Fleiri fréttir

Könnun Gallup mjög nálægt niðurstöðum prófkjörsins

Vegna umræðu um áreiðanleika kannana fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sendi IMG Gallup frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að niðurstöður könnunar fyrirtækisins á fylgi frambjóðendanna sem sóttust eftir efsta sætinu, hafi verið mjög nálægt úrslitum prófkjörsins.

Enginn fundur ákveðinn

Ekki búið að ákveða hvort eða hvenær fundur verður hjá forsvarsmönnum atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar, en nú er aðeins vika þar til forsendunefnd á að skila niðurstöðum sínum.

Hafa áhyggjur af erfðaefni landnámshænunnar

Eigenda og ræktendafélag landnámshænsna hefur áhyggjur af gömlu erfðaefni landnámshænunnar sem gæti farið forgörðum ef H5N1 fuglaflensusmit berst til landsins. Þar sem landnámshænsnastofninn er smár er hann í mestri hættu, berist smit til landsins.

Skuldabréfaútgáfa rúmir 111 milljarðar

Engir erlendir aðilar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum síðan fyrir viku, samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Íslandsbanka. En þá gaf Kommunalbanken í Noregi út út þriggja milljarðar skuldabréf til fimm ára.

Frávísunarkröfu Jóns Ólafssonar hafnað

Frávísunarkröfu lögmanns Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns, máli hans og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og málinu frestað til 25.nóvember. Lögmaður Hannesar hefur nú frest til þess tíma til að leggja fram greinagerð í málinu.

Kaupmáttur launa í bílum aldrei meiri

Kaupmáttur launa mældur í bifreiðum hefur aldrei verið meiri. Hefur hann aukist um tæplega tíu prósent á einu ári ef miðað er við launavísitöluna annars vegar og bifreiðaverðs í vísitölu neysluverðs hins vegar.

Mestar verðhækkanir í Kópavogi

Fasteignaverð í Garðabænum hækkaði um fimmtán prósent á síðasta ársfjórðungi, meira en á nokkrum öðrum stað á höfuðborgarsvæðinu.

Enn bilar Farice-strengurinn

Bilun hefur enn einu sinni orðið á Farice-sæstrengnum, að þessu sinni nærri bænum Brora í Norður-Skotlandi. Fram kemur á heimasíðu Farice að viðgerðarmenn séu á leið á vettvang en vegna bilunarinnar verður netsamband við útlönd hægara en venjulega.

Þrjár blokkir byggðar í miðbæ Eskifjarðar

Þrjú fjögurra og fimm hæða fjölbýlishús með samtals rúmlega 50 íbúðum verða byggð í miðbæ Eskifjarðar og hefur verið undirritaður samningur við Edduborgir ehf. um land á þessum stað.

Kostur að kunna pólsku

Það telst nú orðið til kosta íslenskra verkamanna, sem leita sér að vinnu á Mið-Austurlandi, að kunna eitthvað í pólsku og getur sú kunnátta vegið þyngra en vinnuvélaréttindi og meirapróf.

Vantar stefnu um gervifrjóvgun

Norðurlöndin hafa enga sameiginlega stefnu varðandi gervifrjóvgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að koma sér saman um slíka stefnu. Finnar hafa frjálslyndustu stefnuna því að þeir hafa engin lög. Norðmenn eru hinsvegar með ströngustu lagasetninguna.

Fyrstur að hefja prófkjörsbaráttuna

Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi er fyrstur til að hefja prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar í borginni með auglýsingu sem birtist í blöðunum í morgun. Stefán Jón býst við að eyða einni til tveimur milljónum í auglýsingar.

Ætla að tvöfalda íbúafjöldann

Hreppsstjórn Vatnsleysustrandar stefnir að því að tvöfalda íbúafjöldann á næstu fimm árum. Gangi það eftir verða íbúarnir orðnir tvöþúsund við lok þessa áratugar, hátt í þrefalt fleiri en þeir voru um miðbik síðasta áratugar.

Rukka aðkomumenn meira en heimamenn

Sveitarstjórn Húnaþings vestra þarf í dag að svara stjórnsýslukæru vegna þess að aðkomumenn eru rukkaðir um fimm þúsund krónur fyrir leyfi til að fá að stunda rjúpnaveiði en heimamenn um aðeins þrjú þúsund krónur.

