Fleiri fréttir Hringrás sýknuð af skaðabótakröfu slökkviliðsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag endurvinnslufyrirtækið Hringrás af kröfu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna mikils bruna sem varð á athafnasvæði Hringrásar í nóvember 2004. Slökkvilið krafði fyrirtækið um rúmar 25,6 milljónir króna. 29.5.2007 16:32 Skemmdir unnar á öryggisbúnaði í jarðgöngum Unnin hafa verið nokkur spellvirki á öryggisbúnaði jarðganganna um Breiðdals- og Botnsheiði undanfarna daga. Fimm slökkvitæki hafa verið tæmd og flutt til innan ganganna og þá hefur sóðaskapur í göngunum aukist umtalsvert. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta. 29.5.2007 15:57 Vilja nýjar lausnir í þjófnaðarmálum Æskilegt er að hér á landi verði tekin upp svokölluð borgaraleg sátt þegar kemur að þjófnaði í verslunum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin telja að með því megi spara lögreglunni sporin en jafnframt að þetta leiði til aukinnar hagræðingar fyrir verslunarfyrirtæki. Samtökin hafa sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem lagt er til að þessi leið verði skoðuð. 29.5.2007 15:23 HR og JPV semja um útgáfu fræðirita Háskólinn í Reykjavík og JPV útgáfa hafa samið um samstarf um útgáfu fræðirita starfsmanna Háskólans í Reykjavík. 29.5.2007 14:58 Strengdi kaðal þvert yfir götu sér til gamans Bifreið skemmdist illa á veginum um Syðridal í Bolungarvík á laugardaginn þegar ökumaður hennar keyrði á nælonkaðal sem búið var að strengja yfir götuna. Ungur drengur viðurkenndi seinna að hafa gert sér þetta að leik en ekki áttað sig á þeirri hættu sem þetta skapaði. 29.5.2007 14:42 Ögmundur áfram þingflokksformaður Vinstri - grænna Ögmundur Jónasson verður þingflokssformaður Vinstri grænna á komandi kjörtímabili en þingflokkurinn skipti í dag með sér verkum. Varaformaður þingflokksins verður Katrín Jakobsdóttir og ritari er Kolbrún Halldórsdóttir. 29.5.2007 14:40 Sektaður fyrir vörslu barnakláms Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt karlmannn til að greiða 250 þúsund krónur í sekt fyrir vörslu barnakláms. Efnið, alls 54 ljósmyndir og ein hreyfimynd, fannst í tölvu mannsins en lögregla gerði húsleit á heimili hans eftir að alþjóðalögreglan Interpol hafði tilkynnt henni um að maðurinn hefði sótt sér efnið. 29.5.2007 14:04 Metaðsókn á Listahátíð Reykjavíkur Talið er að yfir 180 þúsund manns hafi sótt viðburði á vegum Listahátíðar Reykjavíkur sem lauk um síðustu helgi samkvæmt tilkynningu frá Listahátíðinni. Munar þar mest um ferðir risessunar og risans um borgina en áætlað er að allt að 150 þúsund manns hafi séð til ferða feðginanna sem einnig var lokaviðburður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi Pas? Frá upphafi hafa aldrei jafn margir sótt viðburði Listahátíðarinnar. 29.5.2007 14:02 Mótmæla breytingum á leiðarkerfi S5 Þjónusta við íbúa Árbæjarhverfis mun skerðast verulega gangi boðaðar breytingar á leiðarkerfi hraðleiðar Strætó bs. númer S5 eftir. Þetta kemur fram í bókun sem fulltrúar Samfylkingar og Frjálslynda flokksins hafa lagt fram í borgarstjórn. Þeir segja einboðið að breytingarnar bitni fyrst og fremst á námsmönnum. 29.5.2007 13:33 Ásakanir Steingríms tilhæfulausar Ásakanir Steingríms Sævarrs Ólafssonar, umsjónarmanns Íslands í dag, um að Ríkisjónvarpið standi í hótunum við fólk eru tilhæfulausar og rangar að sögn Þórhalls Gunnarsson, ritstjóra Kastljóss. Hann segist ekki blanda saman störfum sínum sem ritstjóri Kastljóss og dagskrástjóri RÚV. Þorsteinn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður, segir Ríkissjónvarpið ekki hafa beitt sig þrýstingi. 