Alltaf gaman að mæta 23. október 2005 15:04 "Ég hef alltaf gaman af því að mæta á landsfundinn," segir Ólafur G. Einarsson, fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem lét ekki kvefpest hindra sig í að sækja fundargögn í gær, þó svo að hann þyrfti svo að hlaupa á bankaráðsfund seinni partinn. "Á landsfundinum hittir maður margt fólk sem maður ekki hittir dags daglega, einkum fólk utan af landi, til dæmis fólk úr mínu gamla kjördæmi og gamla samborgara frá Siglufirði og Akureyri." Ólafur segist líka fylgjast með fundarstörfum á þinginu þó svo hann taki ekki lengur í þeim beinan þátt. "Maður er búinn í þessu," segir hann, en neitar því ekki að hann skjóti að mönnum ábendingum og leiðbeiningum. "Svo taka menn auðvitað þátt í nefndarstörfum, en misjafnlega þó. Ég er núkominn á þann aldur að ég hef áhuga á að benda á það sem betur má fara, einkum á sviði eldri borgara," segir hann og telur þar úrbóta þörf. Undir þau orð Ólafs tekur Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksin, en hann er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann segist mæta á landsfund til að nýta sér sinn lýðræðislega rétt til að hafa áhrif og koma að skoðunum sínum. Fyrst segist hann hafa sótt landsfund sem ungur strákur árið 1948 á Akureyri, en þá helst til að komast á ballið. "En svo hef ég sótt þessa fundi nær óslitið síðan þá," bætir hann við. Á fundinum núna segist hann leggja áherslu á tvennt, bætt kjör eldri borgara og svo breytingar sem hann vill sjá gerðar á tekjuskattkerfinu. "Staðreyndin er að þeir sem eru með milli- og lægri tekjur eru að fara illa út úr tekjuskiptingunni eins og hún er að þróast," segir hann og telur að eftir breytingar sem gerðar hafa verið á skattlagningu fyrirtækja sé nú komið að almenningi. "Þessir hlutir hafa lítið breyst síðan við tókum hér upp staðgreiðslu skatta árið 1998," segir hann og vill taka upp þrjú skattþrep, líkt og hugmyndir séu uppi um í Þýskalandi. "Ég styð hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að fara með persónuafsláttinn í 85 þúsund krónur," segir hann en vill að tekjuskattur á lágar tekjur verði ekki nema 10 prósent, eftir að gert hafi verið ráð fyrir persónuafslætti. Síðan stingur hann upp á að fólk með meðaltekjur, eða milli 250 og 500 þúsund krónur á mánuði, greiði 20 til 25 prósenta tekjuskatt og hátekjufólk greiði sama skatthlutfall og er nú þegar við lýði. "En núna stöndum við frammi fyrr því að þeir sem eru ekki með nema kannski 120 til 130 þúsund krónur á mánuði, geta eiginlega hvorki lifað né dáið, nema að til komi aðstoð annars staðar frá." Þessum hugmyndum ætlar Guðmundur að koma á fram færi í nefndastarfi aðalfundarins. "Ég er kominn á fundinn til að nota mér málfrelsið og tillöguréttin og set mínar skoðanir fram í þessum nefndum. Ríkisstjórn Davíðs Oddsonar hefur gert góða hluti í tengslum við atvinnulífið og grundvallarbreytingar tengdar skattlagningu," segir hann og telur tímabært að marka nú nýja stefnu gagnvart því sem verið hefur óbreytt, tekjuskattinum. "Nú koma að nýir menn og nýtt tímabil." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
"Ég hef alltaf gaman af því að mæta á landsfundinn," segir Ólafur G. Einarsson, fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem lét ekki kvefpest hindra sig í að sækja fundargögn í gær, þó svo að hann þyrfti svo að hlaupa á bankaráðsfund seinni partinn. "Á landsfundinum hittir maður margt fólk sem maður ekki hittir dags daglega, einkum fólk utan af landi, til dæmis fólk úr mínu gamla kjördæmi og gamla samborgara frá Siglufirði og Akureyri." Ólafur segist líka fylgjast með fundarstörfum á þinginu þó svo hann taki ekki lengur í þeim beinan þátt. "Maður er búinn í þessu," segir hann, en neitar því ekki að hann skjóti að mönnum ábendingum og leiðbeiningum. "Svo taka menn auðvitað þátt í nefndarstörfum, en misjafnlega þó. Ég er núkominn á þann aldur að ég hef áhuga á að benda á það sem betur má fara, einkum á sviði eldri borgara," segir hann og telur þar úrbóta þörf. Undir þau orð Ólafs tekur Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksin, en hann er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann segist mæta á landsfund til að nýta sér sinn lýðræðislega rétt til að hafa áhrif og koma að skoðunum sínum. Fyrst segist hann hafa sótt landsfund sem ungur strákur árið 1948 á Akureyri, en þá helst til að komast á ballið. "En svo hef ég sótt þessa fundi nær óslitið síðan þá," bætir hann við. Á fundinum núna segist hann leggja áherslu á tvennt, bætt kjör eldri borgara og svo breytingar sem hann vill sjá gerðar á tekjuskattkerfinu. "Staðreyndin er að þeir sem eru með milli- og lægri tekjur eru að fara illa út úr tekjuskiptingunni eins og hún er að þróast," segir hann og telur að eftir breytingar sem gerðar hafa verið á skattlagningu fyrirtækja sé nú komið að almenningi. "Þessir hlutir hafa lítið breyst síðan við tókum hér upp staðgreiðslu skatta árið 1998," segir hann og vill taka upp þrjú skattþrep, líkt og hugmyndir séu uppi um í Þýskalandi. "Ég styð hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að fara með persónuafsláttinn í 85 þúsund krónur," segir hann en vill að tekjuskattur á lágar tekjur verði ekki nema 10 prósent, eftir að gert hafi verið ráð fyrir persónuafslætti. Síðan stingur hann upp á að fólk með meðaltekjur, eða milli 250 og 500 þúsund krónur á mánuði, greiði 20 til 25 prósenta tekjuskatt og hátekjufólk greiði sama skatthlutfall og er nú þegar við lýði. "En núna stöndum við frammi fyrr því að þeir sem eru ekki með nema kannski 120 til 130 þúsund krónur á mánuði, geta eiginlega hvorki lifað né dáið, nema að til komi aðstoð annars staðar frá." Þessum hugmyndum ætlar Guðmundur að koma á fram færi í nefndastarfi aðalfundarins. "Ég er kominn á fundinn til að nota mér málfrelsið og tillöguréttin og set mínar skoðanir fram í þessum nefndum. Ríkisstjórn Davíðs Oddsonar hefur gert góða hluti í tengslum við atvinnulífið og grundvallarbreytingar tengdar skattlagningu," segir hann og telur tímabært að marka nú nýja stefnu gagnvart því sem verið hefur óbreytt, tekjuskattinum. "Nú koma að nýir menn og nýtt tímabil."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira