Innlent

Rukka aðkomumenn meira en heimamenn

Sveitarstjórn Húnaþings vestra þarf í dag að svara stjórnsýslukæru vegna þess að aðkomumenn eru rukkaðir um fimm þúsund krónur fyrir leyfi til að fá að stunda rjúpnaveiði en heimamenn um aðeins þrjú þúsund krónur. Kærandi telur þetta brot á jafnræðisreglu. Þá hefur sveitarstjórnin í Vesturbyggð líka verið kærð vegna þess að þar er heimamönnum einungis heimilt að stunda veiðarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×