Innlent

Vilja friða Þjórsárver

Frá Þjórsárverum
Frá Þjórsárverum Mynd/Teitur

Stjórn Landverndar vill að umhverfisráðherra beiti sér fyrir því að Þjórsárver njóti viðeigandi landverndar og að þau komist á heimsminjaskrá UNESCO. Stjórn Landverndar vill að umhverfisráðherra geri verndun Þjósárvera að forgangsmáli. Stjórn Landverndar átti fund morgun með Sigríði Önnu Þóraðardóttur, umhverfisráðherra. Á fundinum var ráðherranum afhend yfirlýsing, þar sem segir að Þjórsárver séu eitt verðmætasta svæðið á hálendi Íslands og öll rök bendi til þess að það sé eitt brýnasta verkefnið í nárrúruvernd á Íslandi í dag að stækka verndarsvæðið. Stjórnin vill að landsvæðið njóti viðeigandi verndar en verulegir möguleikar séu á að svæðið komist á heimsminjaskrá UNESCO. Stjórn Landverndar hvetur Landsvirkjun jafnframt til þess að falla alfarið frá áformum um mannvirkjagerð á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×