Innlent

Bruggverksmiðja að erlendri fyrirmynd



Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, á Litla Árskógarsandi í Eyjafirði hyggjast reisa bruggverksmiðju í þorpinu í upphafi nýs árs. Í verksmiðjunni verður framleiddur áfengur bjór að erlendri fyrirmynd og stefna þau á 200 lítra ársframleiðslu eftir tvö ár.



Agnes segir að þau hjónin hafi kynnt sér bjórframleiðslu í Danmörku og litist vel á. Hún segir hugmynd þeirra vera þaðan komin en þar sé mikið að litlum brugghúsum. Í næstu viku halda Agnes og Ólafur til Tékklands þar sem ætlunin er að festa kaup á öllum búnaði til framleiðslunnar, allt brá bruggtönkum til átöppunarvéla og allt þar á milli. Agnes og Ólafur hafa undanfarin 15 ár rekið einu matvöruverslunina sem starfrækt er á Árskógarsandi. Bruggverksmiðjan mun rísa á lóð við hlið verslunarinnar en jafnframt ætla þau að breyta versluninni og reka þar litla sveitakrá allt árið um kring. Á daginn verður boðið upp á mjólk, osta og aðrar nýlenduvörur en á kvöldin verður upp á eyfirskan bjór og fleiri áfenga drykki á kvöldin.

Agnes segir að hugmyndinni hafi verið vel tekið í Eyjafirði og víðar og verið sé að leita bruggmeistara í Evrópu og sú leit gangi ágætlega. Bruggverðsmiðjan verður í 300 fermetra stálgrindarhúsnæði en kostnaðurinn við verksmiðjuna og breytingarnar á versluninni eru áætlaðar um 60 milljóna króna. Vel hefur gengið að fjármagna viðskiptahugmyndina en auk þeirra hjóna koma fjölskyldur þeirra beggja að henni og bankastofnun og nokkrir einstaklingar. Agnes segir að framleiðslan hefst um mitt næsta sumar og gert er ráð fyrir að fyrsti bjórinn verði tilbúinn síðsumars.

Haraldur Ólafsson, íbúi á Árskógarsandi, líst vel á bruggverksmiðju á staðnum og hann hafi ekki heyrt annað á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×