Innlent

Ákvörðun um lokun Já stendur

Frá Ísafirði
Frá Ísafirði MYND/GVA

Ekki hefur verið rætt um að endurskoða þá ákvörðun að loka útibúi upplýsingaveitunnar Já á Ísafirði, þrátt fyrir hörð viðbrögð margra ráðamanna. Eins og greint var frá á dögunum verður starfstöð Já, sem er upplýsingaveita á vegum Símans, lokað um áramót en við það missa fimm manns vinnuna. Viðbrögð hafa verið gífurlega hörð og hafa ýmsir sagst mjög ósáttir með þessa ákvörðun svo ekki sé fastar að orði kveðið, þar á meðal Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, og þingmenn Norðvesturkjördæmis.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, segir í samtali við Bæjarins besta að ekki hafi verið rætt um að endurskoða ákvörðunina. Hún standi því óbreytt. Margir hafa spurt sig hvert hagræðið af lokun stöðvarinnar geti verið og hefur því verið haldið fram að ódýrara sé að reka stöð sem þessa á Ísafirði en til dæmis í Reykjavík. Aðspurð í hverju hagræðið við lokun stöðvarinnar felst vill Sigríður Margrét ekkert segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×