29.5.2007 12:51 Tannlæknar samþykkja samning við HTR Tannlæknafélag Íslands samþykkti í póstkosningu samning við samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um tannlækningar tveggja aldurshópa. 29.5.2007 12:47 Kona flutt á slysadeild eftir bruna á Nesinu Kona á sextugsaldri var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í íbúð við Eiðismýri á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í morgun. Að sögn slökkviliðs kviknaði eldurinn út frá feiti sem var á pönnu á eldavél og náði hann að læsa sig í eldhúsinnréttinguna. 29.5.2007 12:35 Tveggja enn leitað vegna líkamsárásar Eftir handtökur lögreglu í gær á nú aðeins eftir að hafa upp á tveimur meintum árásarmönnum eftir hrinu líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt. 29.5.2007 12:30 Jól og páskar hjá sjómönnum Sjómenn segja að nú séu jól og páskar í senn því bæði kolmunni og norsk-íslensk síld eru gengin inn í fiskveiðilögsöguna í veiðanlegu magni. 29.5.2007 12:23 Stjórn og stjórnarandstaða funda um sumarþing Forystumenn stjórnarflokkanna hitta forystumenn stjórnarandstöðunnar í dag til að ræða fyrirkomulag sumarþings sem kemur saman á fimmtudag. Ríkisstjórnin hyggst leggja fram aðgerðaráætlun í málefnum barna og frumvarp til breytingar á lögum um ráðuneyti þar sem verkefni færast á milli. 29.5.2007 11:53 Sektaðir fyrir að standa fyrir drykkjukeppni Uppákoman „Brjáluð Skothelgi" sem haldin var á veitingastaðnum Bar-inn á Sauðárkróki í fyrravetur hlaut þann endi í Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki í morgun að báðir veitngamennirnir voru dæmdir til fjársekta. 29.5.2007 11:49 Segir Ríkissjónvarpið hóta viðmælendum Ríkisjónvarpið beitir hótunum til að koma í veg fyrir að viðmælendur fari í viðtal í Íslandi í dag í stað Kastljóss. Þetta kemur fram á bloggsíðu Steingríms Sævarrs Ólafssonar, umsjónarmanns Íslands í dag. Hann segir Ríkissjónvarpið hafa hótað að hætta við að kaupa kvikmynd af manni sem var búinn að lofa að mæta í viðtal í Íslandi í dag. 29.5.2007 11:33 Stytta opnunartíma skemmtistaða til að draga úr ofbeldi Opnunartími skemmtistaða í Reykjanesbæ verður styttur og dyravarsla aukin samkvæmt nýju samkomulagi bæjaryfirvalda, lögreglunnar og eigenda skemmtistaða þar í bæ. Markmiðið er að draga úr ofbeldi og fíkniefnaneyslu á skemmtstöðum í bæjarfélaginu. Einstaklingar sem ítrekað eru til vandræða verður framvegis meinuð aðganga að veitingastöðum. 29.5.2007 11:12 Einar Karl verður aðstoðarmaður Össurar Össur Skarphéðinsson, nýr iðnaðarráðherra, hefur ráðið Einar Karl Haraldsson sem aðstoðarmann sinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. 29.5.2007 11:07 Útlensk fiskiskip hreinsa upp miðin Íslenskum línuskipum reynist erfitt að fóta sig á keilumiðunum fyrir sunnan land vegna erlendra fiskiskipa. Skipstjóri á línuskipinu Sighvati GK segir færeysk og norsk línuskip raða sér á kantana suður af landinu og hreinsa upp miðin áður en íslensku skipin koma á vettvang. 29.5.2007 10:26 Mikið um hraðakstur við Akranes í síðustu viku Lögreglan á Akranesi stöðvaði 67 ökuþóra í síðustu viku vegna hraðaksturs. Þeir sem óku hraðast mældust á allt að 133 kílómetra hraða á klukkustund. 29.5.2007 10:15 Sýknaðir af smygli á yfir 800 e-töflum Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag tvo karlmenn af ákæru um smygla á ríflega 800 e-töflum til landsins frá Hollandi í nóvember í fyrra. 