Innlent

Saltkjöt víða á borðum landsmanna

Það er víða saltkjöt og baunir á borðum í dag. Það er til dæmis í Hlíðaskóla nú í hádeginu þar sem sum barnanna voru að smakka þennan herramannsmat í fyrsta skipti.

Í Sögu daganna segir Árni Björnsson um sprengidaginn: „Sprengidagur er á þriðjudegi 7 vikum fyrir páska. Kjötát á sprengidegi á rætur í kaþólskum sið enda var þetta síðasta tækifærið að borða kjöt fyrir föstuna. Helsti veislukosturinn var lengstum hangikjöt þar sem salt var af skornum skammti. Frá síðari hluta 19. aldar er vitað um saltkjöt og baunir á sprengidag og er sú hefð almenn í dag."

Líklega hafa menn trekið hraustlega til matar síns á sprengidaginn til forna því það virðist hafa gætt nokkurs kvíða við föstuna, ef marka má eftirfarandi vísukorn:

Enginn mátti nefna ket

alla föstuna langa;

hver það af sér heyra lét,

hann var tekinn til fanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×