Innlent

Dæmdur fyrir að senda dónamyndir

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Karlmaður var dæmdur í 40 daga skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Viðurkenndi maðurinn að hafa sent bæði kyrrmyndir og hreyfimyndir af sjálfum sér nöktum og við kynferðislegar athafnir.

Ein stúlkan var 16 ára en hinar tvær 17 ára þegar maðurinn átti í samskiptum við þær í gegnum internetið.

Stúlkurnar lugu að manninum að þær væru fimmtán ára en það virtist ekki skipta máli, og voru myndirnar sendar.

Ein stúlkan hafði samband við eiginkonu mannsins og sagði henni frá myndunum. Maðurinn eyddi öllum myndunum úr tölvunni sinni í kjölfarið. Myndirnar fundust hinsvegar í tölvu einnar stúlknanna. Um var að ræða 5 kyrrmyndir og 18 hreyfimyndir.

Eins og fyrr segir fékk maðurinn 40 daga skilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×