Fleiri fréttir

Áfengisauglýsingar á netsíðum unglinga

Áfengisauglýsingar á netinu verða sífellt fyrirferðameiri á netsíðum unglinga, þrátt fyrir blátt bann við slíkum auglýsingum hér á landi. Auglýsingarnar hvetja til drykkju unglinga og eru oftast kvenfjandsamlegar. Þetta kom fram á fundi í Neskirkju í dag um netið og siðferði.

Samfylkingin eyddi mestu, VG minnstu

Samfylkingin eyddi mestu fé í auglýsingar fyrir síðustu Alþingiskosningar eða rúmum tuttugu og sjö milljónum króna. Framsóknarflokkurinn kemur þar næst á eftir. Minnstu fé eyddi Vinstri hreyfingin Grænt framboð eða rúmri sautján og hálfri milljón. Þetta má lesa úr nýrri samantekt sem Capacent Gallup birti í dag.

Blés lífi í tveggja ára stelpu

Litlu munaði að tveggja ára telpa drukknaði í sundlauginni að Lágafelli í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Sundlaugarvörður blés í hana lífi eftir að hún hafði verið dregin meðvitundarlaus upp úr lauginni þar sem hún kom niður úr rennibraut.

EFTA dómstóll leyfir auglýsingabann á netspilavítum

Með dómi EFTA dómstólsins er ríkisvaldinu óheimilt að beita markaðshindunum með einkaleyfum í peningahappdrættum, lottói og spilakössum nema með þau skýru markmið að draga úr spilafíkn. Páll Hreinsson, lagaprófessor og stjórnarmaður í Happadrætti Háskólans telur ekki að þessi dómur hrófli við núverandi skipan. Aftur á móti vekji athygli að dómurinn heimili ríkinu að banna auglýsingar á peningaspili á netinu.

Reyk lagði yfir Seláshverfi

Mikinn reyk lagði yfir íbúahverfi í Selási í Reykjavík í dag frá sinueldi á bökkum Elliðaánna. Eldurinn logaði skammt norðan hesthúsahverfisins í Víðidal. Það tók slökkvilið um 45 mínútur að slökkva bálið en eftir situr svartur gróður og eyðilagt fuglavarp á svæðinu en þarna verpa margar tegundir mófugla.

Álversáhugi í Ölfusi

Bæjaryfirvöld Þorlákshafnar eru mjög jákvæð gagnvart því að fá til sín nýtt álver Alcan. Fulltrúar Alcan voru í Þorlákshöfn í gær og ræddu möguleika þess að reisa 280 þúsund tonna álver á staðnum. Forgangur Alcan að orku hjá Landsvirkjun, sem tryggð var vegna stækkunarhugmynda í Straumsvík, rennur úr gildi eftir mánuð.

Sigrún ekki vanhæf

Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu olíufélagana þriggja, Kers, Olíuverslunar Íslands og Skeljungs þess efnis að skipaður dómari í máli félaganna gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu, Sigrún Guðmundsdóttir, víki sæti vegna vanhæfis.

Hæstiréttur snýr við úrskurði héraðsdóms

Hæstiréttur féllst í dag á kröfu Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að maður skyldi sæta gæsluvarðhaldi fyrir rán og ölvunarakstur til 25. júní. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður synjað sömu kröfu.

Vatnajokull.is á kínversku

Ferðamálafrömuðurinn Guðbrandur Jóhannsson sem á og rekur fyrirtækið Vatnajökul Travel hefur látið þýða heimasíðu sína vatnajokull.is <http://www.vatnajokull.is/> á kínversku. Ekki er algengt að íslenskir vefir séu þýddir á það mál, en Guðbrandur segir að þetta sé gert vegna vaxandi áhuga Kínverja á landinu og þá sérstaklega á S-Austur horninu.

