Fleiri fréttir Hálka í öllum landshlutum Vegagerðin varar ökumenn við flughálku víða um land. Sérstaklega er hált í Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu og sömuleiðis bæði á Öxi og Breiðdalsheiði. Annars eru hálka eða hálkublettir í öllum landshlutum og því ráð að keyra varlega um allt land. 6.11.2005 15:11 Íranar falast eftir viðræðum um kjarnorkumál Yfirmaður samninganefndar Írana um kjarnorkumál hefur falast eftir viðræðum við Frakka Breta og Þjóðverja vegna kjarnorkuáætlunar Írana. 6.11.2005 15:06 3 á slysadeild eftir bílveltu Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Suðurlandsvegi nærri Bláfjallaafleggjaranum laust fyrir miðnætti í gær. Bílinn fór út af veginum og valt eftir að annar bíll keyrði aftan á hann. 6.11.2005 13:23 Annasöm nótt hjá lögreglu Ráðist var á pitsusendil í Miðbænum í nótt og bíll hans skemmdur. Þá eru tveir menn í haldi lögreglu vegna innbrota eftir nóttina. 6.11.2005 13:15 Segir Vilhjálm fulltrúa gamla íhaldsins Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að niðurstaða Prófkjörs Sjálfstæðismanna gefi kjósendum Reykjavíkurlistans sem hafi hallast að Sjálfstæðisflokknum í könnunum, góða ástæðu til að snúa aftur heim. Stefán segir Vilhjálm Þ Vilhjálmsson fulltrúa gamla íhaldsins sem Reykvíkingar hafi kosið burt fyrir áratug. Hann telur að það fólk sem hafi verið tilbúið að ljá nýjum manni stuðning í prófkjörinu, hafi ekki minnsta áhuga á Vilhjálmi og eigi því að snúa sér að öðrum kosti. 6.11.2005 12:45 Sparkað í mann fyrir utan Select Sparkað var í andlit manns að tilefnislausu fyrir utan Select í Breiðholti um klukkan sjö í morgun. Vitni að atburðinum segir að fórnarlambið hafi verið á leið út úr versluninni þegar árásarmaðurinn, sem var með öðrum manni, hafi sparkað framan í hann. 6.11.2005 12:19 Vilhjálmur sigraði örugglega Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson sigraði örugglega í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem lauk í gær. Hann hlaut fimmtíu og eitt komma sex prósent atkvæða í fyrsta sætið, en Gísli Marteinn Baldursson hlaut tæp fjörutíu og tvö prósent. 6.11.2005 10:00 Úrslit í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði 5.11.2005 23:38 Hanna Birna með flest atkvæði Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur fengið flest atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna en röð efstu manna helst áfram óbreytt. Þegar talin hafa verið 8.458 atkvæði. Hanna Birna hefur fengið flest atkvæði alls, 7.289 af 8.458 eða 86,2% allra greiddra atkvæða. 5.11.2005 23:21 Segir Vilhjálm líklegan til sigurs 5.11.2005 23:00 Framhaldsskólanemar mótmæla Framhaldsskólakennarar ætla að leggja niður vinnu eftir helgi til að mótmæla styttingu náms til stúdentsprófs. Framhaldsskólanemar vilja hins vegar ekki sjá samræmd stúdentspróf og krefjast þess að þau verði lögð niður hið fyrsta. 5.11.2005 22:15 Fjölmenni í Hlíðafjalli Skíðavertíðin á Akureyri hófst í dag og nýttu margir sér gott skíðafæri. Eftir hálfan mánuð hefst snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli og því stefnir í góðan skíðavetur norðan heiða. 5.11.2005 21:58 Fíkniefnalögreglan rannsakar heimasíðu Kannabisfræ og vatnspípur eru meðal þess sem falt er á heimasíðunni mariajona.com. Lögreglan er að skoða hvort lög séu brotin. 5.11.2005 21:44 Hermann Jón í 1. sæti Hermann Jón tómasson skipar fyrsta sæti Samfylkingarinnar á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. 5.11.2005 21:28 Verlækkanir hafa að mestu gengið tilbaka Lækkanir á verði matvæla frá því í verðstríði stórmarkaðanna í vetur og vor, hafa nú að miklu leyti gengið til baka. Verð í ódýrustu verslununum hækkar mest. 5.11.2005 21:19 Reyndi að stela bensíni Þrír lögreglubílar stöðvuðu för ökumanns sem reyndi að komast hjá því að greiða fyrir bensín sem hafði verið dælt á bíl hans á bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg í dag. Eftir að hafa dælt bensíninu á bílinn ók ökumaðurinn í burtu án þess að greiða fyrir. 