrítugur Vestmanneyingur var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á, kýlt og bitið mann í samkvæmi í Vestmannaeyjum vorið 2006.

Íslenskt félag virkjar í Bosníu og Hersegóvínu

Íslenska orkufyrirtækið Iceland Energy Group hyggst byggja og reka tvær vatnsaflsvirkjanir í Bosníu og Hersegóvínu samkvæmt viljayfirlýsingum sem undirrituð var í síðasta mánuði. Það gerðu Bjarni Einarsson, stjórnarformaður Iceland Energy Group, og Rajko Ubiparip, orkumálaráðherra lýðveldisins.

Hollywood gerir mynd um Bobby Fischer

Ný kvikmynd um Bobby Fischer er í bígerð í Hollywood. Það eru kvikmyndafyrirtækin Universal og Working Title sem hafa komið sér saman um gerð myndarinnar.

Drengur slasaðist á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar

Drengur slasaðist á skíðasvæði Ísfirðinga í kvöld þegar hann lenti á snjótroðara. Drengurinn fékk skurð á höfuðið og heilahristing. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og verður þar til eftirlits.

Níutíu óku of hratt á Eiðisgranda

90 ökumenn sem óku of hratt á Eiðisgranda eftir hádegi í dag eiga von á sektum því brot þeirra voru myndum með löggæslumyndavél.

Umferðaróhapp á Bæjarhálsi

Umferðaróhapp varð á Bæjarhálsi til móts við hús Orkuveitunnar um hálf níu í kvöld. Bíll valt á hliðinna en engin slys urðu á fólki. Að sögn lögreglu er enn óljóst með hvaða hætti óhappið bar að.

Stjórnvöld þvælist ekki fyrir álveri í Helguvík

Norðurál stefnir að því að hefja framkvæmdir við nýtt álver í Helguvík innan fimm mánaða. Samtök atvinnulífsins hafa í viðræðum um aðkomu ríkisvaldsins að lausn kjarasamninga lágt áherslu á að ekki verði lagður steinn í götu þessa verkefnis.

Bræður áfrýja og dómari kærir

Bræður á Akureyri hafa áfrýjað sektarómi héraðsdóms í netbankamáli Glitnis. Dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra vill fjórar milljónir í bætur vegna ummæla sem féllu í fréttum Stöðvar 2 eftir dómsuppsögu.

Kristín Linda nýr forstjóri Umhverfisstofnunar

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að skipa Kristínu Lindu Árnadóttur sem forstjóra Umhverfisstofnunar til næstu fimm ára. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Kristín hefur starfað sem lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun frá 1. september 2007 og gegnir nú starfi sviðsstjóra lögfræði- og stjórnsýslusviðs stofnunarinnar. Hún hefur einnig verið staðgengill forstjóra.

Staðfesti farbann vegna árása á lögreglumenn

Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir tveimur Litháanna sem eru grunaðir um að hafa ráðist á lögreglumenn við skyldustörf í miðbæ Reykjavíkur þann 111. janúar. Samkvæmt úrskurðinum verða þeir í farbanni til 15. febrúar.

Frumvarp um orkumál á leið úr þingflokki á næstu dögum

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í dag að frumvarp Össurar Skarphéðinssonar um orkumál yrði lagt fram á þingi hið fyrsta. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir von á frumvarpinu á næstu dögum.

Tarantúlan fóðruð á músum

Lögreglumönnum í Reykjanesbæ brá nokkuð þegar þeir gerðu leit í húsi þar í bæ. Þeim mætti gríðarstór tarantúla sem húsráðandi hélt sem gæludýr.

Dæmdur fyrir að senda dónamyndir

Karlmaður var dæmdur í 40 daga skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Viðurkenndi maðurinn að hafa sent bæði kyrrmyndir og hreyfimyndir af sjálfum sér nöktum og við kynferðislega athafnir.

Saltkjöt víða á borðum landsmanna

Það er víða saltkjöt og baunir á borðum í dag. Það er til dæmis í Hlíðaskóla nú í hádeginu þar sem sum barnanna voru að smakka þennan herramannsmat í fyrsta skipti.

Sjá næstu 50 fréttir