Innlent

Enn bilar Farice-strengurinn

Bilun hefur enn einu sinni orðið á Farice-sæstrengnum, að þessu sinni nærri bænum Brora í Norður-Skotlandi. Fram kemur á heimasíðu Farice að viðgerðarmenn séu á leið á vettvang en vegna bilunarinnar verður netsamband við útlönd hægara en venjulega. Þetta er í þriðja sinn á innan við mánuði sem strengurinn bilar en netsamband við útlönd fer nú um Cantat-3 strenginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×