5.11.2005 21:16 Búið að telja hátt á 4000 atkvæði 5.11.2005 21:11 Lúðvík heldur 1. sætinu 5.11.2005 20:36 Vilhjálmur sigurstranglegur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur unnið sigur yfir Gísla Marteini Baldurssyni í baráttunni um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðimanna í Reykjavík, samkvæmt fyrstu tölum. 5.11.2005 20:22 Röðin enn óbreytt Röð efstu manna óbreytt í prófkjöri sjálfstæðismanna þegar búið var að telja 2.773 atkvæði rétt í þessu. 5.11.2005 20:15 Búið að telja 2.077 atkvæði Staða í prófkjöri Sjálfstæðismanna er á þann veg að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson heldur áfram fyrsta sætinu með 1.162 atkvæði, þegar 2.077 atkvæði höfðu verið talin fyrir stuttu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er í 1.-2. sæti og Gísli Marteinn Baldursson er í 1.-3. sæti. 5.11.2005 19:48 Vilhjálmur áfram í 1. sæti Klukkan 19 var búið að telja 1.342 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er áfram í fyrsta sætinu. 5.11.2005 19:12 Minniháttar bruni í heimahúsi Slökkvilið Reykjavíkur fékk tilkynningu um bruna í heimahúsi við Laugaveg rétt fyrir klukkan sex nú undir kvöldið. Um minniháttar bruna var að ræða en kveiknað hafði í sjónvarpi og voru glæringar frá tækinu. Ekki reyndist þörf á að reykræsta íbúðina vegna brunans. 5.11.2005 18:45 Vilhjálmur í efsta sæti eftir fyrstu talningu atkvæða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er í fyrsta sæti nú þegar 596 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðismanna. 5.11.2005 18:12 Tæplega 10 þúsund manns hafa kosið Alls voru 9600 manns búnir að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðismanna klukkan fjögur. Mikil ásókn er á kjörstaði og fjölmargir hafa skráð sig í flokkinn það sem af er degi. 5.11.2005 17:11 Prófkjör Samfylkingarinnar gengur vel Prófkjör Samfylkingarinnar í Hafnarfirði gengur vel. Klukkan tvö höfðu um 300 manns kosið, en rúmlega 2.000 eru á kjörskrá. 5.11.2005 17:05 Villandi auglýsingar Verslanir sem auglýsa að þær felli niður virðisaukaskattinn af vörum sínum eru að vissu leyti að blekkja viðskiptavini sína segir Ríkisskattstjóri. 5.11.2005 17:03 Lækkun gengur að miklu leyti til baka Lækkanir á matarverði frá því í verðstríði stórmarkaðanna frá í vetur og vor, hafa nú að miklu leyti gengið til baka. 5.11.2005 14:30 Annan hætti við að fara til Íran Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, hefur hætt við fyrirhugaða ferð sína til Írans vegna nýlegra ummæla forseta landsins um að réttast væri að þurrka Ísrael út af landakortinu. 5.11.2005 14:15 Sala á Tamiflu tekur kipp Sala á flensulyfinu Tamiflu hefur tekið kipp hér á landi vegna frétta af fuglaflensu undanfarið. Læknar segja marga ruglaða í rýminu og ekki vita að flensan berist ekki enn á milli manna. 5.11.2005 12:15 Blekkingar í auglýsingum Verslanir sem auglýsa að þær felli niður virðisaukaskattinn af vörum sínum eru að vissu leyti að blekkja viðskiptavini sína segir Ríkisskattstjóri. 5.11.2005 12:00 Kjörsókn með besta móti Tæplega fjögur þúsund sjálfstæðismenn höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar kjörfundi lauk klukkan níu í gærkvöld. Kjörsókn fór vel af stað í morgun og útlit er fyrir að mun fleiri kjósi í prófkjörinu nú en fyrir fjórum árum. 5.11.2005 12:00 Sofnaði undir stýri á Reykjanesbrautinni Bíll fór út af Reykjanesbrautinni á öðrum tímanum í nótt, þar sem ökumaðurinn sofnaði undir stýri. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum slapp ómeiddur, en bíllinn skemmdist töluvert. 5.11.2005 10:55 Umgengni hindruð í góðri trú "Mál þar sem forsjárforeldrið neitar hinu foreldrinu um að hitta barn þeirra eru kannski ekki algeng, en þau eru heldur ekkert óalgeng," segir Ingimundur Sveinn Pétursson, formaður Félags einstæðra foreldra, en félagið býður lögfræðiaðstoð í deilum sem þessum. 