Fleiri fréttir

Vill nýtt umhverfismat

Umhverfisstofnun hefur gefið Alcan starfsleyfi fyrir framleiðslu á allt að 460 þúsund tonnum af áli á ári. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði spyr hvort ekki þurfi nýtt umhverfismat þar sem Umhverfisstofnun setur önnur skilyrði en finna má í því umhverfismati, sem þegar hefur farið fram.

Kom ekkert út úr fundi ASÍ með ráðherrum

Það kom ekkert út úr fundi leiðtoga ASÍ með forsætis- og utanríkisráðherra í dag: Engar tillögur, engin úrræði. Fundarmenn voru þó ánægðir með „jákvæðan fund", eins og það var orðað.

Ístak hf. ræður til sín starfsmenn á vegum 2B

Þeir 14 Pólverja sem störfuðu án atvinnuleyfa á Grundartanga á vegum starfsmannaleigunnar 2B hafa nú verið ráðnir til Ístaks hf. Ístak hf. sótti um atvinnuleyfin fyrir Pólverjana en atvinnuleyfin voru samþykkt af Vinnumálastofnun í dag.

Óttast fjöldauppsagnir í rækjuiðnaði

Ef ekkert verður að gert er hætt við að aðeins tvær til fjórar rækjuverksmiðjur verði enn starfandi eftir næstu áramót sagði Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag. Rækjuverksmiðjur voru tuttugu og tvær þegar þær voru flestar.

Tugir kennara mótmæltu við þinghúsið

Tugir framhaldsskólakennara söfnuðust saman fyrir utan Alþingishúsið skömmu áður en þingfundur hófst í dag, til að mótmæla áformum um stytta nám til framhaldsskólaprófs úr fjórum árum í þrjú.

Kannar hvort fækka eigi vistmönnum

Kanna á hvort fækka eigi vistmönnum á Sólvangi í fimmtíu og fimm til sextíu á næstu vikum svo draga megi úr þrengslum þar sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra í utandagskrárumræðu um dvalarheimili aldraðra á Alþingi í dag.

Samkomulag virðist í höfn

Svo virðist sem Háskóli Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hafi náð samkomulagi um lengri opnunartíma safnsins í vetur. Samkomulagið verður lagt fyrir Háskólaráð á fimmtudag sem þarf að staðfesta það.

Þyrla sótti konu eftir umferðarslys á Snæfellsnesi

Ung kona var flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir að fólksbíll sem hún var í og rúta rákust saman við afleggjarann að Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi um hádegisbil í dag. Konan var ein í bíl sínum en tvennt var í rútunni og sluppu báðir með minniháttar meiðsl.

Jarðvélar breikka Reykjanesbraut

Fyrirtækið Jarðvélar ehf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í tvöföldun Reykjanesbrautar en tilboð í verkið voru opnuð í dag. Tilboð Jarðvéla hljóðar upp á tæpa 1,2 milljarða eða rúm 75% af áætluðum kostnaði við verkið.

Kostnaður vegna sameiningarkosninga ekki undir 140 milljónum

Kostnaður vegna sameiningarkosninganna sveitarfélaga í byrjun október var ekki undir 140 milljónum eftir því sem fram kemur í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirpurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Bilanir á Farice sæstrengnum óviðunandi

Farice sæsrengurinn hefur bilað fimm sinnum frá því þrítugasta júní ári og það hefur valdið töluverðum truflunum á netsambandi við útlönd. Í gær rofnaði sambandið og tók viðgerðin tíu klukkustundir.

Stefán Jóhann sækist eftir 3. sæti hjá Samfylkingunni

Stefán Jóhann Stefánsson, sem verið hefur í borgarstjórnarflokki Reykjavíkurlistans á yfirstandandi kjörtímabili, sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga, en prófkjörið fer fram í febrúar.

Sjálfkjörið á Akranesi

Sjálfkjörið er í stjórn Verkalýðsfélags Akraness til næstu tveggja ára. Einungis einn framboðslisti barst fyrir kosningu til stjórnar og trúnaðarráðs og telst hann því sjálfkjörinn.

Sættir í sjónmáli varðandi Þjóðarbókhlöðu

Svo virðist sem Háskóli Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hafi náð sáttum varðandi lengri opnunartíma í vetur. Háskóli Íslands hefur hingað til fjármagnað lengri opnunartíma safnsins en óvissa hefur ríkt um fjárveitingu í vetur.

Kristrún í stað Ingibjargar Sólrúnar í stjórnarskrárnefnd

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur að ósk Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur alþingismanns leyst hana undan störfum í stjórnarskrárnefnd. Í hennar stað hefur forsætisráðherra, að tillögu Samfylkingarinnar, skipað Kristrúnu Heimisdóttur lögfræðing í nefndina.

Mótmæla styttingu á stúdentsprófi

Kennarar við fimm menntaskóla, sem allir kenna eftir bekkjarkerfum, ætla að leggja niður störf í klukkutíma í dag til að mótmæla áformum ríkisins um að stytta nám á framhaldsskólastigi.

