Fleiri fréttir Falsaðir milljóndollaraseðlar Erlendur maður hefur undanfarna mánuði reynt að blekkja íslenska banka með fölsuðum bandarískum milljón dollara seðlum. „Þetta er mjög ævintýralegt, seðlarnir eru mjög vel falsaðir, þetta er allt mjög faglega gert,“ segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Ríkislögreglustjóraembættisins. 14.10.2005 00:01 Eftirlaunafrumvarpið dýrt Aukinn kostnaður ríkisins vegna eftirlaunafrumvarpsins, sem tekur til alþingismanna, var um 650 milljónir króna árið 2004, samkvæmt fjársýslu ríkisins. Þegar Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra og núverandi Seðlabankastjóri, lagði fram frumvarpið árið 2003, áætlaði hann að kostnaðaraukningin yrði um sex milljónir króna á árinu 2004. 14.10.2005 00:01 Átta segja upp Átta háskólamenntaðir starfsmenn hafa sagt upp hjá Landmælingum Íslands síðan í vor, en þar starfa um 35 manns. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer nú fram sálfræðiúttekt á samskiptum yfirmanna Landmælinga við undirmenn. 14.10.2005 00:01 Formaður kjörinn einróma Ingólfur Sveinsson var einróma kjörinn formaður Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður á aðalfundi félagsins á fimmtudagskvöld. Sigrún Jónsdóttir, fyrrum formaður félagsins, hafði ákveðið að gefa ekki kost á sér að þessu sinni. 14.10.2005 00:01 Dómsmálaráðherra talinn vanhæfur Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu. Gestur Jónsson telur að dómsmálaráðherra sé hugsanlega vanhæfur til þess að velja nýjan saksóknara. Páll Hreinsson dósent segir þessar reglur vandmeðfarnar. 14.10.2005 00:01 Barist um völdin hjá Framsókn Búist er við átökum á aðalfundi Framsóknarfélagsins í syðra kjördæmi Reykjavíkur í kvöld. Rúmlega hundrað nýir félagsmenn hafa bæst í félagið fá mánaðamótum að því er Fréttablaðið greinir frá í dag og munu flestir þeirra stuðningsmenn Björn Inga Hrafnssonar, varaþingmanns og aðstoðarmanns forsætisráðherra. 13.10.2005 00:01 Breyta iðnaðarsvæði í íbúðabyggð Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi íhuga að breyta iðnaðarsvæðinu við Bygggarða og Sefgarða, vestast í bænum, í íbúðabyggð. Hugmyndirnar snúa að því að reisa þétta byggð á þriggja hektara landsvæði þar sem húsin yrðu ýmist tvær eða þrjár hæðir. 13.10.2005 00:01 Betri byggð mótmælir Samtök um betri byggð mótmæla harðlega leiðandi spurningu í skoðanakönnun samgönguráðherra um framtíðarstaðsetningu miðstöðvar innanlandsflugsins þar sem eingöngu var gefinn kostur á flutningi til Keflavíkur. Samtökin telja að þessi leiðandi spurning hafi valdið einstaklega lágu svarhlutfalli, eða 54 prósentum. 13.10.2005 00:01 Skrúfað frá brunahönum í borginni Suðurgatan í Reykjavík lokaðist fyrir umferð á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna vatnsflaums úr brunahana, en nokkru áður hafði verið skrúfað frá brunahana við Listabraut og nokkru síðar við Engjaveg. Lögreglu- og slökkviliðsmenn skrúfuðu fyrir hanana og ekki hlaust tjón af í þetta skiptið. 13.10.2005 00:01 Setur landsfund í síðasta sinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag, sá þrítugasti og sjötti í röðinni. Davíð Oddsson setur landsfund í síðasta sinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins en eftirmaður hans verður kjörinn á sunnudag. 13.10.2005 00:01 Sjávarútvegsráðherra beitir sér <font size="2"> Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vill að Seðlabanki Íslands auki gjaldeyriskaup sín enn meira en verið hefur til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð bankans og lækka þar með gengi íslensku krónunnar. Ekki er búið að taka ákvörðun um þetta í ríkisstjórn. </font> 13.10.2005 00:01 Rauðglóandi sími Síminn var rauðglóandi hjá Stígamótum í gær vegna þeirrar umræðu sem hefur verið í gangi um kynferðisafbrot gegn börnum. 