Innlent

Samfylkingin eyddi mestu, VG minnstu

Samfylkingin eyddi mestu fé í auglýsingar fyrir síðustu Alþingiskosningar eða rúmum tuttugu og sjö milljónum króna. Framsóknarflokkurinn kemur þar næst á eftir. Minnstu fé eyddi Vinstri hreyfingin Grænt framboð eða rúmri sautján og hálfri milljón. Þetta má lesa úr nýrri samantekt sem Capacent Gallup birti í dag.

Capacent Gallup hefur tekið saman tölur um hversu miklu fé allir stjórnmálaflokkarnir eyddu í auglýsingar fyrir síðustu Alþingiskosningar frá 27.mars síðastliðnum til og með 12. maí, kjördegi sjálfum. Samfylkingin eyddi mestu fé í auglýsingar í blöðum, útvarpi og sjónvarpi fyrir kosningarnar eða um tæpum 27 milljónum og 370 þúsund krónum.

Fast á hæla Samfylkingar kemur Framsóknarflokkurinn með tæpar 27 milljónir og eitt hundrað þúsund króna. Frjálslyndi flokkurinn kemur þar á eftir en hann eyddi tæpum 20 milljónum og 520 þúsundum og Sjálfstæðisflokkur eyddi tæpum 20milljónum og fimm hundruð þúsundum króna.

Vinstri hreyfingin grænt framboð eyddi minnstu fé í auglýsingar eða rúmum 17 milljónum og fimmhundruð þúsundum. Mestu auglýsingafé eyddu flokkarnir í birtingu auglýsinga í blöðum og minnsta féð fór í auglýsingar í útvarpi hjá öllum flokkum.

Framsóknarflokkurinn eyddi hins vegar áberandi mestu fé af öllum flokkunum í auglýsingar í sjónvarpi eða tæpum fimmtán milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×