Innlent

Segir hross tekin fram yfir sjómenn

Breki Logason skrifar
Sjómenn að störfum.
Sjómenn að störfum.

„Það er greinilegt á þessum viðbrögðum að Landhelgisgæslan, með tilliti til þarfa fyrir þyrluaðstoð að hross eru tekin fram yfir sjómenn," skrifar Bergþór Gunnlaugsson yfirstýrimaður og afleysingarskiptsjóri á Hrafni GK 111.

Bergþór sendir Landhelgisgæslunni tóninn í aðsendri grein hér á Vísi í dag. Þar fjallar hann um þyrluflug Landhelgisgæslunnar sem bjargaði svöngum hrossum ofan af fjallstindi í vikunni.

Sjómaður á Hrafni GK varð fyrir slysi fyrr í vetur þegar skarst framan af fingri. Bergþór og félagar óskuðu eftir þyrluaðstoð vegna slyssins en var neitað. Þurftu þeir því að sigla í sex tíma með slasaðan sjómanninn til Fáskrúðsfjarðar sem síðan var sendur með sjúkraflugi til Akureyrar.

Bergþór segist alltaf hafa staðið í þeirri meiningu að þyrlan væri sjúkrabíll sjómanna sem hægt væri að leita til ef slys eða veikindi kæmu upp.

Hann undrar sig á vinnubrögðum Landhelgisgæslunnar og fer fram á að gerð verði opinber úttekt á starfsháttum Landhelgisgæslunnar varðandi sjúkraflug.

Grein Bergþórs má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×