Innlent

24 stundir skjótast upp fyrir Moggann í lestri

Ólafur Stephensen, sem hér er til vinstri, er ritstjóri 24 stunda.
Ólafur Stephensen, sem hér er til vinstri, er ritstjóri 24 stunda.

Dagblaðið 24 stundir er komið upp fyrir systurblað sitt, Morgunblaðið, í meðallestri samkvæmt nýrri könnum Capacent Gallup.

Fram kemur á heimasíðu Gallup að meðallestur á hvert tölublað 24 stunda sé 45,8 prósent en 41,7 prósent hjá Morgunblaðinu. Fréttablaðið er hins vegar sem fyrr mest lestna blaði með tæplega 62 prósenta meðallestur.

Tölur Gallup leiða einnig í ljós að nærri 88 prósent aðspurðra lásu eitthvað í Fréttablaðinu þegar könnunin var gerð, tæp 74 prósent eitthvað í 24 stundum og 70,5 prósent eitthvað í Morgunblaðinu. Könnunin fór fram 1. nóvember 2007 til loka janúar í ár og voru 4200 manns í úrtaki Capacent. Svarhlutfall reyndist tæp 62 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×