29.5.2007 10:12 Sekt fyrir að sigla óhaffærum bát Karlmaður var í Héraðsdómi Vestfjarðar í dag dæmdur til að greiða 20 þúsund krónur í sekt fyrir að sigla bát sem ekki hafði haffærisskírteini. Landhelgisgæslan stöðvaði bátinn við veiðar. 29.5.2007 10:05 Bíll við bíl á suðurleið Fólk streymir enn inn til borgarinnar og að sögn lögreglu í Borgarnesi hefur lítið dregið úr henni eftir því sem liðið hefur á daginn. Allt hefur þó gengið vel og engin óhöpp átt sér stað. 28.5.2007 20:49 Heimakærar lundapysjur Það er alkunna að sumir atburðir eru árstíðabundnari en aðrir. Einn slíkra atburða er koma lundapysjanna á haustin. Á þessu eru þó til undantekningar eins og Gísli Óskarsson, fréttaritari Stöðvar 2 í Vestmannaeyjum komst að þegar lundapysjum var sleppt nú á vordögum í Stórhöfða. 28.5.2007 18:46 Fyrsta ferð sumarsins út í Drangey Farið var í fyrstu ferð sumarsins til Drangeyjar í gær, þessar litlu eyju sem er smátt og smátt að hverfa, en hún ræður töluverðu um stærð efnahagslögsögu landsins. Viggó Viggósson, okkar maður á Sauðárkróki slóst í för. 28.5.2007 18:30 Mikið lemstraður eftir árás í miðbænum Maður á sjötugsaldri er mikið lemstraður eftir hörkulega líkamsárás í miðborginni aðfararnótt sunnudags. Maðurinn er svo miður sín eftir árásina að hann er hættur við umsókn sína um íbúð fyrir aldraða í miðbænum. 28.5.2007 18:00 Þung umferð á leið til borgarinnar Þung umferð er nú á Suður- og Vesturlandsvegi. Fólk er að snúa til baka eftir langa helgi en að sögn lögreglu hafa hlutirnir gengið vel fyrir sig og engin óhöpp átt sér stað. Lögregla er með stöðugt eftirlit á helstu umferðaræðum. 28.5.2007 17:26 Íslendingur fyrsti erlendi nemandinn í CSI skóla Íslenskur lögreglumaður, Jóhann Eyvindsson er nú að læra réttarrannsóknir eins og Íslendingum eru að góðu kunnar úr sjónvarpsþáttunum CSI. Jóhann er fyrsti útlendingurinn sem fær inngöngu í skólann en það er háskólinn í Tennessee sem stendur að náminu. 28.5.2007 16:47 Garðar Thor söng fyrir þúsundir á Wembley Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes söng í dag á Wembley fyrir tugþúsundir áhorfenda á leik Derby og West Bromwich Albion en liðin bitust um hvort þeirra eigi að leika í efstu deild í ensku knattspyrnunni að ári. 28.5.2007 15:25 Ólafur sakaður um kafbátahernað Það stefnir í formannsslag í Landssambandi eldri borgara um næstu helgi. Ólafur Ólafsson lýsti því yfir í vetur að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til formennsku en hefur nú skipt um skoðun. Þetta segir Helgi Hjálmsson sem er formannsefni kjörnefndar. Hann sakar Ólaf um kafbátahernað. 28.5.2007 13:01 Auka þarf sýnilega löggæslu Dóttir tæplega sjötugs manns sem ráðist var á við Laugaveg síðast liðið laugardagskvöld, telur þörf á aukinni sýnilegri löggæslu í miðborginni. Maðurinn er með þrjá skurði á höfði, er nefbrotinn og rifbeinsbrotinn. 28.5.2007 12:00 Skíðafæri fyrir norðan Það er hægt að bregða sér á skíði í dag. Opið verður í Hlíðarfjalli til klukkan tvö. Skíðafærið er gott og nægur snjór. Þetta er síðasta skíðahelgin nyrðra svo framalega sem sumarið sé handan við hornið. 28.5.2007 11:32 Árásarmanni sleppt að lokinni skýrslutöku Maðurinn sem handtekinn var vegna árásar á annan mann á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs hefur verið látinn laus. Ekki þótti ástæða til að hneppa manninn í gæsluvarðhald og var honum sleppt að lokinni skýrslutöku. 