Strætó 115 milljónir fram úr áætlunum 8. nóvember 2005 07:15 Ármann Kr. Ólafsson Rekstur Strætó bs. fer 115 milljónir króna fram úr áætlun á þessu ári samkvæmt afkomuspá, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra Strætó. "Ástæðurnar fyrir þessu eru aðallega tvær," útskýrir hann: "Annars vegar eru tekjurnar mun minni en áætlað hafði verið og svo eru útgjöld mun hærri vegna þess að aksturinn er mun meiri en áætlað hafði verið." Ásgeir segir að tekjurnar séu um 40 milljónum undir því sem áætlað var og aukinn kostnaður sé um 75 milljónum meiri vegna meiri aksturs sem fylgi nýja strætisvagnakerfinu sem komið var á í sumar. Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu sem standa að rekstrinum greiða 1,4 milljarða króna með rekstri Strætó. "Okkur hefur ekki tekist að fjölga farþegum eins og við gerðum okkur vonir um en nú er stjórnin að ræða það hvernig bregðast megi við þessu," segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður stjórnar Strætó. Spurð hvernig standi á því að útgjöld vegna aukins aksturs hafi verið svo stórlega vanáætluð segir Björk: "Það mætti frekar segja að krafa sveitarfélaganna um meiri þjónustu kosti mun meira en þau séu tilbúin að borga." Hún segir að þessi akstursaukning geti ekki öll skrifast á nýja leiðakerfið heldur hafi Strætó þurft að sinna fjölda nýrra hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Ármann Kr. Ólafsson, sem einnig á sæti í stjórninni, telur að hagræða megi stórlega í rekstrinum með því að bjóða út fleiri leiðir. "Menn hafa verið aðeins of fastheldnir á rekstrarformið, það mætti alveg bjóða fleiri leiðir út og láta einkaaðila um það hvaða bíla þeir nota á þeim leiðum. Þeir gætu þá notað minni bíla þegar rólegt er og stærri bíla á háannatímum. Þetta hefur verið gert í Kópavogi með góðum árangri," segir Ármann. Þessu er Björk ekki sammála. "Það hefur ekkert verið sýnt fram á það að reksturinn verði neitt ódýrari þó að akstursleiðirnar séu boðnar út," svarar hún. Ásgeir segir að aðrar leiðir, sem ræddar hafa verið í stjórninni, séu að draga úr þjónustunni eða hækka tekjur eða sambland af hvoru tveggja. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Rekstur Strætó bs. fer 115 milljónir króna fram úr áætlun á þessu ári samkvæmt afkomuspá, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra Strætó. "Ástæðurnar fyrir þessu eru aðallega tvær," útskýrir hann: "Annars vegar eru tekjurnar mun minni en áætlað hafði verið og svo eru útgjöld mun hærri vegna þess að aksturinn er mun meiri en áætlað hafði verið." Ásgeir segir að tekjurnar séu um 40 milljónum undir því sem áætlað var og aukinn kostnaður sé um 75 milljónum meiri vegna meiri aksturs sem fylgi nýja strætisvagnakerfinu sem komið var á í sumar. Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu sem standa að rekstrinum greiða 1,4 milljarða króna með rekstri Strætó. "Okkur hefur ekki tekist að fjölga farþegum eins og við gerðum okkur vonir um en nú er stjórnin að ræða það hvernig bregðast megi við þessu," segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður stjórnar Strætó. Spurð hvernig standi á því að útgjöld vegna aukins aksturs hafi verið svo stórlega vanáætluð segir Björk: "Það mætti frekar segja að krafa sveitarfélaganna um meiri þjónustu kosti mun meira en þau séu tilbúin að borga." Hún segir að þessi akstursaukning geti ekki öll skrifast á nýja leiðakerfið heldur hafi Strætó þurft að sinna fjölda nýrra hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Ármann Kr. Ólafsson, sem einnig á sæti í stjórninni, telur að hagræða megi stórlega í rekstrinum með því að bjóða út fleiri leiðir. "Menn hafa verið aðeins of fastheldnir á rekstrarformið, það mætti alveg bjóða fleiri leiðir út og láta einkaaðila um það hvaða bíla þeir nota á þeim leiðum. Þeir gætu þá notað minni bíla þegar rólegt er og stærri bíla á háannatímum. Þetta hefur verið gert í Kópavogi með góðum árangri," segir Ármann. Þessu er Björk ekki sammála. "Það hefur ekkert verið sýnt fram á það að reksturinn verði neitt ódýrari þó að akstursleiðirnar séu boðnar út," svarar hún. Ásgeir segir að aðrar leiðir, sem ræddar hafa verið í stjórninni, séu að draga úr þjónustunni eða hækka tekjur eða sambland af hvoru tveggja.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira