Innlent

Drengur slasaðist á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar

Frá skíðasvæðinu á Ísafirði.
Frá skíðasvæðinu á Ísafirði.

Drengur slasaðist á skíðasvæði Ísfirðinga í kvöld þegar hann lenti á snjótroðara. Drengurinn fékk skurð á höfuðið og heilahristing. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og verður þar til eftirlits.

Að sögn Úlfars Guðmundssonar, umsjónarmanns skíðasvæðisins var troðarinn stopp þegar drengurinn lenti á honum og skall höfuð hans á beltum tækisins. „Þetta var hræðilegt slys en betur fer var þetta minna leit út fyrir í fyrstu," segir Úlfar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×