Telur þorskstofninn ekki vera að hrynja

Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna telur ástæðulaust að óttast að þorskstofninn sé að hrynja því hrygningastofninn hafi ekki verið stærri í tonnum talið en núna, þótt hann sé ekki eins frjósamur og á árum áður. Fram kom á ráðstefnu Hafrannsóknastofnunar og Sjávarútvegsráðuneytisins í gær að verulega verði að draga úr þorskveiðum til að byggja upp hrygningarstofninn.

Ræða við ríkisstjórnina um aðgerðir

Forystumenn Alþýðusambands Íslands ganga á fund helstu ráðherra ríkisstjórnarinnar klukkan þrjú í dag til að ræða hvaða aðgerða ríkið geti gripið til svo ekki þurfi að segja upp kjarasamningum.

Konur betri ökumenn

Heilastarfsemi kvenna gerir þær að betri ökumönnum. Munurinn á heilastarfsemi kynjanna er nú talinn geta útskýrt af hverju konur valda færri slysum í umferðinni en karlar og borga tryggingaiðgjöld í samræmi við það.

ASÍ fundar með ríkisstjórn um kjaramál

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands funda með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í dag eða á morgun en endanleg tímasetning fundarins hefur ekki verið ákveðin. Á fundinum verður farið yfir stöðu mála á vinnumarkaði.

Úthluta lóðum í Krikahverfi í Mosfellsbæ

Verið er að hefja úthlutun á lóðum undir 200 íbúðir í Krikahverfi í Mosfellsbæ. Gert er ráð fyrir að kostnaður við uppbyggingu hverfisins muni nema um 8 milljörðum króna og að það leiði til átta prósenta fólksfjölgunar í Mosfellsbæ.

Línur farnar að skýrast í málum Pólverja

Línur eru farnar að skýrast í málum Pólverjanna 17 sem störfuðu hjá verktakafyrirtækinu Suðurverki á Kárahnjúkum á vegum starfsmannaleigunnar 2B. Fimm þeirra eru farnir úr landi, þrír fengu vinnu í Vogunum, tveir í Kópavogi, tveir í Reykjavík og fimm eru á leið í starfsviðtöl hjá Bechtel á Reyðarfirði í dag.

Ók á spennistöð

Rjúfa varð rafmagn á Stórhöfða í Reykjavík í tuttugu mínútur í morgun eftir að ökumaður jeppa missti stjórn á bifreið sinni í mikilli hálku og lenti á háspennistöð. Ökumaðurinn slasaðist ekki en spennistöðin færðist til og þurfti að taka rafmagn af henni meðan gert var við skemmdir á spennistöðinni.

Ekið á hross á Norðurlandsvegi

Ekið var á hross um níuleytið í gærkvöldi í Húnavatnssýslum á Norðurlandsvegi við afleggjarann heim að Þingeyrarkirkju. Hrossið meiddist mikið en hvarf þó út í myrkrið. Það fannst nokkru síðar og þurfti að aflífa það. Bíllinn skemmdist eitthvað við áreksturinn en engan mann sakaði.

Óttast víðtækt salmonellusmit

Mikill ótti við stórt salmonellusmit hefur nú gipið um sig í Noregi. Norska heilbrigðiseftirlitið og Lýðheilsustöðin eru nú sannfærð um að sýkt kjöt frá Póllandi eigi eftir að breiðast hratt um landið og valda alvarlegum veikindum.

14 þúsund til viðbótar talin af

87.350 manns fórust í jarðskjálftanum mikla í Pakistan í síðasta mánuði samkvæmt nýjum tölum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út og byggja á áætlunum pakistanskra stjórnvalda. Þetta er fjórtán þúsund manns fleira en áður hafði verið áætlað að hefðu látist í hamförunum. Hundrað þúsund manns eru slasaðir.

Hlutafélagavæðing dulbúin einkavæðing

Kristinn H. Gunnarsson segir að hægt sé að ná fram nauðsynlegum breytingum hjá RÚV án þess að breyta rekstrarfyrirkomulagi, eins og menntamálaráðherra hefur boðað. Hann segir hlutafélagavæðingu RÚV ekkert annað en dulbúna einkavæðingu.

BBC hætti Blackberrynotkun

Breska ríkis­út­varpið, BBC, sagðist ný­verið hafa þurft að hætta að nota Black­berry tölvupóstþjónustu eftir að yfirmenn stofnunarinnar urðu fyrir því að brot úr tölvu­póst­samskiptum annarra birtust inni í þeirra eigin skilaboðum.

Áströlsk skúta í óveðri við Grænland

Áströlsk skúta hreppti óveður úti af vesturströnd Grænlands í gær og komst sjór ofan í hana og í neyðarsendinn sem fór í gang við það. Í kjölfarið var kölluð út þyrla frá Halifax í Kanada og Fokker-vél Landhelgisgæslunnar, en rétt í sama mund kom í ljós að skipverjar þurftu ekki aðstoð, sem var þá afturkölluð.

Forsetinn situr stjórnarfund

Forseti Íslands situr stjórnarfund í Special Olympis samtökunum, í Washington DC, en fundurinn hófst í gær og lýkur í dag. "Forsetinn mun jafnframt eiga fundi með þingmönnum í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings meðan á dvöl hans í Washington stendur," segir í tilkynningu forsetaembættisins.

Sífellt fleiri sækja um fræðslustyrki

Sjöundi hver félagsmaður í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur sótti um fræðslustyrk fyrstu níu mánuði ársins. Þetta eru alls 3.800 einstaklingar, sem er fimmtíu prósentum meira en á sama tíma á síðasta ári.

Efasemdir þaggaðar niður

Gagnrýnendur kalla afmælisráðstefnu Hafrannsóknastofnunarinnar í gær jábræðrasamkomu. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vísar slíku á bug og segir margvísleg sjónarmið fá að blómstra.

Strætó 115 milljónir fram úr áætlunum

Björk Vilhelmsdóttir segir sveitarfélögin ekki vilja borga nægilega fyrir þá þjónustu sem krafist sé af Strætó. Tekjur af farþegum voru 40 milljónum lægri en áætlað var og útgjöld voru 75 milljónum hærri.

Draga verði úr loðnuveiðum til að bjarga þorski

Draga verður verulega úr loðnuveiðum ef einhver árangur á að verða af því að draga stórlega úr þorskveiðum til að byggja þorskstofninn upp, eins og var niðurstaða málþings Hafrannsóknastofnunar í gær.

Eyddi tölvuskeytum og var rekinn

Það getur kostað Dani vinnuna að eyða tölvupóstinum úr vinnutölvunni. Slíkt fékk danskur tölvunarfræðingur sem vann hjá upplýsingarfyrirtæki að reyna í síðustu viku. Hann hafði ráðið sig hjá samkeppnisfyrirtæki og tók sig til og eyddi öllum tölvuskeytum úr tölvunni sinni, bæði persónulegum og vinnutengdum. Fyrirtækið rak hann, stöðvaði launagreiðslur og lögsótti. Hann fór þá í mál og Eystri landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að uppsögnin væri að nokkru leyti ólögmæt þar sem engin skýr lög væru um meðferð tölvuskeyta. Hann fékk launin og einnig bætur en missti þó vinnuna.

Úrskurðar um vald Bandaríkjaforseta

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun úrskurða um hvort bandarískum stjórnvöldum sé stætt á að láta herdómstóla fjalla um mál meintra hryðjuverkamanna al-Kaída.

Hannes fær endurupptöku

"Það var ekki fallist á okkar beiðni um frávísun í héraðs­dómi í gær," segir Sigríður Rut Júlíus­dóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns. Arngrímur Ísberg héraðsdómari hafnaði í gær að vísa frá endurupptökubeiðni Hannesar en Hannes reynir að fá því hnekkt að greiða Jóni tólf milljónir króna vegna meiðyrðadóms í Englandi.

Arnaldur fékk Gullrýtinginn

Arnaldur Indriðason hlaut í dag Gullrýtinginn sem eru ein helstu glæpasagnaverðlaun í Bretlandi, og auk þess ein virtustu sakamálasagnaverðlaun heims. Verðlaunin hlýtur Arnaldur fyrir bók sína Grafarþögn sem kom út árið 2001.

Ákvörðun um lokun Já stendur

Ekki hefur verið rætt um að endurskoða þá ákvörðun að loka útibúi upplýsingaveitunnar Já á Ísafirði, þrátt fyrir hörð viðbrögð margra ráðamanna.

Björgunarbeiðni vegna skútu afturkölluð

Neyðarskeyti frá neyðarsendi um borð í ástralskri skútu barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga kl. 6:47 í morgun. Skútan var staðsett suðvestur af Nassasuaq á Suður Grænlandi og var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar um tíuleitið. Skútan fannst að lokum og björgunarbeiðnin var afturkölluð áður en Sýn, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í loftið.

Pottur brotinn þegar kemur að tryggingum íþróttafólks

Pottur er víða brotinn þegar kemur að tryggingum íþróttafólks, verði það fyrir meiðslum við æfingar eða keppni. Sum félög og sérsambönd hafa keypt tryggingar fyrir sitt fólk en Ólympíu- og íþróttasambandið segir of dýrt að tryggja alla.

Vill banna auglýsingar í kringum barnatíma

Umboðsmaður barna telur rétt að banna auglýsingar í kringum barnatíma í sjónvarpinu. Fram hafa komið auglýsingar sem hann telur brjóta í bága við lög, og aðrar sem eru á mörkum þess siðlega. Auglýsendum ber samkvæmt lögum að sýna varkárni vegna trúgirni barna.

Sjá næstu 50 fréttir