Ný frumvörp boða breytingar á reglum fjármálamarkaðar

Viðskiptaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn þrjú frumvörp til sem munu hafa töluverð áhrif á fjármálamarkað hér á landi nái þau fram að ganga. Þetta kemur fram Vegvísi greiningar Landsbankans. Frumvörpin fela meðal annars í sér margvíslegar breytingar á fjárfestingarráðgjöf og að fyllri ákvæði verði sett um hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja.

EFTA dómur hefur ekki áhrif á fjárhættustarfsemi á Íslandi

Ólíkleg er að dómur EFTA dómstólsins í tengslum við rekstur fjárhættustarfsemi í Noregi muni hafa áhrif hér á landi að mati framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Hann segir dóminn undirstrika það sem áður hefur komið fram og málið sé í höndum stjórnvalda líkt og áður fyrr. Framkvæmdastjóri Íslandsspila, sem rekur spilakassa Rauða krossins, segir dóminn engin áhrif hafa á sinn rekstur.

Taka á sig krók vegna framkvæmda við Alþingishús

Þingmenn, ráðherrar, forseti og biskup landsins þurfa að taka á sig krók að lokinni þingsetningarathöfn í Dómkirkjunni á morgun þegar gengið verður til þinghússins. Það er vegna viðgerða á Alþingishúsinu.

Slökkvistarfi lokið í Víðidal

Slökkviliðið hefur lokið við að slökkva sinuelda sem kviknuðu í Víðidal fyrr í dag. Það var lögregla sem tilkynnti slökkviliði um eldinn en hann logaði rétt ofan við vatnsveitubrúna, neðan við hesthúsahverfið í dalnum.

Bann gegn einkarekinni fjárhættustarfsemi mögulega ólögleg

Vafasamt er að meina einkaaðilum að bjóða upp á happdrætti og fjárhættuspil á meðan slíkur rekstur er leyfður án hindrana í góðgerðarskyni. Þetta kemur fram í dómi EFTA dómstólsins varðandi norska löggjöf um happdrætti, veðmál og fjárhættuspil. Dómurinn gerir þá kröfu að löggjöf sem byggir á markaðshindrunum í þessum efnum endurspegli raunverulegan vilja til að fækka tækifærum til spilamennsku.

Sinueldar á bökkum Elliðaánna -varpsvæði í hættu

Slökkviliðið berst nú við sinuelda í Víðidal. Eldarnir loga rétt ofan við vatnsveitubrúna, neðan við hesthúsahverfið. Reyk leggur yfir íbúðarhús í Seláshverfi. Talið er nokkuð víst þarna hafi verið kveikt í. Það getur verið hættulegur leikur svona nálægt mannabyggð. Þarna er til dæmis leiksvæði barna.

Vanskil aukast hjá fyrirtækjum

Vanskil fyrirtækja hafa aukist um tæplegan helming á síðastliðnum tveimur árum samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Vanskil fyrirtækja jukust um 0,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Á sama tíma lækka vanskil einstaklinga á milli ára. Aukning í vanskilum fyrirtækja tengist fyrst og fremst yfirdráttarlánum.

Ávextir síðustu Ástarviku líta dagsins ljós

Bolvíkingar geta glaðst þessa dagana því ávextir síðustu Ástarviku, tvö börn, litu dagsins ljós í mánuðinum. Markmið ástarvikunnar er meðal annars að fjölga íbúum í sveitarfélaginu og er óhætt að segja að heimturnar í ár hafi verið betri en í fyrra en þá kom ekkert barn í heiminn.

Kambur selur Halla Eggerts

Kambur á Flateyri hefur handsalað sölu á tveimur af bátum sínum til fyrirtækja á norðanverðurm Vestjföðrum. Eftir því sem fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði er um að ræða bátana Halla Eggerts ÍS og Kristján ÍS.