Eldur í grilli á skyndibitastað

Betur fór en á horfðist þegar eldur gaus upp í grilli á skyndibitastað við Geirsgötu í Reykjavík í gærkvöld. Starfsfólk kallaði strax á slökkvilið, en beið ekki boðana og náði að kæfa eldinn áður en hann næði útbreiðslu. Þegar slökkviliðið kom á vettvang beið þess að reykræsta staðinn, en eitthvað tjón mun hafa hlotist af reyk. Engan sakaði.

Fasteignaverð hækkaði mest í Garðabæ

Fasteignaverð í Garðabæ hækkaði um fimmtán prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, meira en nokkurs staðar annar staðar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins.

Vatnsleysuströnd verður að bæ

Hreppum landsins fækkar um einn á næstunni, verði hreppsstjórn Vatnsleysustrandarhrepps að ósk sinni. Hreppsstjórnin hefur ákveðið að óska eftir því við félagsmálaráðuneytið að Vatnsleysuströnd og Vogar verði hér eftir bær en ekki hreppur.

Íbúar snyrti tré sín

Akureyringar skulu snyrta þau tré sín sem ná út fyrir lóðamörk þeirra eða eiga á hættu að bæjarstarfsmenn geri það og þá á kostnað íbúanna sjálfra.

Byrjaður að auglýsa

Prófkjörsbaráttan er hafin hjá Samfylkingunni í Reykjavík þrátt fyrir að prófkjörið sjálft fari ekki fram fyrr en í febrúar á næsta ári. Stefán Jón Hafstein er með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem birtast myndir af 46 einstaklingum sem segjast vilja fá Stefán Jón sem næsta borgarstjóra.

Byggja 50 íbúðir á Eskifirði

Verktakafyrirtækið Edduborgir hefur samið við bæjarstjórn Fjarðabyggðar um að byggja þrjú fjölbýlishús í miðbæ Eskifjarðar. Húsin verða fjögurra og fimm hæða og í þeim verða rúmlega 50 íbúðir sem verða hannaðar með þarfir fólks yfir 50 ára aldri í huga.

Kveiknaði í djúpsteikingarpotti

Slökkvilið Reykjavíkur fékk tilkynningu klukkan 21:13 um að kveiknað hefði í djúpsteikingarpotti á veitingastað við Geirsgötu. Búið er að slökkva eldinn og verið er að reykræsta staðinn. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð að völdum brunans.

Bruggverksmiðja að erlendri fyrirmynd

Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, á Litla Árskógarsandi í Eyjafirði hyggjast reisa bruggverksmiðju í þorpinu í upphafi nýs árs. Í verksmiðjunni verður framleiddur áfengur bjór að erlendri fyrirmynd og stefna þau á 200 lítra ársframleiðslu eftir tvö ár.

6.000 íbúðir byggðar á næstu fimm árum

Varlega áætlað verða 6.000 íbúðir byggðar næstu fimm árin í Reykjavík samkvæmt áætlunum skipulagsyfirvalda. Á næstu mánuðum verða boðnar út lóðir í Úlfarsárdal fyrir um 1.000 íbúðir af öllum stærðum og gerðum, þar sem Þingholtin verða höfð sem fyrirmynd.

Samræmd stúdentspróf í endurskoðun

Samræmd stúdentspróf eru í endurskoðun segir menntamálaráðherra, en ekki kemur til greina að hætta við þau. Námstími til stúdentsprófs verður styttur eins og boðað hefur verið, en sérstakt tillit verður þó tekið til framhaldsskóla með bekkjakerfi.

Fulltrúi íhaldsins að mati oddvita Samfylkingarinnar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er fulltrúi gamla íhaldsins sem borgarbúar kusu burt fyrir áratug og úrslitin úr prófkjöri Sjálfstæðismanna horfa aftur til fortíðar að mati oddvita Samfylkingarinnar í borginni, Stefáns Jóns Hafsteins.