28.5.2007 11:22 Við það að renna út í Jökulsárlón Minnstu munaði að bíll færi út í Jökulsárlón í gær þegar eigandinn brá sér út til þess að smella myndum af lóninu. Hann gleymdi að setja bílinn í handbremsu og rann hann af stað og stöðvaðist ekki fyrr en á stórum steini á bakka lónsins. 28.5.2007 10:30 Fundu fíkniefni innvortis í þremur stúlkum í gær Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær bíl við venjubundið eftirlit. Ökumaðurinn var próflaus og undir áhrifum vímuefma. Með í för var 17 ára stúlka og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var með fíkniefni innvortis sem smygla átti á Litla-Hraun. Í Borgarnesi fann lögreglan svo 45 grömm af kókaíni við keimlíkar aðstæður. 28.5.2007 09:54 Deep Purple lofar dúndurfjöri Stórtónleikar í Laugardalshöll verða haldnir í Laugardalshöll þar sem Íslandsvinirnir í Uriah Heep og Deep Purple ætla að leika öll sín frægustu lög. Bassaleikari Deep Purple lofar óvæntri uppákomu í kvöld. 27.5.2007 20:00 Ræðismaður Portúgals fer væntanlega á Kárahnjúka Helga Lára Guðmundsdóttir ræðismaður Portúgals á Íslandi, mun kanna til hlítar ásakanir um að portúgalskir verkamenn við Kárahnjúka sæti harðræði. 27.5.2007 19:25 Verndartollar á landbúnaðarvörum ekki ástæðan fyrir háu matarverði Nýr landbúnaðarráðherra segir verndartolla á íslenskum landbúnaðarafurðum ekki ástæðuna fyrir háu matarverði hér á landi. Hann segist ekki ætla að rústa íslenskum landbúnaði með því að hefja innflutning á erlendri matvöru. 27.5.2007 19:05 Fjögurra leitað og einn í yfirheyrslu Mennirnir tveir, sem fluttir voru meðvitundarlausir á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fólskulegar líkamsárásir í Reykjavík, eru báðir á batavegi. Tveggja árásarmanna er enn leitað og sömuleiðis tveggja, sem tengjast ráni í nótt. 27.5.2007 19:02 Meinaður aðgangur að skrifstofu Landsambands eldri borgara Formanni Landssambands eldri borgara hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu félagsins. Uppstillinganefnd Landssambands eldri borgara telur formanninn of harðan og vill fá nýjan formann. 27.5.2007 18:56 Erfðabreytileikar sem auka hættu á brjóstakrabbameini uppgötvaðir Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðilar þeirra hafa uppgötvað tvo nýja erfðabreytileika, sem auka áhættu á brjóstakrabbameini hjá konum af evrópskum uppruna. Þessi uppgötvun verður væntanlega notuð til að þróa öruggari greiningaraðferðir en þekkst hafa hingað til 27.5.2007 18:49 Snjóflóð í Hlíðarfjalli Snjóflóð féll í Hlíðarfjalli á Akureyri upp úr klukkan eitt í dag. Skíðasvæðið var opið þegar flóðið féll en engin slys urðu á fólki og engar skemmdir á lyftum, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Flóðið sem mun ekki hafa verið stórt í sniðum, rann um 200 metra en stöðvaðist áður en það komst í námunda við lyftur og önnur mannvirki á svæðinu. 27.5.2007 18:23 Lugovoi staðhæfir að hann sé saklaus Maðurinn sem sakaður er um að hafa eitrað fyrir Alexander Litvinenko hefur ítrekað sakleysi sitt. Hann segist hafa talað við Litvinenko á dánarbeðinu. Mynd um Litvinenko var frumsýnd í gær á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27.5.2007 16:19 Sluppu ómeiddar úr bílveltu Bíll fór út af veginum á leiðinni til Þingvalla skammt frá Nesjavallaafleggjara, rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Bíllinn fór tvær til þrjár en þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum þegar hann fór út á vegöxlina og lenti í lausamöl. 27.5.2007 15:03 Sjá næstu 50 fréttir
Hringrás sýknuð af skaðabótakröfu slökkviliðsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag endurvinnslufyrirtækið Hringrás af kröfu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna mikils bruna sem varð á athafnasvæði Hringrásar í nóvember 2004. Slökkvilið krafði fyrirtækið um rúmar 25,6 milljónir króna. 29.5.2007 16:32
Skemmdir unnar á öryggisbúnaði í jarðgöngum Unnin hafa verið nokkur spellvirki á öryggisbúnaði jarðganganna um Breiðdals- og Botnsheiði undanfarna daga. Fimm slökkvitæki hafa verið tæmd og flutt til innan ganganna og þá hefur sóðaskapur í göngunum aukist umtalsvert. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta. 29.5.2007 15:57
Vilja nýjar lausnir í þjófnaðarmálum Æskilegt er að hér á landi verði tekin upp svokölluð borgaraleg sátt þegar kemur að þjófnaði í verslunum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin telja að með því megi spara lögreglunni sporin en jafnframt að þetta leiði til aukinnar hagræðingar fyrir verslunarfyrirtæki. Samtökin hafa sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem lagt er til að þessi leið verði skoðuð. 29.5.2007 15:23
HR og JPV semja um útgáfu fræðirita Háskólinn í Reykjavík og JPV útgáfa hafa samið um samstarf um útgáfu fræðirita starfsmanna Háskólans í Reykjavík. 29.5.2007 14:58
Strengdi kaðal þvert yfir götu sér til gamans Bifreið skemmdist illa á veginum um Syðridal í Bolungarvík á laugardaginn þegar ökumaður hennar keyrði á nælonkaðal sem búið var að strengja yfir götuna. Ungur drengur viðurkenndi seinna að hafa gert sér þetta að leik en ekki áttað sig á þeirri hættu sem þetta skapaði. 29.5.2007 14:42
Ögmundur áfram þingflokksformaður Vinstri - grænna Ögmundur Jónasson verður þingflokssformaður Vinstri grænna á komandi kjörtímabili en þingflokkurinn skipti í dag með sér verkum. Varaformaður þingflokksins verður Katrín Jakobsdóttir og ritari er Kolbrún Halldórsdóttir. 29.5.2007 14:40
Sektaður fyrir vörslu barnakláms Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt karlmannn til að greiða 250 þúsund krónur í sekt fyrir vörslu barnakláms. Efnið, alls 54 ljósmyndir og ein hreyfimynd, fannst í tölvu mannsins en lögregla gerði húsleit á heimili hans eftir að alþjóðalögreglan Interpol hafði tilkynnt henni um að maðurinn hefði sótt sér efnið. 29.5.2007 14:04
Metaðsókn á Listahátíð Reykjavíkur Talið er að yfir 180 þúsund manns hafi sótt viðburði á vegum Listahátíðar Reykjavíkur sem lauk um síðustu helgi samkvæmt tilkynningu frá Listahátíðinni. Munar þar mest um ferðir risessunar og risans um borgina en áætlað er að allt að 150 þúsund manns hafi séð til ferða feðginanna sem einnig var lokaviðburður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi Pas? Frá upphafi hafa aldrei jafn margir sótt viðburði Listahátíðarinnar. 29.5.2007 14:02
Mótmæla breytingum á leiðarkerfi S5 Þjónusta við íbúa Árbæjarhverfis mun skerðast verulega gangi boðaðar breytingar á leiðarkerfi hraðleiðar Strætó bs. númer S5 eftir. Þetta kemur fram í bókun sem fulltrúar Samfylkingar og Frjálslynda flokksins hafa lagt fram í borgarstjórn. Þeir segja einboðið að breytingarnar bitni fyrst og fremst á námsmönnum. 29.5.2007 13:33
Ásakanir Steingríms tilhæfulausar Ásakanir Steingríms Sævarrs Ólafssonar, umsjónarmanns Íslands í dag, um að Ríkisjónvarpið standi í hótunum við fólk eru tilhæfulausar og rangar að sögn Þórhalls Gunnarsson, ritstjóra Kastljóss. Hann segist ekki blanda saman störfum sínum sem ritstjóri Kastljóss og dagskrástjóri RÚV. Þorsteinn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður, segir Ríkissjónvarpið ekki hafa beitt sig þrýstingi. 29.5.2007 12:51
