Innlent

Jeppi ók aftan á fólksbíl og valt í kjölfarið

Árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi nú fyrir stundu þegar jeppi og fólksbifreið skullu saman. Jeppinn virðist hafa ekið aftan á bílinn og oltið í kjölfarið. Óhappið átti sér stað við aðreinina inn á Kársnesbraut í Kópavogi. Sjúkralið kom óvenju fljótt á vettvang, því sjúkrabíll átti leið hjá rétt eftir að slysið hafði átt sér stað.

Að sögn lögreglu urðu einhver meiðsl á farþegum en þau munu ekki hafa verið alvarleg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×