Innlent

Ánægja með vakningu

Mikið hefur verið að gera hjá Aflinu, systursamtökum Stígamóta á Akureyri, í kjölfar umræðu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Forsvarsmenn þar eru ánægðir með þá öflugu umræðu og vakningu sem hefur farið í gang í þessum málaflokki. Unglingstúlkur leituðu til samtakanna í gær og haldnir hafa verið fyrirlestrar í Verkmenntaskólanum á Akureyri á vegum samtakann. Talið er að ein af hverjum fjórum stúlkum og einn af hverjum tíu drengjum undir 18 ára aldri verði fyrir kynferðisofbeldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×