13.10.2005 00:01 Bolli vill fimmta sætið Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sækist eftir fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor. 13.10.2005 00:01 Særoði hættir vinnslunni <font size="2"> Fiskvinnslan Særoði á Hólmavík hefur hætt allri vinnslu sjávarafurða en eigendur fyrirtækisins hafa saltað og pakkað öllum afla sem borist hefur á land af bát fyrirtækisins, Bensa Egils. Sævar Benediktsson, annar eigandi Særoða, segir að útilokað sé að vinna aflann án þess að borga með vinnslunni. </font> 13.10.2005 00:01 Vilja tvo nýja framhaldsskóla Þingmenn vilja setja á fót tvo nýja framhaldsskóla. Níu af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, þar vilja þeir að boðið verði upp á nám til stúdentsprófs auk þess sem skólinn sérhæfi sig í sjávarútvegsmenntun. 13.10.2005 00:01 Mál Albanans enn óljós Ríkislögreglustjóri og Útlendingastofnun eru í erfiðri stöðu þar sem ekki hefur enn verið krafist framsals á Albananum sem nú situr í fangelsi hérlendis og afplánar 45 daga dóm fyrir skjalafals. Albaninn sem er með tímabundið dvalarleyfi í Grikklandi er grunaður um morð þar í landi. 13.10.2005 00:01 Hvetja til frekari skattalækkana Ungir sjálfstæðismenn hvetja stjórnvöld til að kvika ekki frá áformum um að lækka tekjuskatt. Í ályktun þeirra segir meðal annars að einstaklingar fari betur með það fé sem þeir afla sjálfir, en stjórnmálamenn með það fé, sem hið opinbera heimtir í gegnum skattakerfið. Í ljósi þess, meðal annars, hvetja ungir Sjálfstæðismenn til enn frekari skattalækkana og einföldunar á skattakerfinu. 13.10.2005 00:01 Moksíldveiði Síldveiði gengur vel þessa dagana. Í gær var var landað úr Beiti NK þrjúhundruð tonnum af síld. Síldin fer öll til manneldis. Síldin er einungis flökuð og fryst því allri söltun hefur verið hætt hjá fyrirtækinu. Súlan EA kom í nótt með um 300 tonn til löndunar og Börkur NK er að veiðum og gengur vel. 13.10.2005 00:01 Vilja iðgjöld í heilbrigðiskerfinu Um 1.200 manns eiga seturétt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag og stendur í fjóra daga. Davíð Oddsson flytur setningarræðu á sjötta tímanum og verður það í síðasta sinn sem hann gegnir þessu hlutverki en eftirmaður hans á formannsstóli verður kjörinn á sunnudag. 13.10.2005 00:01 Manneklan enn við lýði Enn er engin lausn í sjónmáli varðandi manneklu í sumum leikskólum borgarinnar. Vandræðin eru orðin svo mikil að sum börn þurfa að vera heima í þrjá daga af tuttugu. Stjórnendur leikskólans Austurborgar hefur gripið til þess ráðs að senda öllum foreldrum lista yfir þá daga sem börnin eiga að vera heima á næstu fimmtán dögum. Hvert barn þarf að dvelja heima í tvo daga af fimmtán. 13.10.2005 00:01 Fá ekki greidda fatapeninga Mikillar óánægju gætir meðal starfsmanna sem vinna með fötluðum og þroskaheftum vegna þess að þeir fá ekki greidda fatapeninga, sem þeir eiga rétt á samkvæmt kjarasamningum. 13.10.2005 00:01 Umferðarkönnun við Víkurskarð Vegagerðin stendur fyrir umferðarkönnun á Hringvegi um Víkurskarð í dag og næstkomandi laugardag. Könnunin stendur yfir frá klukkan átta að morgni til ellfu að kvöldi báða dagana. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um umferð á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi eystra og munu niðurstöður nýtast við undirbúning vegna hugsanlegra jarðganga undir Vaðlaheiði. 13.10.2005 00:01 Átök hjá framsókn í kvöld? Aðalfundur verður haldinn í Framsóknarfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður í kvöld. Búist er við átökum um kjör í stjórn félagsins en hátt í 14 framsóknarmenn hafa boðið fram krafta sína. 13.10.2005 00:01 40 nauðgunarmál á ári Hátt í fjörutíu nauðgunarmál hafa borist til ríkissaksóknaraembættisins að meðaltali frá árinu 1999. Ákært hefur verið í tíu til tólf málum á ári en sakfellt í fimm til sex málum. 13.10.2005 00:01 Rannsóknarfyrirmæli ítrekuð Embætti ríkissaksóknara hefur ítrekað rannsóknarfyrirmæli til lögreglunnar. Lögreglan sinnir stundum ekki rannsókn nauðgunarmála í samræmi við fyrirmæli og stundum eru lögreglumenn teknir úr rannsókn nauðgunarmála til að sinna annarri rannsókn þó að nauðgunarmál tilheyri forgangsflokki. 13.10.2005 00:01 Ánægja með vakningu Mikið hefur verið að gera hjá Aflinu, systursamtökum Stígamóta á Akureyri, í kjölfar umræðu um kynferðisofbeldi gegn börnum. 13.10.2005 00:01 Betra veður í lok næstu viku Veðurklúbburinn á Dalvík kom saman aftur til spjalls nú í vikunni þar sem spá klúbbsins síðastliðinn mánuð hefur ekki staðist. Einn af félögunum skilaði séráliti síðast, hann taldi að veðrið myndi ekki batna fyrr en 22. október og stendur fast á því. 13.10.2005 00:01 Vísar „samsæriskenningum“ á bug Í kvöld verður aðalfundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður og búist er við átökum um kjör í stjórn. Talið er að Björn Ingi Hrafnsson reyni að styrkja stöðu sína innan félagsins á fundinum og reyni að koma sínu fólki að í stjórn. 13.10.2005 00:01 Alp hf. fær markaðsverðulaun Fyrirtækið Alp hf., sem er umboðsaðili Budget bílaleigunnar á Íslandi, fékk nýverið afhent markaðsverlaun frá Budget international fyrir besta markaðsstarf ársins í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. 13.10.2005 00:01 Brunahani stöðvar umferð Brunahani stððvaði umferð við Suðurgötu í Reykjavík skömmu fyrir miðnætti á miðvikudagskvöldið. Að sögn sjónarvotta komu þrír ungir menn á bifreið að hananum, böksuðu eitthvað við hann, og brenndu síðan á brott þegar vatn tók að gusast úr hananum. Umferð um götuna í báðar áttir stððvaðist, því fáir ökumenn treystu sér í gegnum vatnsflauminn, en brunahanar geta gefið frá sér á milli 1000 og 8000 lítra á mínútu. 13.10.2005 00:01 104 milljón króna styrkur Vísindamenn líftæknifyrirtækjanna NimbleGen, Urðar Verðandi Skuldar og Ludwig stofnunar krabbameinsrannsóknar hafa hlotið eitt hundrað og fjögurra milljóna króna styrk til rannsókna á stjórnferlum krabbameins, en styrkurinn er veitur af Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna. 13.10.2005 00:01 Fasteignasali í árs fangelsi Hæstiréttur þyngdi í dag refsingu yfir fasteignasala fyrir fjárdrátt og skjalafals í starfi. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í 9 mánaða fangelsi, sem að mestu var skilorðsbundið, en hæstiréttur þyngdi refsinguna í 12 mánaða fangelsi. 13.10.2005 00:01 Liðssöfnuður suðurnesjamanna Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum safna nú liði á Landsfundi Sjálfstæðismanna í þeim tilgangi að fá umdeildum drögum að ályktun um innanlandsflug hnekkt. Í þeim er gert ráð fyrir því að verði innalandsflugið fært úr Vatnsmýrinni þá verði það ekki fært til Keflavíkur. 13.10.2005 00:01 18 mánuðir fyrir sinnuleysi Hæstiréttur dæmdi í dag tvo menn í 18 og 24 mánaða fangelsi fyrir brot á hegningarlögum. Sá sem fékk tveggja ára dóminn braut skilorð með ítrekuðum umferðar- og fíkniefnalagabrotum. Sá sem fékk átján mánaða refsingu hlaut sinn dóm fyrir að koma ekki ungri stúlku til bjargar í neyð, en stúlkan lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af eiturlyfjum með manninum sem tilkynnti ekki um ástand hennar fyrr en nokkrum klukkustundum eftir að hún var talin látin. 13.10.2005 00:01 Alltaf gaman að mæta Ólafur G. Einarsson fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins segir alltaf gaman að hitta gamla félaga á landsþingi Sjálfstæðisflokksins. Bæði hann og Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum þingmaður, ætla að tala fyrir bættum kjörum aldraðra. 13.10.2005 00:01 Fangi fékk eiturlyf í pósti Fangi í fangelsinu á Akureyri fékk 6. júní í sumar óþekktan mann til að fela eitt gramm af maríhúana í tölvulyklaborði og senda sér í pósti í fangelsið. Héraðsdómur Norðurlands eystra ákvað í vikunni að gera manninum ekki sérstaka refsingu vegna málsins. 13.10.2005 00:01 Ríkiskaup greiði flugfélagi bætur Ríkiskaup bera skaðabótaskyldu gagnvart Flugfélagi Íslands vegna útboðs á áætlunarflugi fram fór í sumar. Félagið gerir ráð fyrir endurteknu útboði, en það er í skoðun hjá Ríkiskaupum og Vegagerð Ríkisins. 13.10.2005 00:01 Dópsalar dæmdir í fangelsi Tveir hafa verið dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi hvor fyrir að selja þremur öðrum 50 grömm af amfetamíni í vor. Dómur var upp kveðinn í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Efnin voru keypt í Reykjavík en seld fyrir norðan. Þeir sögðust hafa keypt 20 grömm af amfetamíni og drýgt upp í 50 sem þeir voru ákærðir fyrir að selja á 250.000 krónur. 13.10.2005 00:01 Makaskipti hrepps og kirkju Dómstólar<cstyle name="[No character style]" /> Héraðsdómur Suðurlands ógilti í gær úrskurð óbyggðanefndar frá í mars 2002 um eignarhald á Grímsnesafrétti og jörðum umhverfis Lyngdalsheiði að því er varðar land sem Grímsneshreppur fékk í makaskiptum við Þingvallakirkju árið 1896. 13.10.2005 00:01 Síðasta Landsfundarræða Davíðs Davíð Oddsson er þessa stundina að ávarpa flokksmenn sína í síðasta sinn á landsfundi í sæti formanns. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í dag í Laugardalshöll líkt og fyrir 14 árum þegar Davíð var kosinn formaður flokksins og varð í kjölfarið forsætisráðherra. 13.10.2005 00:01 Kynferðisbrot sjaldnast kærð Innan við helmingur þeirra fórnarlamba kynferðisbrota sem leita til Stígamóta, hefur fengið hjálp annars staðar. Aðeins hefur verið ákært í einu slíku máli af hverjum tuttugu. 13.10.2005 00:01 Hástökkvara hótað kyrrsetningu Javier Sotomayor, einum þekktasta íþróttamanni sögunnar, var hótað kyrrsetningu í Reykjavík í dag vegna deilna um hótelreikninga. Þessi mikli hástökkvari sækir hér mótaþing evrópska frjálsíþróttasambandsins og var þrátt fyrir allt í góðu skapi í dag, enda á hann afmæli. 13.10.2005 00:01 Foreldrar óttast um vinnu sína Foreldrar leikskólabarna í Kópavogi eru margir orðnir hræddir um að missa vinnuna vegna þess að þeir þurfa að vera heima hjá börnunum allt að tvo daga í viku vegna lokana leikskóla. Laun leiðbeinenda þar eru lægri en í Reykjavík og óttast foreldrar að þeir fari í verkfall. 13.10.2005 00:01 Grætur sig í svefn á kvöldin Tuttugu og níu ára Kínverji sem leitaði hælis hér á landi í byrjun ágúst, grætur sig í svefn á kvöldin þar sem hann bíður úrlausnar á gistiheimili suður með sjó. Konan hans var send til Þýskalands, og óvíst er hvort, eða hvenær þau hittast aftur. 13.10.2005 00:01 Ánægð með viðbrögðin Nú er liðin vika frá útkomu bókarinnar Myndin af pabba, þar sem rakin er saga Thelmu Ásdísardóttur og systra hennar. Þær máttu árum saman þola gróft kynferðislegt ofbeldi föður síns. 13.10.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Falsaðir milljóndollaraseðlar Erlendur maður hefur undanfarna mánuði reynt að blekkja íslenska banka með fölsuðum bandarískum milljón dollara seðlum. „Þetta er mjög ævintýralegt, seðlarnir eru mjög vel falsaðir, þetta er allt mjög faglega gert,“ segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Ríkislögreglustjóraembættisins. 14.10.2005 00:01
Eftirlaunafrumvarpið dýrt Aukinn kostnaður ríkisins vegna eftirlaunafrumvarpsins, sem tekur til alþingismanna, var um 650 milljónir króna árið 2004, samkvæmt fjársýslu ríkisins. Þegar Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra og núverandi Seðlabankastjóri, lagði fram frumvarpið árið 2003, áætlaði hann að kostnaðaraukningin yrði um sex milljónir króna á árinu 2004. 14.10.2005 00:01
Átta segja upp Átta háskólamenntaðir starfsmenn hafa sagt upp hjá Landmælingum Íslands síðan í vor, en þar starfa um 35 manns. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer nú fram sálfræðiúttekt á samskiptum yfirmanna Landmælinga við undirmenn. 14.10.2005 00:01
Formaður kjörinn einróma Ingólfur Sveinsson var einróma kjörinn formaður Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður á aðalfundi félagsins á fimmtudagskvöld. Sigrún Jónsdóttir, fyrrum formaður félagsins, hafði ákveðið að gefa ekki kost á sér að þessu sinni. 14.10.2005 00:01
Dómsmálaráðherra talinn vanhæfur Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu. Gestur Jónsson telur að dómsmálaráðherra sé hugsanlega vanhæfur til þess að velja nýjan saksóknara. Páll Hreinsson dósent segir þessar reglur vandmeðfarnar. 14.10.2005 00:01
Barist um völdin hjá Framsókn Búist er við átökum á aðalfundi Framsóknarfélagsins í syðra kjördæmi Reykjavíkur í kvöld. Rúmlega hundrað nýir félagsmenn hafa bæst í félagið fá mánaðamótum að því er Fréttablaðið greinir frá í dag og munu flestir þeirra stuðningsmenn Björn Inga Hrafnssonar, varaþingmanns og aðstoðarmanns forsætisráðherra. 13.10.2005 00:01
Breyta iðnaðarsvæði í íbúðabyggð Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi íhuga að breyta iðnaðarsvæðinu við Bygggarða og Sefgarða, vestast í bænum, í íbúðabyggð. Hugmyndirnar snúa að því að reisa þétta byggð á þriggja hektara landsvæði þar sem húsin yrðu ýmist tvær eða þrjár hæðir. 13.10.2005 00:01
Betri byggð mótmælir Samtök um betri byggð mótmæla harðlega leiðandi spurningu í skoðanakönnun samgönguráðherra um framtíðarstaðsetningu miðstöðvar innanlandsflugsins þar sem eingöngu var gefinn kostur á flutningi til Keflavíkur. Samtökin telja að þessi leiðandi spurning hafi valdið einstaklega lágu svarhlutfalli, eða 54 prósentum. 13.10.2005 00:01
Skrúfað frá brunahönum í borginni Suðurgatan í Reykjavík lokaðist fyrir umferð á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna vatnsflaums úr brunahana, en nokkru áður hafði verið skrúfað frá brunahana við Listabraut og nokkru síðar við Engjaveg. Lögreglu- og slökkviliðsmenn skrúfuðu fyrir hanana og ekki hlaust tjón af í þetta skiptið. 13.10.2005 00:01
Setur landsfund í síðasta sinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag, sá þrítugasti og sjötti í röðinni. Davíð Oddsson setur landsfund í síðasta sinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins en eftirmaður hans verður kjörinn á sunnudag. 13.10.2005 00:01
Sjávarútvegsráðherra beitir sér <font size="2"> Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vill að Seðlabanki Íslands auki gjaldeyriskaup sín enn meira en verið hefur til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð bankans og lækka þar með gengi íslensku krónunnar. Ekki er búið að taka ákvörðun um þetta í ríkisstjórn. </font> 13.10.2005 00:01
