Innlent

Þrjár blokkir byggðar í miðbæ Eskifjarðar

Þrjú fjögurra og fimm hæða fjölbýlishús með samtals rúmlega 50 íbúðum verða byggð í miðbæ Eskifjarðar og hefur verið undirritaður samningur við Edduborgir ehf. um land á þessum stað.

Svæðið sem um ræðir afmarkast af Grjótárgötu, Útkaupstaðarbraut, Strandgötu og Túngötu en iðnaðarhús sem stendur á þessu svæði verður fjarlægt auk þess sem Gamla búð, sem er í eigu Sjóminjasafns Austurlands, verður flutt á safnasvæðið við Randulfssjóhús í útbæ Eskifjarðar.

Nýju íbúðirnar verða hannaðar með þarfir fimmtíu ára og eldri í huga. Einnig er gert ráð fyrir byggingu þjónustuhúss.

Gerð deiliskipulags er þegar hafin og verður henni lokið á næstu mánuðum.

Sala á íbúðunum hefst snemma á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×