Innlent

Furðuverur á sveimi í borginni

Öskudagurinn er í dag og á þessum degi má búast við að sjá ýmsar furðuverur á sveimi um borg og bæ, syngjandi í von um góðgæti.

Kynjverurnar voru mættar snemma fyrir utan Kringluna, nokkru áður en verslanir voru opnaðar enda hefur oft gilt á þessum degi að fyrstir koma fyrstir fá. Þar gaf að líta mjólkurfernur, þvottavélar, dekkuð borð og söngelskar vampírur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×