Lítið borið á geitungum í vor

Minna hefur borið á geitungum í vor miðað sama tímabil í fyrra og lítið um útköll vegna geitungabúa að sögn meindýraeyða. Þeir segja kuldakastið í byrjun maímánaðar hugsanlega haft áhrif á geitungastofninn hér á landi en alls ekki útilokað að hann muni taka við sér seinna í sumar.

Segir vinnubrögð við neðri hluta Þjórsár hefðbundin

Landsvirkjun segir það eðileg vinnubrögð að semja við landeigendur við neðri hluta Þjórsár samhliða því að að hanna virkjanir á staðnum. Þessi vinnubrögð séu í samræmi við starfshætti fyrirtækisins á öðrum virkjanasvæðum í gegnum tíðina.

Áfengisauglýsingar sífellt fyrirferðarmeiri á netsíðum unglinga

Áfengisauglýsingar á netinu verða sífellt fyrirferðameiri á netsíðum unglinga. Þær geta skekkt mynd þeirra af því hvað telst hófleg áfengisneysla. Auk þess eru auglýsingarnar oftast kyngerðar og byggja upp kvenfjandsamlega ímynd. Þetta kom fram á morgunverðarfundi í Neskirkju um netið og siðferði.

Slysahætta mest á Reykjanesbraut

Flest umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þess árs urðu á Reykjanesbraut eða alls 105 samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Fjölgaði þeim um 13 miðað við sama tímabil í fyrra. Auk Reykjanesbrautar skipa Miklabraut, Bústaðavegur, Hringbraut og Vesturlandsvegur hóp þeirra gatna þar sem umferðaróhöpp eru tíðust.

Funduðu um byggingu álvers Alcan í Þorlákshöfn

Fulltrúar Alcan í Straumsvík áttu fund með sveitarstjónarmönnum í Þorlákshöfn í gær til að kanna möguleikann á því að reisa nýtt 280 þúsund tonna álver þar. Viðmót Þorlákshafnarbúa gagnvart álveri er allt annað en Hafnfirðinga - segir talsmaður Alcan.

Dæmdur fyrir líkamsárás og ölvunarakstur

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo skilorðsbundna, í Héraðsdómir Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás og ölvunarakstur. Hann var jafnramt dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu rúmlega 150 þúsund krónur í skaðabætur og enn fremur var hann sviptur ökurétti ævilagt.

Setja 400 milljónir í endurbætur á götum og gangstéttum

Áætlað er að endurbætur á götum og gangstéttum á Seltjarnarnesi muni kosta um 400 milljónir króna. Framkvæmdunum er skipt upp í fjóra áfanga sem kláraðir verða á næstu fjórum árum. Búið er að bjóða fyrsta áfangann út en hann nær til endurnýjunar á gangstéttum á Sæbraut, Sólbraut, Selbraut og Skerjabraut.

Alþingi kemur saman á morgun

Alþingi kemur saman á morgun í fyrsta skipti eftir kosningar. Að venju hefst þingsetning með guðþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13.30 en að henni lokinni ganga alþingismenn fylktu liði ásamt forseta Íslands, biskupi og ráðherrum til þinghússins. Þar mun forseti svo setja 134. löggjafarþing Íslendinga.

Stúdentar vilja skýr svör frá ríkisstjórninni

Ríkisstjórnin þarf að svara því hvort hún hyggist taka upp skólagjöld við opinbera háskóla á kjörtímabilinu að mati stjórnar Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Stúdentaráði. Ráðið gagnrýni að ekki sé tekin afstaða gegn skólagjöldum í opinberum háskólum í stjórnarsáttmálanum og ekki sé minnst einu orði á jafnrétti til náms.

Tveggja ára hætt komin í sundlaug

Tveggja ára stúlkubarn var hætt komið í sundlaug Íþróttamiðstöðvarinnar að Lágafelli í Mosfellsbæ, í gærkvöldi. Stúlkan var þar ásamt móður sinni og eldri systur. Hún var að leika sér í vatnsrennibraut laugarinnar og kom ekki úr kafi eftir eina ferðina.

