Innlent

Kaupmáttur launa í bílum aldrei meiri

MYND/GVA

Kaupmáttur launa mældur í bifreiðum hefur aldrei verið meiri. Hefur hann aukist um tæplega tíu prósent á einu ári ef miðað er við launavísitöluna annars vegar og bifreiðaverðs í vísitölu neysluverðs hins vegar.

Kaupmáttur launa mældur í bifreiðum hefur aukist um ríflega fimmtán prósent frá því uppsveiflan í efnahagslífinu hófst í upphafi árs tvöþúsund og þrjú. Frá þessu er greint í Morgunkorni Íslandsbanka.Í október voru tæplega fjórtán hundruð nýskráðar fólksbifreiðar. Á sama mánuði í fyrra voru þær rétt rúmlega átta hundruð. Aukningin á milli ára er ríflega sextíu og fjögur prósent. Og er það umfram þann vöxt sem verið hefur á árinu í heild. Nýskráðar bifreiðar á öllu árinu í fyrra voru tíu þúsund og það sem af er þessu ári eru þær nú ríflega fimmtánþúsund og er það fimmtíu og þrjú prósent aukning á milli ára. Reikna má með því að kaupmáttur almennings á nýjum fólksbifreiðum eigi enn eftir að aukast á næstunni og sala fólksbifreiða stefnir því í að slá sögulegt met í ár og má reikna með verulegri sölu fram eftir næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×