5.11.2005 08:45 Tveir takast á um efsta sætið Samfylkingin á Akureyri heldur prófkjör í dag vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári og eru kjörstaðir tveir, á Akureyri og í Hrísey. Skráðum félögum hefur fjölgað um 17,5 prósent á undanförnum tveimur vikum og eru alls 843 flokksfélagar á kjörskrá. 5.11.2005 08:00 Leggja á ráðin um aðgerðir "Við erum að safna liði og undirbúa okkur fyrir uppsögn samninga, það er best að segja það hreint út," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins kemur saman til fundar þann 16. nóvember næstkomandi til þess að ræða hvort segja beri upp kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins og leggja á ráðin um aðgerðir félaganna komi til þess að samningar verði lausir um áramót. 5.11.2005 08:00 Sameiginleg forsjá leysir oft ágreining "Í sambúð er gert ráð fyrir að báðir foreldrar taki ábyrgð á börnunum. Ýmsar rannsóknir benda til þess að sameiginlegt forræði leysi úr ágreiningi foreldra í mörgum tilvikum. Þegar svo er ekki, þá er ágreiningurinn oftar en ekki jafn harður," segir Garðar Baldvinsson, fyrrum formaður Félags ábyrgra feðra, sem segist hafa árlega fengið yfir 400 forræðis- og umgengnismál inn á borð til sín. 5.11.2005 08:00 Stjórnvöld ómálefna- leg í gagnrýni sinni Umboðsmaður Alþingis segir að viðbrögð stjórnvalda gagnvart þeim sem leitað hafi til sín hafi oft vakið sér nokkurn ugg. Stjórnvöld gagnrýni úrskurði á ómálefnalegan hátt og persónugeri þá. 5.11.2005 07:45 800 milljónum varið í hestinn Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur varið nær 800 milljónum króna í verkefni tengd íslenska hestinum í ráðherratíð sinni. Það þýðir að árlega, frá árinu 2000, hafi um 130 milljónum af opinberu fé verið veitt í íslenska hestinn. Til viðbótar við þessar 800 milljónir er fjárveiting frá samgönguráðuneytinu vegna reiðvegagerðar. Stærstu upphæðirnar fóru í hrossabraut Hólaskóla og ráðunaut, sem sér meðal annars um skýrsluhald, eða rúmar 270 milljónir í hvort. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. 5.11.2005 07:45 Línumönnum sagt upp Síminn hefur sagt sex starfsmönnum upp á Suðurlandi í hagræðingarskyni. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, verður fækkað um tvo starfsmenn á Selfossi, þrjá á Hvolsvelli og einn í Vík í Mýrdal. 5.11.2005 07:15 Skapar tíu til fimmtán störf Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar, vegna landsins í heild, verði komið upp á Blönduósi á næsta ári. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir að við það skapist á bilinu 10 til 15 ný störf í bæjarfélaginu og hluti þeirra verði líklega sérhæfð störf eins og lögfræði- og stjórnunarstörf. 5.11.2005 07:15 Maður laus úr gæsluvarðhaldi Manni sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnasmygli um pósthús í Reykjavík var sleppt á fimmtudag. Gæsluvarðhaldið hefði annars átt að renna út í gær. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, hafa ekki aðrir verið handteknir vegna málsins enn sem komið er, en rannsókn þess heldur áfram. 5.11.2005 07:15 Fjögur þúsund búin að kjósa Tæplega 4.000 manns höfðu kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn Ágústs A. Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, er kjörsókn heldur meiri en fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. 5.11.2005 06:45 Engar fangaflugsheimildir eru í gildi Forsætisráðherra segir út í hött að yfirlýsing stjórnvalda frá 2003 um afnot Bandaríkjamanna af Keflavíkurflugvelli og flug í íslenskri lofthelgi í tengslum við Íraksstríðið gildi enn. Ekki augljóst mál segir Össur Skarphéðinsson. 5.11.2005 06:45 Ísland er ekki bananalýðveldi Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums - Burðaráss, segist vera áhyggjufullur yfir þeim pólitíska stimpli sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur gefið málaferlum á hendur Baugi. Það hafi leitt af sér vonda athygli. Hann telur að þáttur stjórnmálanna í framvindu málsins sé minni en gefið sé í skyn. Þetta kemur fram í langri grein sem birt var á vefsíðu breska blaðsins Financial Times í gær. 5.11.2005 06:30 Sjá næstu 50 fréttir