Rauðglóandi sími Síminn var rauðglóandi hjá Stígamótum í gær vegna þeirrar umræðu sem hefur verið í gangi um kynferðisafbrot gegn börnum. 13.10.2005 00:01
Bolli vill fimmta sætið Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sækist eftir fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor. 13.10.2005 00:01
Særoði hættir vinnslunni <font size="2"> Fiskvinnslan Særoði á Hólmavík hefur hætt allri vinnslu sjávarafurða en eigendur fyrirtækisins hafa saltað og pakkað öllum afla sem borist hefur á land af bát fyrirtækisins, Bensa Egils. Sævar Benediktsson, annar eigandi Særoða, segir að útilokað sé að vinna aflann án þess að borga með vinnslunni. </font> 13.10.2005 00:01
Vilja tvo nýja framhaldsskóla Þingmenn vilja setja á fót tvo nýja framhaldsskóla. Níu af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, þar vilja þeir að boðið verði upp á nám til stúdentsprófs auk þess sem skólinn sérhæfi sig í sjávarútvegsmenntun. 13.10.2005 00:01
Mál Albanans enn óljós Ríkislögreglustjóri og Útlendingastofnun eru í erfiðri stöðu þar sem ekki hefur enn verið krafist framsals á Albananum sem nú situr í fangelsi hérlendis og afplánar 45 daga dóm fyrir skjalafals. Albaninn sem er með tímabundið dvalarleyfi í Grikklandi er grunaður um morð þar í landi. 13.10.2005 00:01
Hvetja til frekari skattalækkana Ungir sjálfstæðismenn hvetja stjórnvöld til að kvika ekki frá áformum um að lækka tekjuskatt. Í ályktun þeirra segir meðal annars að einstaklingar fari betur með það fé sem þeir afla sjálfir, en stjórnmálamenn með það fé, sem hið opinbera heimtir í gegnum skattakerfið. Í ljósi þess, meðal annars, hvetja ungir Sjálfstæðismenn til enn frekari skattalækkana og einföldunar á skattakerfinu. 13.10.2005 00:01
Moksíldveiði Síldveiði gengur vel þessa dagana. Í gær var var landað úr Beiti NK þrjúhundruð tonnum af síld. Síldin fer öll til manneldis. Síldin er einungis flökuð og fryst því allri söltun hefur verið hætt hjá fyrirtækinu. Súlan EA kom í nótt með um 300 tonn til löndunar og Börkur NK er að veiðum og gengur vel. 13.10.2005 00:01
Vilja iðgjöld í heilbrigðiskerfinu Um 1.200 manns eiga seturétt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag og stendur í fjóra daga. Davíð Oddsson flytur setningarræðu á sjötta tímanum og verður það í síðasta sinn sem hann gegnir þessu hlutverki en eftirmaður hans á formannsstóli verður kjörinn á sunnudag. 13.10.2005 00:01
Manneklan enn við lýði Enn er engin lausn í sjónmáli varðandi manneklu í sumum leikskólum borgarinnar. Vandræðin eru orðin svo mikil að sum börn þurfa að vera heima í þrjá daga af tuttugu. Stjórnendur leikskólans Austurborgar hefur gripið til þess ráðs að senda öllum foreldrum lista yfir þá daga sem börnin eiga að vera heima á næstu fimmtán dögum. Hvert barn þarf að dvelja heima í tvo daga af fimmtán. 13.10.2005 00:01
Fá ekki greidda fatapeninga Mikillar óánægju gætir meðal starfsmanna sem vinna með fötluðum og þroskaheftum vegna þess að þeir fá ekki greidda fatapeninga, sem þeir eiga rétt á samkvæmt kjarasamningum. 13.10.2005 00:01
Umferðarkönnun við Víkurskarð Vegagerðin stendur fyrir umferðarkönnun á Hringvegi um Víkurskarð í dag og næstkomandi laugardag. Könnunin stendur yfir frá klukkan átta að morgni til ellfu að kvöldi báða dagana. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um umferð á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi eystra og munu niðurstöður nýtast við undirbúning vegna hugsanlegra jarðganga undir Vaðlaheiði. 13.10.2005 00:01
