Innlent

Alyson Bailes fær sænska orðu fyrir störf sín

Alyson Bailes er gestakennari við HÍ.
Alyson Bailes er gestakennari við HÍ. MYND/GVA

Karl Gústaf Svíakonungur hefur ákveðið að veita Alyson Bailes, sendiherra og gestaprófessor við Háskóla Íslands, viðurkenningu með Stórriddarakrossi hinnar konunglegu sænsku Norðurstjörnuorðu.

Fram kemur í tilkynningu frá sænska sendiráðinu að Bailes sé heimsþekktur fræðimaður á sviði öryggis- og varnarmála. Hún var forstöðumaður Stockholm International Peace Research Institute sem þykir leiðandi á sviði rannsókna um stríð og frið í heiminum.

Hún situr í stjórn Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Bailes starfaði enn fremur í bresku utanríkisþjónustunni og varnarmálaráðuneytinu um langa hríð. 

Madeleine Ströje Wilkens, sendiherra Svíþjóðar, afhendir Balies orðuna við hátíðlega athöfn í sænska sendiráðinu í dag klukkan 18.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×