Hálka í öllum landshlutum Vegagerðin varar ökumenn við flughálku víða um land. Sérstaklega er hált í Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu og sömuleiðis bæði á Öxi og Breiðdalsheiði. Annars eru hálka eða hálkublettir í öllum landshlutum og því ráð að keyra varlega um allt land. 6.11.2005 15:11
Íranar falast eftir viðræðum um kjarnorkumál Yfirmaður samninganefndar Írana um kjarnorkumál hefur falast eftir viðræðum við Frakka Breta og Þjóðverja vegna kjarnorkuáætlunar Írana. 6.11.2005 15:06
3 á slysadeild eftir bílveltu Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Suðurlandsvegi nærri Bláfjallaafleggjaranum laust fyrir miðnætti í gær. Bílinn fór út af veginum og valt eftir að annar bíll keyrði aftan á hann. 6.11.2005 13:23
Annasöm nótt hjá lögreglu Ráðist var á pitsusendil í Miðbænum í nótt og bíll hans skemmdur. Þá eru tveir menn í haldi lögreglu vegna innbrota eftir nóttina. 6.11.2005 13:15
Segir Vilhjálm fulltrúa gamla íhaldsins Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að niðurstaða Prófkjörs Sjálfstæðismanna gefi kjósendum Reykjavíkurlistans sem hafi hallast að Sjálfstæðisflokknum í könnunum, góða ástæðu til að snúa aftur heim. Stefán segir Vilhjálm Þ Vilhjálmsson fulltrúa gamla íhaldsins sem Reykvíkingar hafi kosið burt fyrir áratug. Hann telur að það fólk sem hafi verið tilbúið að ljá nýjum manni stuðning í prófkjörinu, hafi ekki minnsta áhuga á Vilhjálmi og eigi því að snúa sér að öðrum kosti. 6.11.2005 12:45
Sparkað í mann fyrir utan Select Sparkað var í andlit manns að tilefnislausu fyrir utan Select í Breiðholti um klukkan sjö í morgun. Vitni að atburðinum segir að fórnarlambið hafi verið á leið út úr versluninni þegar árásarmaðurinn, sem var með öðrum manni, hafi sparkað framan í hann. 6.11.2005 12:19
Vilhjálmur sigraði örugglega Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson sigraði örugglega í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem lauk í gær. Hann hlaut fimmtíu og eitt komma sex prósent atkvæða í fyrsta sætið, en Gísli Marteinn Baldursson hlaut tæp fjörutíu og tvö prósent. 6.11.2005 10:00
Hanna Birna með flest atkvæði Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur fengið flest atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna en röð efstu manna helst áfram óbreytt. Þegar talin hafa verið 8.458 atkvæði. Hanna Birna hefur fengið flest atkvæði alls, 7.289 af 8.458 eða 86,2% allra greiddra atkvæða. 5.11.2005 23:21
Framhaldsskólanemar mótmæla Framhaldsskólakennarar ætla að leggja niður vinnu eftir helgi til að mótmæla styttingu náms til stúdentsprófs. Framhaldsskólanemar vilja hins vegar ekki sjá samræmd stúdentspróf og krefjast þess að þau verði lögð niður hið fyrsta. 5.11.2005 22:15
Fjölmenni í Hlíðafjalli Skíðavertíðin á Akureyri hófst í dag og nýttu margir sér gott skíðafæri. Eftir hálfan mánuð hefst snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli og því stefnir í góðan skíðavetur norðan heiða. 5.11.2005 21:58
Fíkniefnalögreglan rannsakar heimasíðu Kannabisfræ og vatnspípur eru meðal þess sem falt er á heimasíðunni mariajona.com. Lögreglan er að skoða hvort lög séu brotin. 5.11.2005 21:44
Hermann Jón í 1. sæti Hermann Jón tómasson skipar fyrsta sæti Samfylkingarinnar á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. 5.11.2005 21:28
Verlækkanir hafa að mestu gengið tilbaka Lækkanir á verði matvæla frá því í verðstríði stórmarkaðanna í vetur og vor, hafa nú að miklu leyti gengið til baka. Verð í ódýrustu verslununum hækkar mest. 5.11.2005 21:19
Reyndi að stela bensíni Þrír lögreglubílar stöðvuðu för ökumanns sem reyndi að komast hjá því að greiða fyrir bensín sem hafði verið dælt á bíl hans á bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg í dag. Eftir að hafa dælt bensíninu á bílinn ók ökumaðurinn í burtu án þess að greiða fyrir. 5.11.2005 21:16