Átök hjá framsókn í kvöld? Aðalfundur verður haldinn í Framsóknarfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður í kvöld. Búist er við átökum um kjör í stjórn félagsins en hátt í 14 framsóknarmenn hafa boðið fram krafta sína. 13.10.2005 00:01
40 nauðgunarmál á ári Hátt í fjörutíu nauðgunarmál hafa borist til ríkissaksóknaraembættisins að meðaltali frá árinu 1999. Ákært hefur verið í tíu til tólf málum á ári en sakfellt í fimm til sex málum. 13.10.2005 00:01
Rannsóknarfyrirmæli ítrekuð Embætti ríkissaksóknara hefur ítrekað rannsóknarfyrirmæli til lögreglunnar. Lögreglan sinnir stundum ekki rannsókn nauðgunarmála í samræmi við fyrirmæli og stundum eru lögreglumenn teknir úr rannsókn nauðgunarmála til að sinna annarri rannsókn þó að nauðgunarmál tilheyri forgangsflokki. 13.10.2005 00:01
Ánægja með vakningu Mikið hefur verið að gera hjá Aflinu, systursamtökum Stígamóta á Akureyri, í kjölfar umræðu um kynferðisofbeldi gegn börnum. 13.10.2005 00:01
Betra veður í lok næstu viku Veðurklúbburinn á Dalvík kom saman aftur til spjalls nú í vikunni þar sem spá klúbbsins síðastliðinn mánuð hefur ekki staðist. Einn af félögunum skilaði séráliti síðast, hann taldi að veðrið myndi ekki batna fyrr en 22. október og stendur fast á því. 13.10.2005 00:01
Vísar „samsæriskenningum“ á bug Í kvöld verður aðalfundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður og búist er við átökum um kjör í stjórn. Talið er að Björn Ingi Hrafnsson reyni að styrkja stöðu sína innan félagsins á fundinum og reyni að koma sínu fólki að í stjórn. 13.10.2005 00:01
Alp hf. fær markaðsverðulaun Fyrirtækið Alp hf., sem er umboðsaðili Budget bílaleigunnar á Íslandi, fékk nýverið afhent markaðsverlaun frá Budget international fyrir besta markaðsstarf ársins í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. 13.10.2005 00:01
Brunahani stöðvar umferð Brunahani stððvaði umferð við Suðurgötu í Reykjavík skömmu fyrir miðnætti á miðvikudagskvöldið. Að sögn sjónarvotta komu þrír ungir menn á bifreið að hananum, böksuðu eitthvað við hann, og brenndu síðan á brott þegar vatn tók að gusast úr hananum. Umferð um götuna í báðar áttir stððvaðist, því fáir ökumenn treystu sér í gegnum vatnsflauminn, en brunahanar geta gefið frá sér á milli 1000 og 8000 lítra á mínútu. 13.10.2005 00:01
104 milljón króna styrkur Vísindamenn líftæknifyrirtækjanna NimbleGen, Urðar Verðandi Skuldar og Ludwig stofnunar krabbameinsrannsóknar hafa hlotið eitt hundrað og fjögurra milljóna króna styrk til rannsókna á stjórnferlum krabbameins, en styrkurinn er veitur af Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna. 13.10.2005 00:01
Fasteignasali í árs fangelsi Hæstiréttur þyngdi í dag refsingu yfir fasteignasala fyrir fjárdrátt og skjalafals í starfi. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í 9 mánaða fangelsi, sem að mestu var skilorðsbundið, en hæstiréttur þyngdi refsinguna í 12 mánaða fangelsi. 13.10.2005 00:01
Liðssöfnuður suðurnesjamanna Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum safna nú liði á Landsfundi Sjálfstæðismanna í þeim tilgangi að fá umdeildum drögum að ályktun um innanlandsflug hnekkt. Í þeim er gert ráð fyrir því að verði innalandsflugið fært úr Vatnsmýrinni þá verði það ekki fært til Keflavíkur. 13.10.2005 00:01
18 mánuðir fyrir sinnuleysi Hæstiréttur dæmdi í dag tvo menn í 18 og 24 mánaða fangelsi fyrir brot á hegningarlögum. Sá sem fékk tveggja ára dóminn braut skilorð með ítrekuðum umferðar- og fíkniefnalagabrotum. Sá sem fékk átján mánaða refsingu hlaut sinn dóm fyrir að koma ekki ungri stúlku til bjargar í neyð, en stúlkan lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af eiturlyfjum með manninum sem tilkynnti ekki um ástand hennar fyrr en nokkrum klukkustundum eftir að hún var talin látin. 13.10.2005 00:01
