Innlent

40 nauðgunarmál á ári

Hátt í fjörutíu nauðgunarmál hafa borist til ríkissaksóknaraembættisins að meðaltali frá árinu 1999. Ákært hefur verið í tíu til tólf málum á ári en sakfellt í fimm til sex málum. Árið tvö þúsund og tvö bárust fimmtíu og átta mál. Ákært var í tuttugu og einu máli og sakfellt í fjórtán málum. Árið tvö þúsund og þrjú bárust sextíu og fimm mál. Ákært var í fjórtán málum og sakfellt var í fimm málum. Málum vegna kynferðisbrota á börnum hefur farið fjölgandi á síðustu árum eða um sextíu á ári síðustu árin. Ákært er í helmingnum og sakfellt í tveimur þriðja málanna að meðaltali. Oftar er ákært vegna kynferðisbrota á börnum en vegna nauðgunar. Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari sagði á opnum fundi hjá Stígamótum í hádeginu að einhvern veginn hefði tekist betur að ná til dómara í kynferðisbrotum gagnvart börnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×