Innlent

Eldur í Nings við Suðurlandsbraut

Slökkvilið var laust eftir klukkan níu kallað að veitingastaðnum Nings við Suðurlandsbraut en þar var tilkynnt um eld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hafði eldurinn kviknað í eldhúsi veitingastaðarins en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvar.

Vel gekk að slökkva eldinn og vinnur slökkvilið nú að því að reykræsta veitingastaðinn. Tveir slökkviliðsbílar voru sendir á staðinn til að byrja með og einnig sjúkrabílar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×