Innlent

Borgarstjóri vinni með hagsmunaaðilum að framgangi Sundabrautar

MYND/GVA

Borgarstjórn samþykkit á fundi sínum í gær að árétta þá stefnu að Sundabraut ætti að legga á ytri leið í göngum.

Í samþykktinni er vísað til samþykkta borgarráðs frá 14. desember árið 2006 og rannsókna sem sýna að Sundagöng séu fær kostur. Gerður er fyrirvari um niðurstöðu umhverfismats á þeirri leið.

Samkvæmt samþykktinni var borgarstjóra falið að efna til samráðs við sveitarfélög og aðra hagsmunaðila á Vestur- og Norðvesturlandi um að fundi með þingmönnum viðkomandi kjördæma og aðrar aðgerði til að vinna að framgangi málsins. Er skorað á samgönguráðhertra að taka sem fyrst ákvörðun í málinu.

Fram kemur í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar, að hann hafi lagt fram tillögu að samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær vegna óljóss orðalags í málefnasamningi nýs meirihluta. „Þar sagði að huga þyrfti að leiðarvali Sundabrautar hið fyrsta en hvergi var minnst á jarðgangaleiðina. Því var mikilvægt að hnykkja á því að borgarstjórn stæði enn einhuga í málefnum Sundabrautar þrátt fyrir glundroðann við stjórn borgarinnar. Í samþykkt borgarstjórnar fólst jafnframt áskorun til samgönguráðherra um að taka af skarið um leiðarvalið sem fyrst," segir Dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×