Innlent

Ánægð með viðbrögðin

Nú er liðin vika frá útkomu bókarinnar Myndin af pabba, þar sem rakin er saga Thelmu Ásdísardóttur og systra hennar. Þær máttu árum saman þola gróft kynferðislegt ofbeldi föður síns. Útkoma bókarinnar eftir Gerði Kristný, hefur vakið gríðarlega athygli, hispurslaus umfjöllunin snertir fólk og síminn hefur verið rauðglóandi hjá Stígamótum og hjá systursamtökunum Afli á Akureyri. Thelma Ásdísardóttir, sem bókin fjallar um, segist hafa vonast til þess að bókin myndi vekja umfjöllun og fá fólk til þess að spyrja sig hvort þetta væri enn að gerast í dag. Thelma sagði að fátt myndi gleðja hana meira en að saga hennar myndi verða til þess að jákvæð skref yrðu stigin. Hún segist þó ekki vera reið í dag þrátt fyrir lífsreynslu sína enda ávinnist ekki neitt með því að álsa einum eða neinu. Thelma vill að Íslendingar og samfélagið meti stöðuna en hún telur að misnotkun og sifjaspell eigi sé enn stað í íslensku samfélagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×