Innlent

Úrskurðar um vald Bandaríkjaforseta

George W. Bush Bandaríkjaforseti.
George W. Bush Bandaríkjaforseti. MYND/AP

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun úrskurða um hvort bandarískum stjórnvöldum sé stætt á að láta herdómstóla fjalla um mál meintra hryðjuverkamanna al-Kaída.

Hæstiréttur ákvað í gær að taka fyrir mál Salim Ahmed Hamdan, fyrrum bílstjóra Osama bin Laden, sem er í haldi Bandaríkjahers og hefur kært málsmeðferð sína. Niðurstaða dómstólsins getur haft mikil áhrif á hversu víðtæk völd Bandaríkjaforseti hefur til að ákveða hvernig skuli taka á málum meintra hryðjuverkamanna að því er fram kemur í frétt Washington Post. George W. Bush hefur hingað til sagt að það sé í hans verkahring að ákveða hvernig þeim málum skuli háttað og ákvað meðal annars að herdómstólar skyldu fjalla um mál meintra hryðjuverkamanna þar sem borgaralegir dómstólar réðu ekki við að sækja mál gegn al-Kaída.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×