Innlent

Eyddi tölvuskeytum og var rekinn

MYND/Vísir
 
 

Það getur kostað Dani vinnuna að eyða tölvupóstinum úr vinnutölvunni. Slíkt fékk danskur tölvunarfræðingur sem vann hjá upplýsingarfyrirtæki að reyna í síðustu viku. Hann hafði ráðið sig hjá samkeppnisfyrirtæki og tók sig til og eyddi öllum tölvuskeytum úr tölvunni sinni, bæði persónulegum og vinnutengdum. Fyrirtækið rak hann, stöðvaði launagreiðslur og lögsótti. Hann fór þá í mál og Eystri landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að uppsögnin væri að nokkru leyti ólögmæt þar sem engin skýr lög væru um meðferð tölvuskeyta. Hann fékk launin og einnig bætur en missti þó vinnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×