Tannlæknar samþykkja samning við HTR Tannlæknafélag Íslands samþykkti í póstkosningu samning við samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um tannlækningar tveggja aldurshópa. 29.5.2007 12:47
Kona flutt á slysadeild eftir bruna á Nesinu Kona á sextugsaldri var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í íbúð við Eiðismýri á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í morgun. Að sögn slökkviliðs kviknaði eldurinn út frá feiti sem var á pönnu á eldavél og náði hann að læsa sig í eldhúsinnréttinguna. 29.5.2007 12:35
Tveggja enn leitað vegna líkamsárásar Eftir handtökur lögreglu í gær á nú aðeins eftir að hafa upp á tveimur meintum árásarmönnum eftir hrinu líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt. 29.5.2007 12:30
Jól og páskar hjá sjómönnum Sjómenn segja að nú séu jól og páskar í senn því bæði kolmunni og norsk-íslensk síld eru gengin inn í fiskveiðilögsöguna í veiðanlegu magni. 29.5.2007 12:23
Stjórn og stjórnarandstaða funda um sumarþing Forystumenn stjórnarflokkanna hitta forystumenn stjórnarandstöðunnar í dag til að ræða fyrirkomulag sumarþings sem kemur saman á fimmtudag. Ríkisstjórnin hyggst leggja fram aðgerðaráætlun í málefnum barna og frumvarp til breytingar á lögum um ráðuneyti þar sem verkefni færast á milli. 29.5.2007 11:53
Sektaðir fyrir að standa fyrir drykkjukeppni Uppákoman „Brjáluð Skothelgi" sem haldin var á veitingastaðnum Bar-inn á Sauðárkróki í fyrravetur hlaut þann endi í Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki í morgun að báðir veitngamennirnir voru dæmdir til fjársekta. 29.5.2007 11:49
Segir Ríkissjónvarpið hóta viðmælendum Ríkisjónvarpið beitir hótunum til að koma í veg fyrir að viðmælendur fari í viðtal í Íslandi í dag í stað Kastljóss. Þetta kemur fram á bloggsíðu Steingríms Sævarrs Ólafssonar, umsjónarmanns Íslands í dag. Hann segir Ríkissjónvarpið hafa hótað að hætta við að kaupa kvikmynd af manni sem var búinn að lofa að mæta í viðtal í Íslandi í dag. 29.5.2007 11:33
Stytta opnunartíma skemmtistaða til að draga úr ofbeldi Opnunartími skemmtistaða í Reykjanesbæ verður styttur og dyravarsla aukin samkvæmt nýju samkomulagi bæjaryfirvalda, lögreglunnar og eigenda skemmtistaða þar í bæ. Markmiðið er að draga úr ofbeldi og fíkniefnaneyslu á skemmtstöðum í bæjarfélaginu. Einstaklingar sem ítrekað eru til vandræða verður framvegis meinuð aðganga að veitingastöðum. 29.5.2007 11:12
Einar Karl verður aðstoðarmaður Össurar Össur Skarphéðinsson, nýr iðnaðarráðherra, hefur ráðið Einar Karl Haraldsson sem aðstoðarmann sinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. 29.5.2007 11:07
Útlensk fiskiskip hreinsa upp miðin Íslenskum línuskipum reynist erfitt að fóta sig á keilumiðunum fyrir sunnan land vegna erlendra fiskiskipa. Skipstjóri á línuskipinu Sighvati GK segir færeysk og norsk línuskip raða sér á kantana suður af landinu og hreinsa upp miðin áður en íslensku skipin koma á vettvang. 29.5.2007 10:26
Mikið um hraðakstur við Akranes í síðustu viku Lögreglan á Akranesi stöðvaði 67 ökuþóra í síðustu viku vegna hraðaksturs. Þeir sem óku hraðast mældust á allt að 133 kílómetra hraða á klukkustund. 29.5.2007 10:15
Sýknaðir af smygli á yfir 800 e-töflum Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag tvo karlmenn af ákæru um smygla á ríflega 800 e-töflum til landsins frá Hollandi í nóvember í fyrra. 29.5.2007 10:12
