Innlent

Stúdentar vilja skýr svör frá ríkisstjórninni

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. MYND/HARI

Ríkisstjórnin þarf að svara því hvort hún hyggist taka upp skólagjöld við opinbera háskóla á kjörtímabilinu að mati stjórnar Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Stúdentaráði. Ráðið gagnrýni að ekki sé tekin afstaða gegn skólagjöldum í opinberum háskólum í stjórnarsáttmálanum og ekki sé minnst einu orði á jafnrétti til náms.

Í yfirlýsingu Stúdentaráðs kemur fram að ráðið sé sammála þeirri sýn ríkisstjórnarinnar að íslenska menntakerfið eigi að vera í fremstu röð og að íslenskt atvinnulíf eigi að einkennast af þekkingarsköpun. Ráðið leggur þó áherslu á að jafnrétti til náms verði ekki skert til þess að ná þessum markmiðum

Þá fagnar stjórn Stúdentaráðs því að ríkisstjórnin ætli að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Hvetur ráðið ríkisstjórnina til að hafa vítækt samráð við hagsmunafélög stúdenta þegar að þeirri endurskoðun kemur. Ráðið fagnar ennfremur þeirri áherslu sem lögð er á kynjajafnrétti í stjórnarsáttmálanum og hvetur ríkisstjórnina til að afnema launaleynd sem allra fyrst.

Þá fagnar stjórn Stúdentaráðs því að ríkisstjórnin ætli að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Hvetur ráðið ríkisstjórnina til að hafa vítækt samráð við hagsmunafélög stúdenta þegar að þeirri endurskoðun kemur. Ráðið fagnar ennfremur þeirri áherslu sem lögð er á kynjajafnrétti í stjórnarsáttmálanum og hvetur ríkisstjórnina til að afnema launaleynd sem allra fyrst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×