Hanna Birna fékk flest atkvæði

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vann yfirburðarsigur yfir Gísla Marteini Baldurssyni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hlaut tæp fimmtíu og tvö prósent atkvæða í fyrsta sætið en Gísli Marteinn fjörutíu og tvö prósent. Hanna Birna Kristjánsdóttir vann ekki síður sigur en Vilhjálmur.

Víða mikil hálka á vegum

Vegagerðin varar við flughálku í Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu og á milli Raufarhafnar og Þórshafnar. Hálka eða hálkublettir eru í öllum landshlutum, þó síst á Suðausturlandi.

Tala látinna hækkar

Nú er ljóst að 18 manns fórust og um rúmlega hundruð manns eru slasaðir eftir að öflugur hvirfilbylur fór yfir suðvesturhluta Indiana fylkis og hluta Kentucky fylkis í Bandaríkjunum í nótt.

Hálka í öllum landshlutum

Vegagerðin varar ökumenn við flughálku víða um land. Sérstaklega er hált í Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu og sömuleiðis bæði á Öxi og Breiðdalsheiði. Annars eru hálka eða hálkublettir í öllum landshlutum og því ráð að keyra varlega um allt land.

3 á slysadeild eftir bílveltu

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Suðurlandsvegi nærri Bláfjallaafleggjaranum laust fyrir miðnætti í gær. Bílinn fór út af veginum og valt eftir að annar bíll keyrði aftan á hann.

Annasöm nótt hjá lögreglu

Ráðist var á pitsusendil í Miðbænum í nótt og bíll hans skemmdur. Þá eru tveir menn í haldi lögreglu vegna innbrota eftir nóttina.

Segir Vilhjálm fulltrúa gamla íhaldsins

Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að niðurstaða Prófkjörs Sjálfstæðismanna gefi kjósendum Reykjavíkurlistans sem hafi hallast að Sjálfstæðisflokknum í könnunum, góða ástæðu til að snúa aftur heim. Stefán segir Vilhjálm Þ Vilhjálmsson fulltrúa gamla íhaldsins sem Reykvíkingar hafi kosið burt fyrir áratug. Hann telur að það fólk sem hafi verið tilbúið að ljá nýjum manni stuðning í prófkjörinu, hafi ekki minnsta áhuga á Vilhjálmi og eigi því að snúa sér að öðrum kosti.

Sparkað í mann fyrir utan Select

Sparkað var í andlit manns að tilefnislausu fyrir utan Select í Breiðholti um klukkan sjö í morgun. Vitni að atburðinum segir að fórnarlambið hafi verið á leið út úr versluninni þegar árásarmaðurinn, sem var með öðrum manni, hafi sparkað framan í hann.

Vilhjálmur sigraði örugglega

Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson sigraði örugglega í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem lauk í gær. Hann hlaut fimmtíu og eitt komma sex prósent atkvæða í fyrsta sætið, en Gísli Marteinn Baldursson hlaut tæp fjörutíu og tvö prósent.

Hanna Birna með flest atkvæði

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur fengið flest atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna en röð efstu manna helst áfram óbreytt. Þegar talin hafa verið 8.458 atkvæði. Hanna Birna hefur fengið flest atkvæði alls, 7.289 af 8.458 eða 86,2% allra greiddra atkvæða.

Framhaldsskólanemar mótmæla

Framhaldsskólakennarar ætla að leggja niður vinnu eftir helgi til að mótmæla styttingu náms til stúdentsprófs. Framhaldsskólanemar vilja hins vegar ekki sjá samræmd stúdentspróf og krefjast þess að þau verði lögð niður hið fyrsta.

Fjölmenni í Hlíðafjalli

Skíðavertíðin á Akureyri hófst í dag og nýttu margir sér gott skíðafæri. Eftir hálfan mánuð hefst snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli og því stefnir í góðan skíðavetur norðan heiða.

Hermann Jón í 1. sæti

Hermann Jón tómasson skipar fyrsta sæti Samfylkingarinnar á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor.

Verlækkanir hafa að mestu gengið tilbaka

Lækkanir á verði matvæla frá því í verðstríði stórmarkaðanna í vetur og vor, hafa nú að miklu leyti gengið til baka. Verð í ódýrustu verslununum hækkar mest.

Sjá næstu 50 fréttir