Barist gegn ofbeldi og fíkniefnum í Reykjanesbæ

Yfirvöld í Reykjanesbæ og forsvarsmenn skemmtistaða í bænum skrifuðu í dag undir samning um nýjar leiðir í vörnum gegn ofbeldi of fíkniefnanotkun í bæjarfélaginu. Frá þessu er greint á heimasíðu Víkurfrétta. Meðal fyrirhugaðra aðgerða er styttri opnunartími og beint samband á milli dyravarða og lögreglu.

Jeppi ók aftan á fólksbíl og valt í kjölfarið

Árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi nú fyrir stundu þegar jeppi og fólksbifreið skullu saman. Jeppinn virðist hafa ekið aftan á bílinn og oltið í kjölfarið. Óhappið átti sér stað við aðreinina inn á Kársnesbraut í Kópavogi. Sjúkralið kom óvenju fljótt á vettvang, því sjúkrabíll átti leið hjá rétt eftir að slysið hafði átt sér stað.

Nordica verður hlekkur í Hilton keðjunni

Icelandair Hotels, dótturfyrirtæki Icelandair Group og Hilton Hotels Corporation hafa gert með sér samning þess efnis að Nordica hótelið í Reykjavík verði hluti af Hilton hótelkeðjunni og heiti framvegis "Hilton Reykjavik Nordica".

Impregilo vísar ásökunum á bug

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo sendi í kvöld frá sér ítarlega tilkynningu vegna meintra ásakana sem fyrirtækið segir að bornar hafi verið á það að undanförnu. Impregilo segir um rangfærslur að ræða.

Mikill verðmunur á milli skólamötuneyta

Neytendastofa hefur gert verðkönnun í skólamötuneytum um land allt. Í könnuninni kemur margt fróðlegt fram en sérstaklega var kannað hvort skýrir skilmálar væru í gildi í grunnskólum um verðmyndun og verðlagningu. Í ljós kom að algengt er að skilmálar séu óljósir um kostnaðarskiptinguna á milli hráefnis og annars kostnaðar við máltíðirnar.

Portúgalski sendiherrann á leið til landsins

Sendiherra Portúgals í Noregi hefur boðað komu sína til Íslands til að kanna aðstæður landa sinna á Kárahnjúkum. Fyrrverandi verkamenn þar líkja starfinu við þrælahald. Upplýsingafulltrúi Impregilo býður sendiherrann velkominn á Kárahnjúka.

Prjónar og málar - einhent

Hún er í sextíu prósent vinnu við að kenna geðfötluðum - án þess að þiggja laun. Hún málar og prjónar - með einni hendi. Catherine Ness er engin venjuleg kona.

Stjórnarandstaðan gagnrýnir breytingatillögur ríkisstjórnarinnar

Stjórnarandstaðan gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar um breytingar á nefndarskipan Alþingis til samræmis við breytingar á lögum um stjórnarráð Íslands. Þá telur formaður Framsóknarflokksins ekki skynsamlegt að færa landbúnaðarháskólana frá landbúnaðarráðuneyti yfir til menntamálaráðuneytisins.

Ríkið hefur betur í þjóðlenduúrskurðum

Óbyggðanefnd kvað upp úrskurði í fimm þjóðlendumálum á Norðausturlandi í dag. Stór hluti af kröfum fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisins, var tekinn til greina og eignarlandskröfum þar með að talsverðu leyti hafnað.

Viðskiptaráðherra ekki mótfallinn kynjakvóta

Nýr viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, vill skoða þann möguleika að beita lagasetningu til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja. Til að ná stórstígum framförum, segir hann, þarf stundum róttækar aðgerðir.

Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni með hvalveiðum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með hvalveiðum Íslendinga. Hún segir að aðrir en hún hafi nestað sendinefnd Íslands á þing Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem nú stendur yfir.

Sjá næstu 50 fréttir