Vilhjálmur sigurstranglegur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur unnið sigur yfir Gísla Marteini Baldurssyni í baráttunni um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðimanna í Reykjavík, samkvæmt fyrstu tölum. 5.11.2005 20:22
Röðin enn óbreytt Röð efstu manna óbreytt í prófkjöri sjálfstæðismanna þegar búið var að telja 2.773 atkvæði rétt í þessu. 5.11.2005 20:15
Búið að telja 2.077 atkvæði Staða í prófkjöri Sjálfstæðismanna er á þann veg að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson heldur áfram fyrsta sætinu með 1.162 atkvæði, þegar 2.077 atkvæði höfðu verið talin fyrir stuttu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er í 1.-2. sæti og Gísli Marteinn Baldursson er í 1.-3. sæti. 5.11.2005 19:48
Vilhjálmur áfram í 1. sæti Klukkan 19 var búið að telja 1.342 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er áfram í fyrsta sætinu. 5.11.2005 19:12
Minniháttar bruni í heimahúsi Slökkvilið Reykjavíkur fékk tilkynningu um bruna í heimahúsi við Laugaveg rétt fyrir klukkan sex nú undir kvöldið. Um minniháttar bruna var að ræða en kveiknað hafði í sjónvarpi og voru glæringar frá tækinu. Ekki reyndist þörf á að reykræsta íbúðina vegna brunans. 5.11.2005 18:45
Vilhjálmur í efsta sæti eftir fyrstu talningu atkvæða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er í fyrsta sæti nú þegar 596 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðismanna. 5.11.2005 18:12
Tæplega 10 þúsund manns hafa kosið Alls voru 9600 manns búnir að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðismanna klukkan fjögur. Mikil ásókn er á kjörstaði og fjölmargir hafa skráð sig í flokkinn það sem af er degi. 5.11.2005 17:11
Prófkjör Samfylkingarinnar gengur vel Prófkjör Samfylkingarinnar í Hafnarfirði gengur vel. Klukkan tvö höfðu um 300 manns kosið, en rúmlega 2.000 eru á kjörskrá. 5.11.2005 17:05
Villandi auglýsingar Verslanir sem auglýsa að þær felli niður virðisaukaskattinn af vörum sínum eru að vissu leyti að blekkja viðskiptavini sína segir Ríkisskattstjóri. 5.11.2005 17:03
Lækkun gengur að miklu leyti til baka Lækkanir á matarverði frá því í verðstríði stórmarkaðanna frá í vetur og vor, hafa nú að miklu leyti gengið til baka. 5.11.2005 14:30
Annan hætti við að fara til Íran Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, hefur hætt við fyrirhugaða ferð sína til Írans vegna nýlegra ummæla forseta landsins um að réttast væri að þurrka Ísrael út af landakortinu. 5.11.2005 14:15
Sala á Tamiflu tekur kipp Sala á flensulyfinu Tamiflu hefur tekið kipp hér á landi vegna frétta af fuglaflensu undanfarið. Læknar segja marga ruglaða í rýminu og ekki vita að flensan berist ekki enn á milli manna. 5.11.2005 12:15
Blekkingar í auglýsingum Verslanir sem auglýsa að þær felli niður virðisaukaskattinn af vörum sínum eru að vissu leyti að blekkja viðskiptavini sína segir Ríkisskattstjóri. 5.11.2005 12:00
Kjörsókn með besta móti Tæplega fjögur þúsund sjálfstæðismenn höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar kjörfundi lauk klukkan níu í gærkvöld. Kjörsókn fór vel af stað í morgun og útlit er fyrir að mun fleiri kjósi í prófkjörinu nú en fyrir fjórum árum. 5.11.2005 12:00
Sofnaði undir stýri á Reykjanesbrautinni Bíll fór út af Reykjanesbrautinni á öðrum tímanum í nótt, þar sem ökumaðurinn sofnaði undir stýri. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum slapp ómeiddur, en bíllinn skemmdist töluvert. 5.11.2005 10:55
Umgengni hindruð í góðri trú "Mál þar sem forsjárforeldrið neitar hinu foreldrinu um að hitta barn þeirra eru kannski ekki algeng, en þau eru heldur ekkert óalgeng," segir Ingimundur Sveinn Pétursson, formaður Félags einstæðra foreldra, en félagið býður lögfræðiaðstoð í deilum sem þessum. 5.11.2005 08:45
