Innlent

Knattspyrnumenn hafa lítin rétt á skaðabótum ef þeir slasast í leik

Knattspyrnumenn afsala sér nokkrum rétti til skaðabóta og menn komast upp með hegðun sem væri refsiverð annars staðar en á knattspyrnuvellinum. Þetta kemur fram í lögfræðiúttekt sem birtast mun í næsta tölublaði Úlfljóts, tímariti laganema.

Höskuldur Eiríksson laganemi hefur skrifað ritgerð um réttarstöðu knattspyrnumanna sem verða fyrir tjóni við knattspyrnuiðkun. Hann segir að það sé viðurkennt að þeir sem taki þátt í knattspyrnu séu að taka ákveðna áhættu og láta ákveðna hergðun yfir sig ganga sem öllu jafna væri refsiverð í öðru samhengi. Til þess að til skaðabóta-og refsiábyrgðar stofnist í fótbolta þurfi að vera bein árás á persónu tjónþola sem stendur ekki í neinum eðlilegum tenslum við leikinn á þeim tíma sem tjónið átti sér stað.

Aðeins einu sinni hefur verið höfðað dómsmál hér á landi vegna meiðsla í knattspyrnu en þá var sýknað í málinu. Hörður segir að í Danmörku hafi komið nokkur mál upp en refsingar væru yfrirleitt vægar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×