Innlent

Arnaldur fékk Gullrýtinginn

Arnaldur Indriðason hlaut í dag Gullrýtinginn sem eru ein helstu glæpasagnaverðlaun í Bretlandi, og auk þess ein virtustu sakamálasagnaverðlaun heims. Verðlaunin hlýtur Arnaldur fyrir bók sína Grafarþögn sem kom út árið 2001. Arnaldur sagði í samtali við fréttastofu í dag vona að verðlaunin muni hjálpa honum að ná enn meiri árangri með bækur sínar á erlendum vettvangi. Verðlaunin voru afhent klukkan þrjú í Lundúnum og var Arnaldi fagnað af troðfullum sal áhorfenda. Í dag eru fimmtíu ár frá því Gullrýtingurinn var fyrst afhentur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×