Innlent

Forsetinn situr stjórnarfund

Forseti Íslands situr stjórnarfund í Special Olympis samtökunum, í Washington DC, en fundurinn hófst í gær og lýkur í dag. "Forsetinn mun jafnframt eiga fundi með þingmönnum í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings meðan á dvöl hans í Washington stendur," segir í tilkynningu forsetaembættisins.

Fram kemur að meðal viðfangsefna stjórnarfundarins sé að skipuleggja næstu Alþjóðaleika þroskaheftra sem heldnir verða í Shanghai í Kína árið 2007. Alþjóðaleikar þroskaheftra skipuleggja íþróttastarf fyrir ungt fólk sem glímir við ýmsa erfiðleika, en samtökin starfa nú í um 160 löndum. Hér er Íþróttasamband fatlaðra aðili að Special Olympics.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×