Alltaf gaman að mæta Ólafur G. Einarsson fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins segir alltaf gaman að hitta gamla félaga á landsþingi Sjálfstæðisflokksins. Bæði hann og Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum þingmaður, ætla að tala fyrir bættum kjörum aldraðra. 13.10.2005 00:01
Fangi fékk eiturlyf í pósti Fangi í fangelsinu á Akureyri fékk 6. júní í sumar óþekktan mann til að fela eitt gramm af maríhúana í tölvulyklaborði og senda sér í pósti í fangelsið. Héraðsdómur Norðurlands eystra ákvað í vikunni að gera manninum ekki sérstaka refsingu vegna málsins. 13.10.2005 00:01
Ríkiskaup greiði flugfélagi bætur Ríkiskaup bera skaðabótaskyldu gagnvart Flugfélagi Íslands vegna útboðs á áætlunarflugi fram fór í sumar. Félagið gerir ráð fyrir endurteknu útboði, en það er í skoðun hjá Ríkiskaupum og Vegagerð Ríkisins. 13.10.2005 00:01
Dópsalar dæmdir í fangelsi Tveir hafa verið dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi hvor fyrir að selja þremur öðrum 50 grömm af amfetamíni í vor. Dómur var upp kveðinn í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Efnin voru keypt í Reykjavík en seld fyrir norðan. Þeir sögðust hafa keypt 20 grömm af amfetamíni og drýgt upp í 50 sem þeir voru ákærðir fyrir að selja á 250.000 krónur. 13.10.2005 00:01
Makaskipti hrepps og kirkju Dómstólar<cstyle name="[No character style]" /> Héraðsdómur Suðurlands ógilti í gær úrskurð óbyggðanefndar frá í mars 2002 um eignarhald á Grímsnesafrétti og jörðum umhverfis Lyngdalsheiði að því er varðar land sem Grímsneshreppur fékk í makaskiptum við Þingvallakirkju árið 1896. 13.10.2005 00:01
Síðasta Landsfundarræða Davíðs Davíð Oddsson er þessa stundina að ávarpa flokksmenn sína í síðasta sinn á landsfundi í sæti formanns. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í dag í Laugardalshöll líkt og fyrir 14 árum þegar Davíð var kosinn formaður flokksins og varð í kjölfarið forsætisráðherra. 13.10.2005 00:01
Kynferðisbrot sjaldnast kærð Innan við helmingur þeirra fórnarlamba kynferðisbrota sem leita til Stígamóta, hefur fengið hjálp annars staðar. Aðeins hefur verið ákært í einu slíku máli af hverjum tuttugu. 13.10.2005 00:01
Hástökkvara hótað kyrrsetningu Javier Sotomayor, einum þekktasta íþróttamanni sögunnar, var hótað kyrrsetningu í Reykjavík í dag vegna deilna um hótelreikninga. Þessi mikli hástökkvari sækir hér mótaþing evrópska frjálsíþróttasambandsins og var þrátt fyrir allt í góðu skapi í dag, enda á hann afmæli. 13.10.2005 00:01
Foreldrar óttast um vinnu sína Foreldrar leikskólabarna í Kópavogi eru margir orðnir hræddir um að missa vinnuna vegna þess að þeir þurfa að vera heima hjá börnunum allt að tvo daga í viku vegna lokana leikskóla. Laun leiðbeinenda þar eru lægri en í Reykjavík og óttast foreldrar að þeir fari í verkfall. 13.10.2005 00:01
Grætur sig í svefn á kvöldin Tuttugu og níu ára Kínverji sem leitaði hælis hér á landi í byrjun ágúst, grætur sig í svefn á kvöldin þar sem hann bíður úrlausnar á gistiheimili suður með sjó. Konan hans var send til Þýskalands, og óvíst er hvort, eða hvenær þau hittast aftur. 13.10.2005 00:01
Ánægð með viðbrögðin Nú er liðin vika frá útkomu bókarinnar Myndin af pabba, þar sem rakin er saga Thelmu Ásdísardóttur og systra hennar. Þær máttu árum saman þola gróft kynferðislegt ofbeldi föður síns. 13.10.2005 00:01