Innlent

Ríkið sýknað af skaðabótakröfu

Héraðsdómur neitaði tryggingasvikara um tíu milljóna króna bætur úr ríkissjóði. Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af skaðabótakröfu manns sem var ákærður fyrir tryggingabótasvindl fyrir þrettán árum, en ekki dæmdur þar sem málið fyrntist í meðförum lögreglu og dómstóla.

Gilti einu þótt maðurinn hefði viðurkennt fyrir lögreglunni að hafa svikið út fé og talið var sannað að hann hefði gerst sekur um verulegan meirihluta þeirra brota sem hann var ákærður fyrir. Maðurinn var sýknaður af tryggingasvindlinu vegna óhæfilegs dráttar, en það var rannsóknarlögregla ríkisins sem hóf rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×