Innlent

Frávísunarkrafan felld

Hannes Hólmsteinn Gissurarson á að mati héraðsdóms að fá tækifæri til að sannfæra íslenska dómstóla um að hann þurfi ekki að greiða Jóni Ólafssyni bætur vegna meiðyrðadóms í Englandi.

Jón Ólafsson krafðist þess að kröfu Hannesar um endurupptöku yrði vísað frá Héraðsdómi þar sem frestur til þess væri útrunninn. Þessari kröfu Jóns var hafnað og því munu lögmenn Jóns og Hannesar skila greinagerð um málið.

Í Englandi vinna lögmenn á vegum Hannesar að því að fá meiðyrðamálið sjálft endurupptekið. Heimir Örn Herbertsson vonar að búið verði að leggja fram kröfu um endurupptöku þar í landi í lok nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×