Sekt fyrir að sigla óhaffærum bát Karlmaður var í Héraðsdómi Vestfjarðar í dag dæmdur til að greiða 20 þúsund krónur í sekt fyrir að sigla bát sem ekki hafði haffærisskírteini. Landhelgisgæslan stöðvaði bátinn við veiðar. 29.5.2007 10:05
Bíll við bíl á suðurleið Fólk streymir enn inn til borgarinnar og að sögn lögreglu í Borgarnesi hefur lítið dregið úr henni eftir því sem liðið hefur á daginn. Allt hefur þó gengið vel og engin óhöpp átt sér stað. 28.5.2007 20:49
Heimakærar lundapysjur Það er alkunna að sumir atburðir eru árstíðabundnari en aðrir. Einn slíkra atburða er koma lundapysjanna á haustin. Á þessu eru þó til undantekningar eins og Gísli Óskarsson, fréttaritari Stöðvar 2 í Vestmannaeyjum komst að þegar lundapysjum var sleppt nú á vordögum í Stórhöfða. 28.5.2007 18:46
Fyrsta ferð sumarsins út í Drangey Farið var í fyrstu ferð sumarsins til Drangeyjar í gær, þessar litlu eyju sem er smátt og smátt að hverfa, en hún ræður töluverðu um stærð efnahagslögsögu landsins. Viggó Viggósson, okkar maður á Sauðárkróki slóst í för. 28.5.2007 18:30
Mikið lemstraður eftir árás í miðbænum Maður á sjötugsaldri er mikið lemstraður eftir hörkulega líkamsárás í miðborginni aðfararnótt sunnudags. Maðurinn er svo miður sín eftir árásina að hann er hættur við umsókn sína um íbúð fyrir aldraða í miðbænum. 28.5.2007 18:00
Þung umferð á leið til borgarinnar Þung umferð er nú á Suður- og Vesturlandsvegi. Fólk er að snúa til baka eftir langa helgi en að sögn lögreglu hafa hlutirnir gengið vel fyrir sig og engin óhöpp átt sér stað. Lögregla er með stöðugt eftirlit á helstu umferðaræðum. 28.5.2007 17:26
Íslendingur fyrsti erlendi nemandinn í CSI skóla Íslenskur lögreglumaður, Jóhann Eyvindsson er nú að læra réttarrannsóknir eins og Íslendingum eru að góðu kunnar úr sjónvarpsþáttunum CSI. Jóhann er fyrsti útlendingurinn sem fær inngöngu í skólann en það er háskólinn í Tennessee sem stendur að náminu. 28.5.2007 16:47
Garðar Thor söng fyrir þúsundir á Wembley Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes söng í dag á Wembley fyrir tugþúsundir áhorfenda á leik Derby og West Bromwich Albion en liðin bitust um hvort þeirra eigi að leika í efstu deild í ensku knattspyrnunni að ári. 28.5.2007 15:25
Ólafur sakaður um kafbátahernað Það stefnir í formannsslag í Landssambandi eldri borgara um næstu helgi. Ólafur Ólafsson lýsti því yfir í vetur að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til formennsku en hefur nú skipt um skoðun. Þetta segir Helgi Hjálmsson sem er formannsefni kjörnefndar. Hann sakar Ólaf um kafbátahernað. 28.5.2007 13:01
Auka þarf sýnilega löggæslu Dóttir tæplega sjötugs manns sem ráðist var á við Laugaveg síðast liðið laugardagskvöld, telur þörf á aukinni sýnilegri löggæslu í miðborginni. Maðurinn er með þrjá skurði á höfði, er nefbrotinn og rifbeinsbrotinn. 28.5.2007 12:00
Skíðafæri fyrir norðan Það er hægt að bregða sér á skíði í dag. Opið verður í Hlíðarfjalli til klukkan tvö. Skíðafærið er gott og nægur snjór. Þetta er síðasta skíðahelgin nyrðra svo framalega sem sumarið sé handan við hornið. 28.5.2007 11:32
Árásarmanni sleppt að lokinni skýrslutöku Maðurinn sem handtekinn var vegna árásar á annan mann á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs hefur verið látinn laus. Ekki þótti ástæða til að hneppa manninn í gæsluvarðhald og var honum sleppt að lokinni skýrslutöku. 28.5.2007 11:22
Við það að renna út í Jökulsárlón Minnstu munaði að bíll færi út í Jökulsárlón í gær þegar eigandinn brá sér út til þess að smella myndum af lóninu. Hann gleymdi að setja bílinn í handbremsu og rann hann af stað og stöðvaðist ekki fyrr en á stórum steini á bakka lónsins. 28.5.2007 10:30
Fundu fíkniefni innvortis í þremur stúlkum í gær Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær bíl við venjubundið eftirlit. Ökumaðurinn var próflaus og undir áhrifum vímuefma. Með í för var 17 ára stúlka og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var með fíkniefni innvortis sem smygla átti á Litla-Hraun. Í Borgarnesi fann lögreglan svo 45 grömm af kókaíni við keimlíkar aðstæður. 28.5.2007 09:54
Deep Purple lofar dúndurfjöri Stórtónleikar í Laugardalshöll verða haldnir í Laugardalshöll þar sem Íslandsvinirnir í Uriah Heep og Deep Purple ætla að leika öll sín frægustu lög. Bassaleikari Deep Purple lofar óvæntri uppákomu í kvöld. 27.5.2007 20:00
Ræðismaður Portúgals fer væntanlega á Kárahnjúka Helga Lára Guðmundsdóttir ræðismaður Portúgals á Íslandi, mun kanna til hlítar ásakanir um að portúgalskir verkamenn við Kárahnjúka sæti harðræði. 27.5.2007 19:25
Verndartollar á landbúnaðarvörum ekki ástæðan fyrir háu matarverði Nýr landbúnaðarráðherra segir verndartolla á íslenskum landbúnaðarafurðum ekki ástæðuna fyrir háu matarverði hér á landi. Hann segist ekki ætla að rústa íslenskum landbúnaði með því að hefja innflutning á erlendri matvöru. 27.5.2007 19:05
Fjögurra leitað og einn í yfirheyrslu Mennirnir tveir, sem fluttir voru meðvitundarlausir á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fólskulegar líkamsárásir í Reykjavík, eru báðir á batavegi. Tveggja árásarmanna er enn leitað og sömuleiðis tveggja, sem tengjast ráni í nótt. 27.5.2007 19:02
Meinaður aðgangur að skrifstofu Landsambands eldri borgara Formanni Landssambands eldri borgara hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu félagsins. Uppstillinganefnd Landssambands eldri borgara telur formanninn of harðan og vill fá nýjan formann. 27.5.2007 18:56
Erfðabreytileikar sem auka hættu á brjóstakrabbameini uppgötvaðir Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðilar þeirra hafa uppgötvað tvo nýja erfðabreytileika, sem auka áhættu á brjóstakrabbameini hjá konum af evrópskum uppruna. Þessi uppgötvun verður væntanlega notuð til að þróa öruggari greiningaraðferðir en þekkst hafa hingað til 27.5.2007 18:49
Snjóflóð í Hlíðarfjalli Snjóflóð féll í Hlíðarfjalli á Akureyri upp úr klukkan eitt í dag. Skíðasvæðið var opið þegar flóðið féll en engin slys urðu á fólki og engar skemmdir á lyftum, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Flóðið sem mun ekki hafa verið stórt í sniðum, rann um 200 metra en stöðvaðist áður en það komst í námunda við lyftur og önnur mannvirki á svæðinu. 27.5.2007 18:23
Lugovoi staðhæfir að hann sé saklaus Maðurinn sem sakaður er um að hafa eitrað fyrir Alexander Litvinenko hefur ítrekað sakleysi sitt. Hann segist hafa talað við Litvinenko á dánarbeðinu. Mynd um Litvinenko var frumsýnd í gær á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27.5.2007 16:19
Sluppu ómeiddar úr bílveltu Bíll fór út af veginum á leiðinni til Þingvalla skammt frá Nesjavallaafleggjara, rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Bíllinn fór tvær til þrjár en þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum þegar hann fór út á vegöxlina og lenti í lausamöl. 27.5.2007 15:03