Innlent

Enginn fundur ákveðinn

Frá ársfundi ASÍ
Frá ársfundi ASÍ MYND/Vísir

Ekki búið að ákveða hvort eða hvenær fundur verður hjá forsvarsmönnum atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar, en nú er aðeins vika þar til forsendunefnd á að skila niðurstöðum sínum.

Nefndin ákveður hvort forsendur kjarasamninga eru brostnar. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu verður samningum sagt upp. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, sagði eftir fund ASÍ og ríkisstjórnarinnar í síðustu viku að hann teldi allar líkur á því að samningum verði sagt upp, eins og staðan var eftir fundinn með ríkisstjórnini.

Verkalýðshreyfingin vill að ríkisvaldið taki á sig hluta af greiðslum örorkubóta lífeyrissjóðanna, sem hafa stóraukist undanfarin ár, þannig að skerða þarf útgreiðslur til sjóðsfélaga á sama tíma og lífeyrissjóðir hins opinbera eru ríkistryggðir. Þá er uppi krafa um að atvinnuleysisbætur verði tekjutryggðar. Atvinnurekendur benda á að staða krónunnar sé orðin svo sterk, að mörg fyrirtæki seú við það að komast í þrot þannig að ekki sé svigrúm til launahækkana að óbreyttu. Að þessu samanlögðu viðrast flest spjót beinast að ríkisvaldinu. Ekki hefur náðst samband við forsætisráðherra vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×