Tveir takast á um efsta sætið Samfylkingin á Akureyri heldur prófkjör í dag vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári og eru kjörstaðir tveir, á Akureyri og í Hrísey. Skráðum félögum hefur fjölgað um 17,5 prósent á undanförnum tveimur vikum og eru alls 843 flokksfélagar á kjörskrá. 5.11.2005 08:00
Leggja á ráðin um aðgerðir "Við erum að safna liði og undirbúa okkur fyrir uppsögn samninga, það er best að segja það hreint út," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins kemur saman til fundar þann 16. nóvember næstkomandi til þess að ræða hvort segja beri upp kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins og leggja á ráðin um aðgerðir félaganna komi til þess að samningar verði lausir um áramót. 5.11.2005 08:00
Sameiginleg forsjá leysir oft ágreining "Í sambúð er gert ráð fyrir að báðir foreldrar taki ábyrgð á börnunum. Ýmsar rannsóknir benda til þess að sameiginlegt forræði leysi úr ágreiningi foreldra í mörgum tilvikum. Þegar svo er ekki, þá er ágreiningurinn oftar en ekki jafn harður," segir Garðar Baldvinsson, fyrrum formaður Félags ábyrgra feðra, sem segist hafa árlega fengið yfir 400 forræðis- og umgengnismál inn á borð til sín. 5.11.2005 08:00
Stjórnvöld ómálefna- leg í gagnrýni sinni Umboðsmaður Alþingis segir að viðbrögð stjórnvalda gagnvart þeim sem leitað hafi til sín hafi oft vakið sér nokkurn ugg. Stjórnvöld gagnrýni úrskurði á ómálefnalegan hátt og persónugeri þá. 5.11.2005 07:45
800 milljónum varið í hestinn Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur varið nær 800 milljónum króna í verkefni tengd íslenska hestinum í ráðherratíð sinni. Það þýðir að árlega, frá árinu 2000, hafi um 130 milljónum af opinberu fé verið veitt í íslenska hestinn. Til viðbótar við þessar 800 milljónir er fjárveiting frá samgönguráðuneytinu vegna reiðvegagerðar. Stærstu upphæðirnar fóru í hrossabraut Hólaskóla og ráðunaut, sem sér meðal annars um skýrsluhald, eða rúmar 270 milljónir í hvort. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. 5.11.2005 07:45
Línumönnum sagt upp Síminn hefur sagt sex starfsmönnum upp á Suðurlandi í hagræðingarskyni. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, verður fækkað um tvo starfsmenn á Selfossi, þrjá á Hvolsvelli og einn í Vík í Mýrdal. 5.11.2005 07:15
Skapar tíu til fimmtán störf Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar, vegna landsins í heild, verði komið upp á Blönduósi á næsta ári. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir að við það skapist á bilinu 10 til 15 ný störf í bæjarfélaginu og hluti þeirra verði líklega sérhæfð störf eins og lögfræði- og stjórnunarstörf. 5.11.2005 07:15
Maður laus úr gæsluvarðhaldi Manni sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnasmygli um pósthús í Reykjavík var sleppt á fimmtudag. Gæsluvarðhaldið hefði annars átt að renna út í gær. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, hafa ekki aðrir verið handteknir vegna málsins enn sem komið er, en rannsókn þess heldur áfram. 5.11.2005 07:15
Fjögur þúsund búin að kjósa Tæplega 4.000 manns höfðu kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn Ágústs A. Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, er kjörsókn heldur meiri en fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. 5.11.2005 06:45
Engar fangaflugsheimildir eru í gildi Forsætisráðherra segir út í hött að yfirlýsing stjórnvalda frá 2003 um afnot Bandaríkjamanna af Keflavíkurflugvelli og flug í íslenskri lofthelgi í tengslum við Íraksstríðið gildi enn. Ekki augljóst mál segir Össur Skarphéðinsson. 5.11.2005 06:45
Ísland er ekki bananalýðveldi Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums - Burðaráss, segist vera áhyggjufullur yfir þeim pólitíska stimpli sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur gefið málaferlum á hendur Baugi. Það hafi leitt af sér vonda athygli. Hann telur að þáttur stjórnmálanna í framvindu málsins sé minni en gefið sé í skyn. Þetta kemur fram í langri grein sem birt var á vefsíðu breska blaðsins Financial Times í gær. 5.11.2005 06:30