Innlent

Barist gegn ofbeldi og fíkniefnum í Reykjanesbæ

Yfirvöld í Reykjanesbæ og forsvarsmenn skemmtistaða í bænum skrifuðu í dag undir samning um nýjar leiðir í vörnum gegn ofbeldi of fíkniefnanotkun í bæjarfélaginu. Frá þessu er greint á heimasíðu Víkurfrétta. Meðal fyrirhugaðra aðgerða er styttri opnunartími og beint samband á milli dyravarða og lögreglu.

Þá hafa veitingamenn skuldbundið sig til þess að tryggja einn til tvo dyraverði á hverjum stað og að dyraverðir skuli sækja námskeið um grundvallaratriði í dyravörslu. Dyraverðir munu verða einkennisklæddir, í beinu talstöðvarsambandi við lögreglu og skulu þeir vera af báðum kynjum.

Á meðal annara úrræða má nefna, að gerist einstaklingur ítrekað brotlegur á skemmtistað missir hann sjálfkrafa aðgang að öðrum skemmtistöðum bæjarins.

Á heimasíðu Víkurfrétta má lesa nánar um samkomulagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×