Innlent

Eigendur Ingvars Helgasonar máttu kaupa B&L

MYND/Vilhelm

Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Eignarhaldsfélags Sævarhöfða á Bifreiðum og landbúnaðarvélum í haust.

Fram kemur í úrskurði eftirlitsins að Sævarhöfði eigi Ingvar Helgason, sem er bifreiðaumboð líkt og B&L, og fólu kaupin í sér samruna í skilningi samkeppnislaga.

Eftir athugun sína á samrunanum komst Samkeppniseftirlitið hins vegar að að því að hann myndi ekki raska samkeppni. Því taldi eftirlitið ekki ástæðu til þess að aðhafast frekar í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×