Stjórnarandstaðan gagnrýnir breytingatillögur ríkisstjórnarinnar 29. maí 2007 18:46 Stjórnarandstaðan gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar um breytingar á nefndarskipan Alþingis til samræmis við breytingar á lögum um stjórnarráð Íslands. Þá telur formaður Framsóknarflokksins ekki skynsamlegt að færa landbúnaðarháskólana frá landbúnaðarráðuneyti yfir til menntamálaráðuneytisins. Formenn stjórnarflokkanna áttu fund með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi í dag, til að kynna þeim hvað ríkisstjórnin hefur áhuga á að koma í gegnum Alþingi á sumarþingi sem hefst á fimmtudag. Viðamesta málið er frumvarp um breytingar á stjórnarráði Íslands vegna uppstokkunar á verkefnum ráðuneyta í hinni nýju ríkisstjórn. Sumarþing að loknum kosningum eru haldin til að skipa í embætti þingsins og koma þingstörfum af stað. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að leggja nokkur mál fyrir þingið nú, sem ekki er víst að renni jafn ljúflega í gegnum Alþingi og ríkisstjórnin óskar sér. Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna segir að vanda beri til breytinga á lögum um stjórnarráð Íslands. Í sama streng taka formenn Frjálslynda flokksins og Framsóknarflokksins. Þá hefur Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins efasemdir um tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á nefndarskipan Alþingis í samræmi við breytingar á verkefnum ráðuneyta. Guðjón segir að ríkisstjórnin sé að tala um að skipta upp efnahags- og viðskiptanefnd og leggja niður landbúnaðarnefnd til samræmis við breytingar á verkefnum ráðuneyta, en nefndarbreytingarnar taki ekki gildi fyrr en um áramót. Stjórnin vilji að veitt verði afbrigði á Alþingi til að afgreiða þetta og síðan verði kosið í nefndirnar að því loknu. Geir H Haarde forsætisráðherra segir þetta vera eitt af þeim málum sem menn séu að skoða. Hann hefur ekki áhyggjur af því að ríkisstjórnin komi málum ekki í gegnum þingið, enda hafi hún góðan meirihluta þar. Hins vegar sé það vilji hans að vinna þessi mál í góðri samvinnu við stjórnarandstöðuna. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins telur rangt að færa landbúnaðarháskólana frá landbúnaðarráðuneytinu yfir til menntamálaráðuneytisins og skógrækt og landgræðslu úr landbúnaðarráðuneytinu yfir til umhverfisráðuneytisins. Formaður Frjálslynda flokksins telur að þingið geti staðið allt fram að þjóðhátíð, eða í rúman hálfan mánuð. Forsætisráðherra segist ekki hafa sett nein tímamörk í þessu sambandi. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar um breytingar á nefndarskipan Alþingis til samræmis við breytingar á lögum um stjórnarráð Íslands. Þá telur formaður Framsóknarflokksins ekki skynsamlegt að færa landbúnaðarháskólana frá landbúnaðarráðuneyti yfir til menntamálaráðuneytisins. Formenn stjórnarflokkanna áttu fund með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi í dag, til að kynna þeim hvað ríkisstjórnin hefur áhuga á að koma í gegnum Alþingi á sumarþingi sem hefst á fimmtudag. Viðamesta málið er frumvarp um breytingar á stjórnarráði Íslands vegna uppstokkunar á verkefnum ráðuneyta í hinni nýju ríkisstjórn. Sumarþing að loknum kosningum eru haldin til að skipa í embætti þingsins og koma þingstörfum af stað. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að leggja nokkur mál fyrir þingið nú, sem ekki er víst að renni jafn ljúflega í gegnum Alþingi og ríkisstjórnin óskar sér. Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna segir að vanda beri til breytinga á lögum um stjórnarráð Íslands. Í sama streng taka formenn Frjálslynda flokksins og Framsóknarflokksins. Þá hefur Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins efasemdir um tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á nefndarskipan Alþingis í samræmi við breytingar á verkefnum ráðuneyta. Guðjón segir að ríkisstjórnin sé að tala um að skipta upp efnahags- og viðskiptanefnd og leggja niður landbúnaðarnefnd til samræmis við breytingar á verkefnum ráðuneyta, en nefndarbreytingarnar taki ekki gildi fyrr en um áramót. Stjórnin vilji að veitt verði afbrigði á Alþingi til að afgreiða þetta og síðan verði kosið í nefndirnar að því loknu. Geir H Haarde forsætisráðherra segir þetta vera eitt af þeim málum sem menn séu að skoða. Hann hefur ekki áhyggjur af því að ríkisstjórnin komi málum ekki í gegnum þingið, enda hafi hún góðan meirihluta þar. Hins vegar sé það vilji hans að vinna þessi mál í góðri samvinnu við stjórnarandstöðuna. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins telur rangt að færa landbúnaðarháskólana frá landbúnaðarráðuneytinu yfir til menntamálaráðuneytisins og skógrækt og landgræðslu úr landbúnaðarráðuneytinu yfir til umhverfisráðuneytisins. Formaður Frjálslynda flokksins telur að þingið geti staðið allt fram að þjóðhátíð, eða í rúman hálfan mánuð. Forsætisráðherra segist ekki hafa sett nein tímamörk í þessu sambandi.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira