Innlent

Áströlsk skúta í óveðri við Grænland

Áströlsk skúta hreppti óveður úti af vesturströnd Grænlands í gær og komst sjór ofan í hana og í neyðarsendinn sem fór í gang við það. Í kjölfarið var kölluð út þyrla frá Halifax í Kanada og Fokker-vél Landhelgisgæslunnar, en rétt í sama mund kom í ljós að skipverjar þurftu ekki aðstoð, sem var þá afturkölluð. Ekki er vitað á hvaða ferðalagi skútan er á þessum slóðum á þessum árstíma, þegar allra veðra er von, og dagsbirtan stutt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×